Archives

Ostafylltar tartalettur

*Unnið í samstarfi við Ásbjörn Ólafsson ca. 14-16 tartalettur Hráefni: Tartalettuskeljar frá Humlum 1 rauð paprika 1 camembert 1 mexíkó ostur 1 hvítlauksostur 500 ml rjómi Góð sulta Aðferð: Hitið olíu í potti og steikið paprikuna í smá stund eða þar til hún er mjúk í gegn. Rífið niður ostinn eða skerið smátt, setjið í pott ásamt rjóma og bræðið við vægan hita. Leyfið ostablöndunni að malla í smá stund eða þar til hún fer að þykkna. Setjið tartalettuskeljar á pappírsklædda ofnplötu, skiptið ostablöndunni jafnt í formin og inn í ofn við 200°C í 10 – 15 mínútur. Leyfið tartalettunum að standa aðeins og kólna áður en þið berið þær fram með ljúffengri sultu. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Buffalo tacos!

Buffalo blómkáls taco með gráðostasósu Fyrir 2-3 1 stórt blómkál 2 tsk salt 1 ½  tsk pipar 2 tsk paprika 1 tsk hvítlaukssalt Orly deig Salt Buffalo sósa Ferskt salat Tortillavefjur Gráðostasósa Spírur Aðferð: Skerið blómkálið í litla bita og setjið í skál ásamt þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og blandið vel saman. Veltið blómkálsbitunum upp úr orly deiginu og uppskriftin er hér að neðan. Steikið í olíu sem þolir djúpsteikingu í örfáar mínútur á öllum hliðum þar til blómkálsbitarnir eru gullinbrúnir. Þerrið blómkálsbitana á eldhúspappír og saltið aðeins í viðbót. Hellið buffalo sósu yfir blómkálsbitana og veltið þeim upp úr sósunni, magnið fer eftir smekk. Berið fram í tortillakökum með fersku salati og ljúffengri gráðostasósu. Þið getið séð aðferðina í…

Indverskt lambalæri

Indverskt lambalæri Fyrir 4 – 5 2 kg lambalæri (það var 2 kg með beininu, ég vigtaði það ekki úrbeinað) 350 g grískt jógúrt 5 hvítlauksrif ½ rautt chili 2 tsk salt 2 tsk pipar 2 tsk cumin 2 tsk karrí 3 tsk garam masala 2 tsk malaður kóríander 1 tsk kóríanderfræ 2 tsk rifið engifer Safi úr einni sítrónu Handfylli smátt saxað kóríander 2 laukar 2 msk olía Aðferð: Blandið saman gríska jógúrtinu, kryddunum sem eru talin upp hér að ofan og smátt söxuðu kóríander, chili og nýrifnu engifer. Kreistið einnig sítrónusafa út í og hrærið öllu vel saman. Ég keypti úrbeinað lambalæri og nuddaði marineringunni vel á kjötið, setti kjötið í skál með marineringunni og leyfði því að standa í kæli í 24…

Kjúklingatacos

Fyrir þrjá – fjóra Kjúklingatacos sem bráðnar í munni 4 kjúklingabringur 4 msk olía 2 tsk paprikukrydd 2 tsk malaður kóríander 2 tsk salt 1 tsk pipar 2 tsk cumin 1 msk rifinn límónubörkur Safi úr hálfri límónu 2 hvítlauksrif 1 laukur Tortillakökur Ferskt mangósalsa Lárperumauk Sýrður rjómi Hreinn fetaostur Aðferð: Blandið saman olíu og þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan í skál, rífið niður límónubörk og hvítlauksrif og kreistið safann úr hálfri límónu. Hrærið öllu vel saman. Leggið kjúklinginn í kryddlögin og nuddið honum í kjúklinginn (gott að geyma í sólarhring ef þið hafið tíma, í ísskáp). Steikið kjúklinginn í tvær mínútur á hvorri hlið, saxið laukinn og bætið út á pönnuna í lokin og steikið í mínútu eða þar til…

Egg Benedict

Mesti lúxus morgunverðarréttar fyrr og síðar hlýtur að vera egg Benedict. Hann sameinar allt það góða í heiminum myndi ég segja. Það er ekki að ástæðulausu að þetta er einn vinsælasti brunchréttur í heimi og ég er kolfallin fyrir réttinum. Gott súrdeigsbrauð hráskinku, hleyptu eggi og hollandaise sósu? Ég meina, þetta er uppskrift að hamingju! 4 egg 2 l vatn 2 tsk salt 4 sneiðar af góðri skinku Gott brauð, til dæmis súrdeigsbrauð, skorið í fremur grófar sneiðar 2 msk smjör Hollandaise sósa 2 lárperur 1 msk saxaður graslaukur, steinselja eða spírur Aðferð: Skerið brauðið í þykkar sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið smávegis af olíu yfir og hitið í ofni í 5 – 7 mínútur við 180°C. Hleypt egg eru linsoðin án skurnar….

Jólaísinn minn

Jólaísinn er alltaf sérstaklega góður og fyrsti skammturinn rann ljúflega niður í matargesti kvöldsins sem voru sammála um að þetta væri besti ís sem þau höfðu smakkað og ekki fer fjölskyldan mín að plata  Ég þori að veðja að þið eigið eftir að verða jafn hrifin og ég skora á ykkur að prófa þessa uppskrift sem allra fyrst. Lindor súkkulaðiísinn Fyrir 6 – 8 ·         20  Lindor súkkulaðikúlur (ég notaði rauðu kúlurnar) ·         1 msk rjómi ·         10 eggjarauður ·         10 msk sykur ·         500 ml rjómi ·         2 tsk vanilludropar Aðferð: 1.       Bræðið 10 súkkulaðikúlur yfir vatnsbaði. 2.       Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós. 3.       Saxið niður 10 súkkulaðikúlur mjög smátt. 4.       Þeytið rjóma og blandið honum saman við eggja-og sykurblönduna með sleikju. Því næst fer súkkulaðið saman við…

Toblerone jólaterta

Toblerone marengsterta Fyrir 8 – 10 Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Toblerone kremið góða. 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð:   Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í…

Skyramisú

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Ömmubakstur Fyrir fimm – sex   2 msk sykur 500 g vanilluskyr 250 ml rjómi, þeyttur 1 tsk vanilludropar 1 poki kleinur frá Ömmubakstri (12 kleinur, ca 250 g) 6-7 dl sterkt uppáhellt kaffi Gott kakó, magn eftir smekk Súkkulaði, smátt saxað Ber til að skreyta Aðferð: Stífþeytið rjóma ásamt tveimur matskeiðum af sykri. Blandið skyrinu og vanilludropum varlega saman við rjómann. Þrýstið aðeins á kleinurnar eða kremjið öllu heldur, veltið kleinunum upp úr heitu kaffi og skiptið þeim niður í skálar, glös eða eitt stórt fat. Setjið helminginn af skyrblöndunni ofan á kleinurnar, stráið svolitlu kakói yfir og smátt söxuðu súkkulaði. Endurtakið leikinn þar til hráefnið er búið. Í lokin er stráð vel af kakói og smátt…

Gamaldags baunasalat

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Ömmubakstur Baunasalat 2 – 3  dl majónes 1 bréf hangikjöt 1 dós niðursoðnar baunir og gulrætur ½ tsk sítrónupipar 2 egg Skonsur frá Ömmubakstri Aðferð: Sjóðið eggin og kælið. Skerið niður hangikjötið í litla bita. Blandið öllum hráefnum saman í skál og kryddið með sítrónupipar. Ég setti 2 dl af majónesi í þessa uppskrift en fékk ábendingu að það mætti alveg vera meira og þess vegna setti ég 2 – 3 dl þar sem þetta er smekksatriði. Kælið salatið áður en þið berið það fram. Ég elska þetta salat á skonsum! Íslenskt og gott. Þetta salat mun án efa vekja upp minningar, að minnsta kosti upplifði ég algjöra nostalgíu þegar ég borðaði þetta og namm hvað þetta er…

Humar risotto

Risotto með ferskum aspas og stökku beikoni 1 msk ólífuolía + klípa smjör 1 laukur 2 hvítlauksrif 4 dl arborio hrísgrjón 8 dl humarsoð (humarkraftur + soðið vatn) 2 dl hvítvín Salt og pipar 60-80 g parmesan ostur 2 msk smjör Ofan á: Smjörklípa 12 humarhalar (ca 4 humarhalar ofan á réttinn) Salt og pipar Steinselja, magn eftir smekk Ferskur nýrifinn parmesan Aðferð: Hitið ólífuolíu í potti og steikið laukinn og hvítlauk í 2-3 mínútur. Bætið arborio grjónum út í og hrærið stöðugt. Hellið hvítvíninu saman við og leyfið því að sjóða niður, hellið næst humarsoðinu smám saman við og hrærið mjög vel á milli. Bætið parmesan ostinum og smjörinu saman við í lokin og kryddið til með salti og pipar. Takið humarinn úr skelinni…

1 2 3 80