Archives

Piparkökuskyrkaka með saltaðri karamellusósu

Ég er svolítið að vinna með piparkökur og saltaða karamellusósu þessa dagana, einfaldlega vegna þess að mér þykir þessi tvenna svo óskaplega góð og hún virðist ganga með öllu! Fyrst voru það súkkulaðibollakökur og nú elsku skyrið… þessi skyrkaka er lygilega einföld og þið getið útbúið hana degi áður en þið ætlið að bera hana fram, með því móti getið þið losnað við allt auka stress 🙂  Þessi kaka er hrikalega góð og ég mæli með að þið prófið hana sem fyrst. Piparkökuskyrkaka með saltaðri karamellusósu Piparkökubotn: 400 g piparkökur 100 g smjör, brætt Aðferð: Bræðið smjör í potti og setjið piparkökurnar í matvinnsluvél og myljið fínt, þið getið líka notað kökukefli í verkið. Hellið smjörinu saman við piparkökublönduna og blandið vel saman. Hellið blöndunni…

Vikuseðill

Mánudagur: Buffaló kjúklingavængir og gráðostasósa er réttur sem er mjög viðeigandi á leikdegi. Áfram Ísland! Þriðjudagur: Ofnbakaður plokkfiskur með rúgbrauði. Einfalt og ómótstæðilega gott! Miðvikudagur: Kjúklingabitar í mangóchutney sósu með ristuðum möndlum. Fimmtudagur: Kröftug haustsúpa sem allir elska.  Föstudagur: Geggjuð pönnupizza með jalepeno osti. Helgin: Grilluð nautalund með öllu tilheyrandi, veislumatur! Bakstur helgarinnar: Franskt eggjabrauð er einfaldlega lostæti, get ekki beðið eftir að borða þetta um næstu helgi. Njótið vel. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessar uppskriftir má finna í Hagkaup.

Kristín Rannveig Haraldsdóttir

Þann áttunda september kom þessi draumadís í heiminn með hraði og við erum ástfangin upp fyrir haus af stelpunum okkar (trúi því varla að ég eigi börn í fleirtölu!). Hún hefur verið nefnd Kristín Rannveig Haraldsdóttir í höfuðið á langömmum sínum. Ingibjörg Rósa er yfir sig spennt að vera orðin stóra systir og við trúum því varla hvað hún er dugleg. Dagarnir eru heldur betur notalegir hér heima og við njótum þess að kynnast. Annars ætlaði ég bara rétt að kíkja hingað inn og segja ykkur frá nýju dásemdinni okkar. Hlakka til að deila með ykkur nóg af uppskriftum í orlofinu – þarf að byrja á því að deila með ykkur uppskrift að pekan-pæinu sem ég bakaði daginn áður en hún fæddist, ég vil meina…

Eldhúsbreytingar

*Færsla unnin í samstarfi við Granítsmiðjuna Fyrir nákvæmlega ári síðan fluttum við fjölskyldan upp á Akranes eftir þrju góð ár í Reykjavík. Ástæðan var einfaldlega sú að hér býr allt okkar fólk, við Haddi erum bæði fædd og uppalin á Akranesi og við vildum auðvitað að Ingibjörg Rósa væri nálægt sínu fólki og myndi alast upp hér. Svo spilaði það ansi stórt hlutverk að við seldum fínu íbúðina okkar í vesturbænum og gátum keypt okkur einbýlishús með dásamlegum garði í rótgrónu hverfi hér á Akranesi. Það er líka bara svo gott að búa hér, við keyrum á milli daglega í vinnu til Reykjavíkur og það er ótrúlegt hvað það hefur vanist vel og er lítið mál í sjálfu sér. Vonandi er ég búin að smita…

Brúskettur með ricotta osti og kirsuberjatómötum

Einfaldar og fljótlegar uppskriftir eru gulls í gildi, sérstaklega yfir sumartímann en þá er svo gott að geta skellt í uppskrift sem krefst ekki mikillar fyrirhafnar. Þið vitið – afþví við erum auðvitað föst í sólbaði alla daga 😉 Ég elska brúskettur og þessi uppskrift sem ég ætla að deila með ykkur er líklega sú sem ég geri oftast og mér finnst hún aldrei klikka. Hráefnin eru ekki mörg en það þarf nefnilega alls ekki að flækja málin þegar hráefnin eru svo góð.   Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum 1 fínt snittubrauð 1 msk ólífuolía 200 g ricotta ostur 20  kirsuberjatómatar 2 msk smátt söxuð basilíka ½ hvítlauksrif 1 msk ólífuolía ¼ tsk balsamikedik sítrónubörkur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður…

Heimalagað ravíoli fyllt með ricotta osti og spínati

Mér finnst mjög ólíklegt ef pastaástin mín hefur farið framhjá ykkur en sú ást stigmagnast á degi hverjum, sérstaklega eftir að ég eignaðist pastavél.. mamma mía hvað ég verð að mæla með slíku tæki í eldhúsið ef þið eruð mikið fyrir pasta og langar að prófa að búa til sjálf. Ég skil ekkert í mér að hafa ekki prófað það fyrr – það er svo lygilega einfalt að búa til pasta, ég er að segja ykkur það satt. Hér er uppskrift sem ég elska og gæti borðað í öll mál, fyllt pasta með ricotta osti og spínatfyllingu… þið verðið bara að prófa. Heimalagað ravioli með ricotta- og spínatfyllingu. Pastadeig 400 g hveiti 3 egg 4 eggjarauður 1 ½ msk ólífuolía 1 tsk salt   Aðferð:…

Vikuseðilinn – í lok maí!

Mánudagsfiskurinn er ljómandi góð ýsa í pestósósu með svörtum ólífum og parmesan. Kjúklingasalat á þriðjudegi er afar góð hugmynd, elska þetta japanska kjúklingsalat með stökkum núðlum. Spergilkálssúpa sem yljar á miðvikudegi, ágætt að hreinsa aðeins til í ísskápnun og útbúa góða og kraftmikla súpu. Fimmtudagur er hluti af helginni og þess vegna má alveg skella í litríkan og dásamlega bragðgóðan rétt sem allir í fjölskyldunni elska. Kjúklinga enchiladas með öllu tilheyrandi! Föstudagspizza – heilaga pizzakvöldið okkar! Helgarbaksturinn er ææææðisleg döðlukaka með karamellukremi. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu

Ítalskur vanillubúðingur með ástarlaldinsósu 500 ml rjómi 100 g hvítt súkkulaði 2 msk vanillusykur 1 tsk vanilluduft eða vanillukorn úr vanillustöng 2 plötur matarlím   Aðferð Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í 4 – 6 mínútur. Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkkulaði saman og bræðið í rólegheitum. Hrærið í á meðan og þegar súkkulaðið er bráðnað bætið þið vanillusykri og vanilludufti saman við,  í lokin kreistið þið vökvann frá matarlímsblöðum og hrærið út í vanillublönduna. Hellið í skálar og geymið í kæli að minnsta kosti í tvær til þrjár klukkustundir, best yfir nótt. Ástaraldinsósa 3 ástaraldin 3  tsk flórsykur Aðferð: Skafið innan úr ástaraldin ávextinum og blandið saman við smá flórsykur, setjið yfir vanillubúðinginn áður en þið berið hann fram og…

Sykursætur sumardagur

Gærdagurinn var ansi ljúfur og fyrsti alvöru sumardagurinn, get ekki beðið eftir fleiri svona dögum. Ég fór í langan brunch með vinkonum mínum og svo röltum við um miðbæinn, fengum okkur vöfflu og sátum að kjafta í sólinni. Verí næs! Þegar ég kom heim tóku Haddi og Ingibjörg Rósa á móti mér á pallinum og við héldum áfram að hafa gaman í sólinni, er ég búin að nefna sól? haha. Vítamínsprauta og litlan elskar að vera úti í góða veðrinu, það verður allt miklu betra í góða veðri – en þið vitið það svosem alveg. Ég tók nokkrar myndir í gær og langar að deila þeim með ykkur. Halló sumar! xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Bóndagurinn – þriggja rétta lúxus máltíð

Ég gleymdi ekki bóndadeginum en ég var hins vegar ekki nógu sniðug og búin að plana einhver huggulegheit í morgunsárið, sem betur fer var Hadda boðið í bóndadagskaffi á leikskólanum hjá dóttur okkar. Þannig dagurinn byrjaði vel hjá Hadda og ég hef enn tíma til þess að bæta upp fyrir þessi mistök í morgunsárið.  Í kvöld ætla ég að minnsta kosti að elda eitthvað ofsalega gott og hef augastað á nautakjöti með heimalagaðri bernaise sósu… og steiktum kartöflubátum. Hér fyrir neðan er tillaga að fullkomun þriggja rétta kvöldverð sem þið getið borið fram í kvöld eða á morgun.. eða á sunnudaginn. Þessi þrenna mun aldeilis ekki klikka, því get ég lofað ykkur. Silkimjúkt risotto með ferskum aspas og steiktu beikoni. Himnasæla, já himnasæla. Uppskriftin er…

1 2 3 74