Archives

Egg Benedict

Mesti lúxus morgunverðarréttar fyrr og síðar hlýtur að vera egg Benedict. Hann sameinar allt það góða í heiminum myndi ég segja. Það er ekki að ástæðulausu að þetta er einn vinsælasti brunchréttur í heimi og ég er kolfallin fyrir réttinum. Gott súrdeigsbrauð hráskinku, hleyptu eggi og hollandaise sósu? Ég meina, þetta er uppskrift að hamingju! 4 egg 2 l vatn 2 tsk salt 4 sneiðar af góðri skinku Gott brauð, til dæmis súrdeigsbrauð, skorið í fremur grófar sneiðar 2 msk smjör Hollandaise sósa 2 lárperur 1 msk saxaður graslaukur, steinselja eða spírur Aðferð: Skerið brauðið í þykkar sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið smávegis af olíu yfir og hitið í ofni í 5 – 7 mínútur við 180°C. Hleypt egg eru linsoðin án skurnar….

Jólaísinn minn

Jólaísinn er alltaf sérstaklega góður og fyrsti skammturinn rann ljúflega niður í matargesti kvöldsins sem voru sammála um að þetta væri besti ís sem þau höfðu smakkað og ekki fer fjölskyldan mín að plata  Ég þori að veðja að þið eigið eftir að verða jafn hrifin og ég skora á ykkur að prófa þessa uppskrift sem allra fyrst. Lindor súkkulaðiísinn Fyrir 6 – 8 ·         20  Lindor súkkulaðikúlur (ég notaði rauðu kúlurnar) ·         1 msk rjómi ·         10 eggjarauður ·         10 msk sykur ·         500 ml rjómi ·         2 tsk vanilludropar Aðferð: 1.       Bræðið 10 súkkulaðikúlur yfir vatnsbaði. 2.       Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós. 3.       Saxið niður 10 súkkulaðikúlur mjög smátt. 4.       Þeytið rjóma og blandið honum saman við eggja-og sykurblönduna með sleikju. Því næst fer súkkulaðið saman við…

Toblerone jólaterta

Toblerone marengsterta Fyrir 8 – 10 Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Toblerone kremið góða. 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð:   Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í…

Skyramisú

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Ömmubakstur Fyrir fimm – sex   2 msk sykur 500 g vanilluskyr 250 ml rjómi, þeyttur 1 tsk vanilludropar 1 poki kleinur frá Ömmubakstri (12 kleinur, ca 250 g) 6-7 dl sterkt uppáhellt kaffi Gott kakó, magn eftir smekk Súkkulaði, smátt saxað Ber til að skreyta Aðferð: Stífþeytið rjóma ásamt tveimur matskeiðum af sykri. Blandið skyrinu og vanilludropum varlega saman við rjómann. Þrýstið aðeins á kleinurnar eða kremjið öllu heldur, veltið kleinunum upp úr heitu kaffi og skiptið þeim niður í skálar, glös eða eitt stórt fat. Setjið helminginn af skyrblöndunni ofan á kleinurnar, stráið svolitlu kakói yfir og smátt söxuðu súkkulaði. Endurtakið leikinn þar til hráefnið er búið. Í lokin er stráð vel af kakói og smátt…

Gamaldags baunasalat

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Ömmubakstur Baunasalat 2 – 3  dl majónes 1 bréf hangikjöt 1 dós niðursoðnar baunir og gulrætur ½ tsk sítrónupipar 2 egg Skonsur frá Ömmubakstri Aðferð: Sjóðið eggin og kælið. Skerið niður hangikjötið í litla bita. Blandið öllum hráefnum saman í skál og kryddið með sítrónupipar. Ég setti 2 dl af majónesi í þessa uppskrift en fékk ábendingu að það mætti alveg vera meira og þess vegna setti ég 2 – 3 dl þar sem þetta er smekksatriði. Kælið salatið áður en þið berið það fram. Ég elska þetta salat á skonsum! Íslenskt og gott. Þetta salat mun án efa vekja upp minningar, að minnsta kosti upplifði ég algjöra nostalgíu þegar ég borðaði þetta og namm hvað þetta er…

Humar risotto

Risotto með ferskum aspas og stökku beikoni 1 msk ólífuolía + klípa smjör 1 laukur 2 hvítlauksrif 4 dl arborio hrísgrjón 8 dl humarsoð (humarkraftur + soðið vatn) 2 dl hvítvín Salt og pipar 60-80 g parmesan ostur 2 msk smjör Ofan á: Smjörklípa 12 humarhalar (ca 4 humarhalar ofan á réttinn) Salt og pipar Steinselja, magn eftir smekk Ferskur nýrifinn parmesan Aðferð: Hitið ólífuolíu í potti og steikið laukinn og hvítlauk í 2-3 mínútur. Bætið arborio grjónum út í og hrærið stöðugt. Hellið hvítvíninu saman við og leyfið því að sjóða niður, hellið næst humarsoðinu smám saman við og hrærið mjög vel á milli. Bætið parmesan ostinum og smjörinu saman við í lokin og kryddið til með salti og pipar. Takið humarinn úr skelinni…

SPICY NOODLE – LOCAL X EVA LAUFEY (SAMSTARF)

Eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið að er án efa að útbúa þrjú gómsæt salöt sem þið finnið á matseðli Local út júní. Ég var ekki lengi að segja já þegar ég var beðin um þetta verkefni þar sem ég hef sjálf verslað mikið á Local undanfarin ár og mér þykir salöt einstaklega góð máltíð, sérstaklega ef þau eru svolítið djúsí. Ég setti þess vegna saman þrjú salöt sem eru afar ólík og þegar ég setti þau saman þá horfði ég mikið á bloggið og uppskriftirnar hér inni, því ég fæ best innsýn hvað fólk hefur áhuga á með því að skoða gamlar færslur og uppskriftir. Ein vinsælasta uppskriftin á blogginu er meðal annars kjúklingasalat með jarðarberjum, bragðmikilli sósu og nachos flögum. Þannig ég…

BANOFEE PIE

Uppáhalds pæið mitt án efa – karamellupæ með bönunum og sætum rjóma. Sjómannadagurinn í dag og því er heldur betur tilefni til þess að skella í eina böku. Botn: 400 g kexkökur (ég nota yfirleitt digestive kex) 170 g smjör, brætt 2 tsk sykur Aðferð: Setjið hráefnin í blandara/matvinnsluvél þar til kexblandan er orðin að fínni mylsnu. Setjið kexblönduna í hringlaga bökuform (helst smelluform) og þrýstið blöndunni vel í formið og upp með börmum á forminu. Kælið bökuskelina í 30 mínútur. Fylling: 550 Dulce de leche karamella 2 bananar Aðferð: Hellið karamellunni í bökuskelina, skerið niður banana og raðið yfir karamelluna. Kælið bökuna í lágmark klukkustund – því lengur því stífari verður karamellan. Sætur rjómi 400 ml 2 msk sykur 50 g suðusúkkulaði Aðferð: Setjið…

SNICKERS HRÁKAKA

Ég er komin með algjört æði fyrir hrákökum og gerði þessi snickers hráköku um daginn sem ég verð að deila með ykkur. Mér finnst hún æðislega góð! Ég nota lítið form eða 15 cm hringlaga en það má auðvitað nota hvaða form sem er eða tvöfalda uppskriftina. Best er að nota smelluform eða setja bökunarpappír í botninn á forminu svo auðvelt sé að ná kökunni upp úr forminu. Snickers Hrákaka Botn: 1,5 dl salthnetur 1,5 dl möndlur (með eða án hýðis) 2 msk hnetusmjör ögn af salti 2 msk kókosolía (brædd) Aðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið, setjið fyllinguna í bökuform og þrýstið vel í formið. Kælið botninn í ísskáp eða í frysti í smá stund á meðan þið útbúið fyllinguna. Fylling: 180…

TORTILLABITAR MEÐ RJÓMAOSTI

Innihald:500 g rjómaostur1 stk lítill blaðlaukur1 stk lítil rauð paprika1 mexíkóostur3 dl pepperoni, smátt saxað1 krukka salsasósa 1/2 rauðlaukur Nachos flögur, magn eftir smekk6 stk tortillakökur (6-8 stk) Kóríander til skrauts, má sleppa. Aðferð: Skerið hráefnin mjög smátt og hrærið öllu saman við rjómaostin Smyrjið fyllingunni á tortillavefjur, setjið smá af salsasósu yfir og myljið sömuleiðis nachos flögum yfir. Rúllið vefjunum upp og skerið í litla bita. Skreytið gjarnan með kóríander. Njótið vel og Áfram Ísland!! xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

1 2 3 80