Archives

Allir geta dansað – fyrsti þáttur í kvöld í OPINNI dagskrá á Stöð 2

Er ekki gott ráð að skella sér beint úr fæðingarorlofi í glimmerkjól?! Ég get ekki beðið eftir kvöldinu en það er komið að fyrsta þætti í Allir geta dansað. Ég mæli innilega með að þið komið ykkur vel fyrir framan sjónvarpið klukkan 19:10 og horfið! Í alvöru talað þá hef ég sjaldan séð jafn flott show og danspörin eru svo geggjuð – eins og þið heyrið þá er ég mjög spennt fyrir þessu og vona að þið séuð það líka.   Fyrsti þátturinn er í opinni dagskrá klukkan 19:10 á Stöð 2. 

Súkkulaðipæ með saltaðri karamellu og súkkulaðikremi

Ljósmynd: Karl Petersson   Súkkulaðipæ með saltaðri karamellu og súkkulaðikremi Þetta pæ er fullkomið að mínu mati – það sameinar það sem flestum þykir best Oreo, karamellusósu og súkkulaðikrem með sjávarsalti…. er hægt að biðja um meira?  Botn: 300 g Oreo kexkökur 100 g smjör, brætt Aðferð: Setjið Oreo kökurnar í matvinnsluvél og maukið, bræðið smjörið og hellið saman við kexið. Hellið kexblöndunni í pæ form og þrýstið kexblöndunni á botninn á forminu og upp með börmunum. Setjið inn í kæli á meðan fyllingin er útbúin. Heit karamellusósa: 120 g smjör 1 1/2 dl rjómi 120 g púðursykur sjávarsalt Aðferð: Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum eða þar til karamellan hefur náð ágætri þykkt. Setjið örlítið…

Ofnbakaður lax með kúskús og léttri fetaostjógúrtsósu

Ofnbakaður lax með kúskús og léttri fetaostjógúrtsósu 800 g beinhreinsað laxaflak með roði Salt og pipar 1 sítróna, börkur og safi graslaukur 1 hvítlauksrif 3-4 msk smjör Ólífuolía Aðferð: Leggið laxaflakið í eldfast mót, kryddið til með salti, pipar og nýrifnum sítrónuberki. Hellið smávegis af ólífuolíu yfir fiskinn og skerið smjörið í litla bita og leggið yfir. Rífið niður hvítlauk og sáldrið yfir ásamt smátt söxuðum graslauk. Eldið fiskinn í ofni við 180°C í 13 – 15 mínútur. Á meðan fiskurinn er í ofninum útbúið þið einfalt meðlæti, að þessu sinni æðislegt kúskús með papriku og kóríander. Kúskús 200 g hreint kús kús ½ kjúklingateningur salt og pipar 1 tsk rifinn sítrónubörkur 1 rauð paprika handfylli kóríander 1 dl fetaostur Aðferð Setjið kúskús í skál og…

Ofnbökuð epli með vanillu-og hunangsjógúrti

*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við Kelloggs á Íslandi. Ofnbökuð epli með stökku múslí er virkilega gómsætur morgunverður eða eftirréttur.. það er ekki oft sem morgunmatur getur vel verið góður eftirréttur en þessi uppskrift er einmitt þannig og ég verð að hvetja ykkur til þess að prófa, strax í dag helst! Silkimjúk epli með kanilkeim fyllt með stökku múslí og borið fram með grísku jógúrti, hunangi og hindberjum. Einfalt og stórkostlegt! Ofnbökuð epli með vanillu-og hunangsjógúrti Fyrir 2 2 epli, það má nota hvaða tegund sem er 1 tsk kanill 1 msk smjör KELLOGGS múslí með ávöxtum 150 g grískt jógúrt fræin úr hálfri vanillustöng 1 msk hunang Hindber Aðferð: Hitið ofninn í 180°C Skerið eplin í tvennt og kjarnhreinsið, til dæmis…

Himneskar súkkulaðibitakökur með sjávarsalti

Ég veit fátt betra en nýbakaðar, dúnmjúkar súkkulaðibitakökur með ísköldu mjólkurglasi…. kökulöngunin getur komið upp hvenær sem er og þess vegna er gott að luma á einfaldri uppskrift að himneskum súkkulaðibitakökum með sjávarsalti. Það sem ég elska mest við þessar kökur, fyrir utan það hvað þær eru góðar er að ég frysti yfirleitt helminginn af deiginu og þess vegna get ég alltaf gripið í það deig og skellt í ofninn og þá er ég komin með nýbakaðar kökur á örfáum mínútum. Ekki að það taki langan tíma að útbúa deigið þá er þolinmæðin ekki upp á marga fiska suma daga og ég þarf mínar kökur! Þetta er auðvitað brjóstagjöfin sem kallar á þetta, annars væri ég auðvitað að fasta eftir klukkan 20.00 á kvöldin. Sagði…

Piparkökuskyrkaka með saltaðri karamellusósu

Ég er svolítið að vinna með piparkökur og saltaða karamellusósu þessa dagana, einfaldlega vegna þess að mér þykir þessi tvenna svo óskaplega góð og hún virðist ganga með öllu! Fyrst voru það súkkulaðibollakökur og nú elsku skyrið… þessi skyrkaka er lygilega einföld og þið getið útbúið hana degi áður en þið ætlið að bera hana fram, með því móti getið þið losnað við allt auka stress 🙂  Þessi kaka er hrikalega góð og ég mæli með að þið prófið hana sem fyrst. Piparkökuskyrkaka með saltaðri karamellusósu Piparkökubotn: 400 g piparkökur 100 g smjör, brætt Aðferð: Bræðið smjör í potti og setjið piparkökurnar í matvinnsluvél og myljið fínt, þið getið líka notað kökukefli í verkið. Hellið smjörinu saman við piparkökublönduna og blandið vel saman. Hellið blöndunni…

Vikuseðill

Mánudagur: Buffaló kjúklingavængir og gráðostasósa er réttur sem er mjög viðeigandi á leikdegi. Áfram Ísland! Þriðjudagur: Ofnbakaður plokkfiskur með rúgbrauði. Einfalt og ómótstæðilega gott! Miðvikudagur: Kjúklingabitar í mangóchutney sósu með ristuðum möndlum. Fimmtudagur: Kröftug haustsúpa sem allir elska.  Föstudagur: Geggjuð pönnupizza með jalepeno osti. Helgin: Grilluð nautalund með öllu tilheyrandi, veislumatur! Bakstur helgarinnar: Franskt eggjabrauð er einfaldlega lostæti, get ekki beðið eftir að borða þetta um næstu helgi. Njótið vel. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessar uppskriftir má finna í Hagkaup.

Kristín Rannveig Haraldsdóttir

Þann áttunda september kom þessi draumadís í heiminn með hraði og við erum ástfangin upp fyrir haus af stelpunum okkar (trúi því varla að ég eigi börn í fleirtölu!). Hún hefur verið nefnd Kristín Rannveig Haraldsdóttir í höfuðið á langömmum sínum. Ingibjörg Rósa er yfir sig spennt að vera orðin stóra systir og við trúum því varla hvað hún er dugleg. Dagarnir eru heldur betur notalegir hér heima og við njótum þess að kynnast. Annars ætlaði ég bara rétt að kíkja hingað inn og segja ykkur frá nýju dásemdinni okkar. Hlakka til að deila með ykkur nóg af uppskriftum í orlofinu – þarf að byrja á því að deila með ykkur uppskrift að pekan-pæinu sem ég bakaði daginn áður en hún fæddist, ég vil meina…

Eldhúsbreytingar

*Færsla unnin í samstarfi við Granítsmiðjuna Fyrir nákvæmlega ári síðan fluttum við fjölskyldan upp á Akranes eftir þrju góð ár í Reykjavík. Ástæðan var einfaldlega sú að hér býr allt okkar fólk, við Haddi erum bæði fædd og uppalin á Akranesi og við vildum auðvitað að Ingibjörg Rósa væri nálægt sínu fólki og myndi alast upp hér. Svo spilaði það ansi stórt hlutverk að við seldum fínu íbúðina okkar í vesturbænum og gátum keypt okkur einbýlishús með dásamlegum garði í rótgrónu hverfi hér á Akranesi. Það er líka bara svo gott að búa hér, við keyrum á milli daglega í vinnu til Reykjavíkur og það er ótrúlegt hvað það hefur vanist vel og er lítið mál í sjálfu sér. Vonandi er ég búin að smita…

Brúskettur með ricotta osti og kirsuberjatómötum

Einfaldar og fljótlegar uppskriftir eru gulls í gildi, sérstaklega yfir sumartímann en þá er svo gott að geta skellt í uppskrift sem krefst ekki mikillar fyrirhafnar. Þið vitið – afþví við erum auðvitað föst í sólbaði alla daga 😉 Ég elska brúskettur og þessi uppskrift sem ég ætla að deila með ykkur er líklega sú sem ég geri oftast og mér finnst hún aldrei klikka. Hráefnin eru ekki mörg en það þarf nefnilega alls ekki að flækja málin þegar hráefnin eru svo góð.   Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum 1 fínt snittubrauð 1 msk ólífuolía 200 g ricotta ostur 20  kirsuberjatómatar 2 msk smátt söxuð basilíka ½ hvítlauksrif 1 msk ólífuolía ¼ tsk balsamikedik sítrónubörkur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður…

1 2 3 75