Ég elska, elska, elska amerískar pönnukökur með allskyns góðgæti og þessar einföldu pönnukökur með Nutella eru algjört sælgæti. Ég bakaði þessar í gær, jájá konur sem eru komnar 38 vikur á leið þurfa ekki að afsaka pönnukökubakstur í virkum dögum 😉 Ég fékk allt í einu löngun í pönnukökur og var ekki lengi að skella í þessar enda er uppskriftin afar einföld og fljótleg… sem er alltaf plús og ég verð að mæla með að þið prófið þessar sem allra fyrst. Nutella pönnukökur 260 g hveiti 2 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 3 msk sykur 2 tsk vanilla 2 egg 4 msk smjör, brætt 250 ml mjólk Nutella, magn eftir smekk Aðferð: Blandið þurrefnum saman í skál. Pískið eggin saman við mjólk og vanilludropa. Bræðið…