Archives

Nutella pönnukökur

Ég elska, elska, elska amerískar pönnukökur með allskyns góðgæti og þessar einföldu pönnukökur með Nutella eru algjört sælgæti. Ég bakaði þessar í gær, jájá konur sem eru komnar 38 vikur á leið þurfa ekki að afsaka pönnukökubakstur í virkum dögum 😉 Ég fékk allt í einu löngun í pönnukökur og var ekki lengi að skella í þessar enda er uppskriftin afar einföld og fljótleg… sem er alltaf plús og ég verð að mæla með að þið prófið þessar sem allra fyrst. Nutella pönnukökur 260 g hveiti 2 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 3 msk sykur 2 tsk vanilla 2 egg 4 msk smjör, brætt 250 ml mjólk Nutella, magn eftir smekk Aðferð: Blandið þurrefnum saman í skál. Pískið eggin saman við mjólk og vanilludropa. Bræðið…

Easy like sunday morning

Nýbakaðar pönnukökur, dásamlegur kaffiilmur, fólkið mitt og fullkomið haustveður, bara ef allir sunnudagar væru svo fullkomnir. Og já hreint heimili, ég segi ykkur þetta satt. Svona dagar eru afskaplega notalegir og því er nauðsynlegt að njóta þeirra. Ég elska pönnukökur eins og þið hafið eflaust tekið eftir í gegnum tíðina og í morgun þá prófaði ég að sleppa súrmjólkinni sem ég er vön að nota í pönnukökurnar og útkoman var ansi ljúffeng og verð ég að deila uppskriftinni með ykkur. Það má nú kannski fylgja sögunni að ástæðan fyrir því að ég sleppti súrmjólkinni er einfaldlega vegna þess að ég var of löt til þess að skjótast út í búð, there i said it. Pönnukökurnar runnu ljúft niður með bönunum, sírópi, súkkulaðismjöri og ferskum bláberjum….

Amerískur pönnukökur með bönunum og ljúffengu sírópi

Æ það er í alvöru talað eitt það besta að byrja daginn á pönnukökubakstri, það gerist eingöngu á frídögum og ég nýt þess í botn. Uppskriftin hér fyrir neðan er ótrúlega einföld og þægileg, sem er plús. Við viljum ekkert flækja hlutina snemma á morgnana. Ég bæti stundum bönunum út í deigið og mér þykir það æðislega gott, en auðvitað má sleppa því eða bæta einhverju öðru góðu út í deigið. Amerískar pönnukökur með bönunum Hráefni 1 egg 5 dl KORNAX hveiti 3 tsk lyftiduft 1/2 tsk. Salt 3 msk. Smjör ( brætt) 4 dl. Mjólk (Ef ykkur finnst deigið of þykkt þá bætið þið meiri mjólk út í) 1 tsk vanillusykur 1 banani Aðferð: Sigtið saman hveiti, lyftidufti og salt í skál. Bræðið smjör,…

Íslenskar pönnukökur með Nutella og bönunum

Í morgun langaði mig svo í pönnukökur og auðvitað skellti ég í þessar einföldu og bragðgóðu pönnsur sem flestir kannast við. Íslenskar pönnukökur eru virkilega góðar og hægt að bera þær fram á ýmsa vegu t.d. með morgunkaffinu, í kaffitímanum með sultu og rjóma og svo í eftirrétt með ferskum berjum, súkkulaðisósu og ís. Það tekur enga stund að búa til ljúffengar pönnukökur og ilmurinn sem fer um heimilið er dásamlegur. Svona eins og að koma heim til ömmu á sunnudegi, það er nú ekkert sem toppar það. Amma hans Hadda bakar bestu pönnukökur sem ég hef smakkað og hún hefur gefið mér góð ráð varðandi pönnukökubaksturinn og pönnukökurnar mínar eru strax betri eftir að ég fór að hennar ráðum. Ömmur eru gull.   Íslenskar…

Glútenlausar og gómsætar bláberjapönnukökur

  Glútenlausar og gómsætar bláberjapönnukökur 5 dl Finax fínt  mjöl 4 msk brætt smjör 1 tsk. Vínsteinslyftiduft Salt á hnífsoddi 2 tsk. Góð vanilla (vanilla extract eða vanillusykur) 2 dl mjólk 1 ½ dl AB mjólk (eða önnur hrein súrmjólk) 1 – 2 msk sykur 2 – 3 dl bláber (fersk eða frosin)    Aðferð: Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt. Bræðið smjör, leggið til hliðar og kælið. Pískið eitt egg og mjólk saman. Næsta skref er að blanda öllum hráefnum vel saman í skál með sleif. Bætið bláberjum saman við deigið í lokin með sleif. Leyfið deiginu að standa í 30 – 60 mínútur áður en þið steikið pönnukökurnar.  Hitið smjör á pönnukökupönnu og steikið pönnukökurnar í ca. mínútu eða tvær á hvorri hlið….