Tryllingslega góð ostaídýfa


eru eflaust margir að skipuleggja EM kvöld með vinum og fjölskyldunni, mér
fannst þess vegna tilvalið að deila með ykkur uppskrift að æðislegri ídýfu sem
ég fæ ekki nóg af. Ég elska ost og hann fer með aðalhlutverk í þessari sósu,
það er nauðsynlegt að nota Cheddar ostinn en hann gefur sósunni mikið bragð og
er einstaklega fallegur á litinn. Það tekur enga stund að útbúa sósuna og ég
þori að veðja að þið eigið eftir að slá í gegn með því að bjóða upp á hana með
góðu snakki. Ég mun tvímælalaust gera sósuna aftur og aftur!  En hér er uppskriftin, ég vona að þið njótið vel.

Æðisleg ostaídýfa borin fram með Doritos flögum

Hráefni:
  • 1 msk ólífuolía
  • 1 laukur
  • 1 rautt chili
  • 1 rauð paprika
  • 2 msk smátt saxað kóríander
  • 1 poki rifinn ostur
  • 125 g hreinn rjómaostur
  • 450 g Cheddar ostur
  • 1 – 2 dl rjómi (jafnvel meiri ef ykkur finnst ídýfan of þykk)
  • ½ – 1 tsk cayenne pipar
  • salt og pipar
  • 1 poki Doritos

 

Aðferð:
  1. Hitið olíu á pönnu eða í potti.
  2. Saxið lauk, chili og papriku smátt og
    steikið upp úr olíunni í 1 – 2 mínútur eða þar til laukurinn verður glær.
  3. Rífið niður cheddar ostinn og bætið út í pottinn ásamt öðrum hráefnum.
  4. Leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum, bætið vökvanum saman við í nokkrum
    pörtum. Byrjið á því að setja minna en meira.
  5. Hrærið stöðugt í sósunni og smakkið ykkur til með salti, pipar og cayenne pipar.
  6. Þegar þið eruð ánægð með þykktina þá getið þið borið sósuna fram með góðu
    snakki.

 

Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin
í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

 

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

  • Það gekk bara ekkert hjá mér að bræða mozarella ostinn, eða sko hann bráðnaði, en samlagaðist hinu ekki, þannig þetta varð bara ostaklumpur í rjómasósu. Var ég bara of óþolinmóð við þetta (fannst ég hita þetta heillengi)? Eða væri betra að nota annan ost með cheddarnum?

    kv. Ragna

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *