Vikuseðill.

 

Mánudagur: Á mánudögum finnst mér best að fá góðan fisk og þessi villti lax með blómkálsmauki og ferskum aspas er afar ljúffengur.

 

 

Þriðjudagur: Brakandi ferskt og gott kjúklingasalat sem ég fæ ekki nóg af.
Miðvikudagur: Þessi súpa yljar á köldum dögum og er einstaklega bragðgóð.
Fimmtudagur: Mér finnst eiginlega nauðsynlegt að hafa fisk á matseðlinum tvisvar í viku, þessi fiskréttur er afar djúsí og góður. Hentar því vel á fimmtudagskvöldi!
Föstudagur: Það er eins og það sé óskrifuð regla að bjóða upp á pizzu á föstudagskvöldi, þessi grænmetispizza er bæði holl og góð.
Laugardagur: Mexíkóskur hamborgari sem er stútfullur af allskonar góðgæti, þennan verðið þið að prófa.
Helgarbaksturinn: Syndsamlega góð Oreo brownie…namminamm, ég hlakka til helgarinnar.
Ég vona að þið eigið góða viku framundan.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni sem notað er í þessar uppskriftir fæst í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *