Archives

Sítrónupasta og ljúffengt Mozzarella salat

Uppáhalds réttirnir mínir þessa stundina eru þessir tveir þ.e.a.s. sítrónupasta og Mozzarella salat  – ég hef sagt ykkur áður hvað ég elska pasta og það stigmagnast bara með degi hverjum (mögulega skelli ég þessu á óléttuna, haha). Ég gæti borðað Mozzarella ost í hvert mál – hann er svo góður eins og þið vitið og er auðvitað fullkominn með tómötum sem ég fæ heldur ekki nóg af þessa dagana.. semsagt ég fæ ekki nóg af neinu og borða mikið 😉 Hér að neðan er uppskrift að einfaldasta en jafnframt afar ljúffengum pastarétt og Mozzarella salati sem þið verðið að prófa. Sítrónupasta og ljúffengt mozzarellasalat * Fyrir þrjá til fjóra Hráefni: Spaghettí ca. 350 g salt ólífuolía 60 g smjör 140 g klettasalat handfylli fersk basilíka…

Pulled pork hamborgarar með hrásalati

Pulled pork hamborgarar með hrásalati Hamborgarabrauð 470 g hveiti 3 tsk þurrger 1 tsk hunang 250 g volgt vatn 1 tsk salt 1 dl ólífuolía 1 egg, pískað Ofan á : Egg Sesamfræ Aðferð: Setjið þurrger og hunang út í volgt vatn og hrærið, um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin og þá má bæta hveitinu, saltinu, pískuðu eggi og ólífuolíu saman við. Þegar deigið er orðið þétt og fínt þá stráið þið hveiti á borðflöt og hnoðið deigið.  Setjið deigið í hreina skál og leyfið því að hefast í um það bil klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið deiginu í jafn stóra bita og mótið hvern bita í kúlu, leggið þær síðan á pappírsklædda ofnplötu…

Laxatacos með mangósalsa og kóríandersósu

Laxa tacos Uppskrift.  600 – 700 g lax, skorinn í litla teninga 2 msk ólífuolía 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd salt og pipar, magn eftir smekk 1 hvítlauksrif Við steikingu: 1 msk ólífuolía 1 límóna 1 msk sesamfræ Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita, kryddið til með kryddunum sem eru talin upp hér að ofan og bætið olíunni saman við. Rífið niður hvítlauk og bætið honum saman við. Hitið ólífuolíu á pönnu, steikið fiskinn í nokkrar mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Sáldrið sesamfræjum yfir fiskinn í lokin og kreistið safann úr hálfri límónu yfir fiskinn. Blandið laxinum saman við mangósalsa og berið fram í tacoskeljum. Mangósalsa 1 ferskt mangó í teningum 1 rauðlaukur, meðalstór fínsaxaður ½ agúrka, smátt…

Grilluð nautalund með kartöflusalati og villisveppasósu

Grilluð nautalund 800 g nautalund ólífuolía salt og pipar steinselja Aðferð: Skerið nautalundina í jafn stóra bita, ca. 200 – 250 g á mann. Veltið kjötinu upp úr ólífuolíu, salti, pipar og smátt saxaðari steinselju. Grillið kjötið í ca. 4 mínútur á hvorri hlið en steikingartíminn fer vissulega eftir smekk. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið berið það fram. Sveppasósa 10 sveppir Smjör ½ villisveppaostur 250 ml rjómi ½ – 1 teningur nautakraftur salt og pipar Aðferð: Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman við ásamt smátt skornum villisveppaosti, lækkið hitann og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum í rjómanum á meðan þið hrærið í. Bætið nautakraftstening út í og kryddið eftir…

Grilluð tortillapizza með hvítlauksrækjum

Grilluð tortilla pizza með risarækjum, rjómaosti og fersku salsa Hvítlauksrækjur 300 g risarækjur 2 – 3 msk ólífuolía 50 g smjör, brætt 2 hvítlauksrif 1/2 rautt chilialdin safi úr hálfri sítrónu salt og pipar 1 msk smátt söxuð steinselja Aðferð: Skolið rækjurnar vel og þerrið, veltið síðan rækjunum upp úr ólífuolíu, smjöri, nýrifnum hvítlauk, smátt söxuðu chili, salti, pipar og steinselju eða kóríander. Þræðið rækjurnar því næst upp á grillspjót og grillið í 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Tortillapizzur Tortillakökur Hreinn rjómaostur Risarækjur Ólífuolía Aðferð: Smyrjið tortillakökur með hreinum rjómaosti, sáldrið rifnum osti yfir og kryddið til með salti og pipar. Raðið rækjunum yfir og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir. Leggið tortilla kökuna á álpappír sem er…

Grillaður lax með sítrónu, fetaosti, hvítlauk og kirsuberjatómötum

Grillaður lax með sítrónu, kirsuberjatómötum og hvítlauk 700 g lax, beinhreinsaður 1 msk ólífuolía salt og pipar 1 hvítlauksrif 10 kirsuberjatómatar sítróna 1 ½ dl fetaostur 1 msk graslaukur, smátt saxaður Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita og raðið honum í álbakka eða á álpappír, dreifið olíu yfir laxinn og kryddið með salti og pipar. Rífið niður eitt hvítlauksrif, skerið niður tómata og graslauk og dreifið yfir laxinn. Skerið sítrónu í sneiðar og leggið eina sneið yfir hvern bita ásamt því að mylja fetaost yfir í lokin. Grillið í 5 – 7 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Grillaður aspas Ferskur aspas Ólífuolía Sítrónusafi Salt og pipar Smjör Aðferð: Snyrtið aspasinn vel og skerið trénaða hlutann af, það er gott ráð…

Brúskettur með ricotta osti og kirsuberjatómötum

Einfaldar og fljótlegar uppskriftir eru gulls í gildi, sérstaklega yfir sumartímann en þá er svo gott að geta skellt í uppskrift sem krefst ekki mikillar fyrirhafnar. Þið vitið – afþví við erum auðvitað föst í sólbaði alla daga 😉 Ég elska brúskettur og þessi uppskrift sem ég ætla að deila með ykkur er líklega sú sem ég geri oftast og mér finnst hún aldrei klikka. Hráefnin eru ekki mörg en það þarf nefnilega alls ekki að flækja málin þegar hráefnin eru svo góð.   Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum 1 fínt snittubrauð 1 msk ólífuolía 200 g ricotta ostur 20  kirsuberjatómatar 2 msk smátt söxuð basilíka ½ hvítlauksrif 1 msk ólífuolía ¼ tsk balsamikedik sítrónubörkur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður…

Sushi – Humarrúlla með chili majónesi

Guðdómlegt sushi með djúpsteiktum humar og bragðmikilli chilisósu   Hráefnin sem þið þurfið í rúlluna: Sushi hrísgrjón 600 g skelflettur humar Tempura deig Ferskur aspas, soðinn í söltu vatni í 3 mínútur agúrka, skorin í þunnar og langar sneiðar rauð paprika, skorin þunnar og langar sneiðar lárpera ferskur kóríander chili majónes pikklaður engifer wasabi mauk sojasósa Nori blöð Sushi hrísgrjón 350 g sushi hrísgrjón 7 ½ dl vatn salt hrísgrjónaedik 1 tsk sykur Aðferð Skolið hrísgrjónin mjög vel, mér finnst best að skola þau í góðu sigti. Það tekur svolitla stund eða um 5 – 7 mínútur. Leggið hrísgrjónin í bleyti í köldu vatni í um það bil tvær klukkustundir, skiptið um vatn 2 – 3 sinnum. Setjið hrísgrjónin út í kalt vatn í þykkbotna…

Sashimi salat með ponzusósu

Sashimi salat með ponzusósu   Ákaflega einföld uppskrift að sumarlegu sushi sem er tilvalið  sem forréttur eða léttur aðalréttur. Hráefni: 300 g lax, beinhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar 1 lárpera, vel þroskað 1 mangó, vel þroskað Blandað salat 1 dl límónusafi ¾ dl sojasósa ½ rautt chili 1 ½ msk kóríander ¼ tsk rifið engifer 1 msk vorlaukur, smátt skorinn sesamfræ, ristuð Aðferð Best er að byrja á Ponzusósunni en það er japönsk sósa sem gerð er úr sojasósu og límónusafa.  Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél eða hrærið saman í skál, þannig verður sósan örlítið grófari en báðar aðferðirnar eru jafn góðar. Geymið í kæli á meðan þið setjið laxinn á disk. Skerið laxinn, mangó og lárperu afar þunnt og raðið á stórt…

Sælkerasalat með mozzarella og hráskinku

Mér finnst voða  gott að skella í einföld og bragðgóð salöt, það sakar ekki ef uppskriftin er einnig fljótleg. Þetta sælkerasalat er einmitt eitt af þeim og þegar mig langar í eitthvað létt og gott þá verður salatið yfirleitt fyrir valinu, eins er tilvalið að bera það fram í saumaklúbbnum, það er svo gott að hafa smá salat með öllum kökunum. Góð hráefni gegna lykilhlutverki í uppskriftinni og þau fá svo sannarlega að njóta sín.     Sælkerasalat 150 g klettasalat2 kúlur Mozzarella ostur300 – 400 g hráskinka1 askja kirsuberjatómatar8 – 10 jarðaberRistaðar furuhnetur, magn eftir smekkBalsamik gljáiAðferð: Leggið klettasalatið á fallegan disk, skerið Mozzarella ostinn í jafnstóra bita og dreifið ofan á salatið. Setjið hráskinkuna yfir salatið og skerið jarðaber og tómata smátt og dreifið…

1 2 3 4