Nú eru eflaust margir að skipuleggja EM kvöld með vinum og fjölskyldunni, mér fannst þess vegna tilvalið að deila með ykkur uppskrift að æðislegri ídýfu sem ég fæ ekki nóg af. Ég elska ost og hann fer með aðalhlutverk í þessari sósu, það er nauðsynlegt að nota Cheddar ostinn en hann gefur sósunni mikið bragð og er einstaklega fallegur á litinn. Það tekur enga stund að útbúa sósuna og ég þori að veðja að þið eigið eftir að slá í gegn með því að bjóða upp á hana með góðu snakki. Ég mun tvímælalaust gera sósuna aftur og aftur! En hér er uppskriftin, ég vona að þið njótið vel. Æðisleg ostaídýfa borin fram með Doritos flögum Hráefni: 1 msk ólífuolía 1 laukur 1 rautt chili…