Sælkerasalat með mozzarella og hráskinku

Mér finnst voða  gott að skella í einföld og bragðgóð salöt, það sakar ekki ef uppskriftin er einnig fljótleg. Þetta sælkerasalat er einmitt eitt af þeim og þegar mig langar í eitthvað létt og gott þá verður salatið yfirleitt fyrir valinu, eins er tilvalið að bera það fram í saumaklúbbnum, það er svo gott að hafa smá salat með öllum kökunum. Góð hráefni gegna lykilhlutverki í uppskriftinni og þau fá svo sannarlega að njóta sín.    

Sælkerasalat

150 g klettasalat
2 kúlur Mozzarella ostur
300 – 400 g hráskinka
1 askja kirsuberjatómatar
8 – 10 jarðaber
Ristaðar furuhnetur, magn eftir smekk
Balsamik gljái

Aðferð: Leggið klettasalatið á fallegan disk, skerið Mozzarella ostinn í jafnstóra bita og dreifið ofan á salatið. Setjið hráskinkuna yfir salatið og skerið jarðaber og tómata smátt og dreifið yfir hráskinkuna. Ristið furuhnetur og dreifið yfir í lokin. Gott er að bera salatið fram með balsamik gljáa.

Einfalt, fljótlegt og súpergott fyrir líkama og sál!

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *