Sítrónupasta og ljúffengt Mozzarella salat

Uppáhalds réttirnir mínir þessa stundina eru þessir tveir þ.e.a.s. sítrónupasta og Mozzarella salat  – ég hef sagt ykkur áður hvað ég elska pasta og það stigmagnast bara með degi hverjum (mögulega skelli ég þessu á óléttuna, haha). Ég gæti borðað Mozzarella ost í hvert mál – hann er svo góður eins og þið vitið og er auðvitað fullkominn með tómötum sem ég fæ heldur ekki nóg af þessa dagana.. semsagt ég fæ ekki nóg af neinu og borða mikið 😉 Hér að neðan er uppskrift að einfaldasta en jafnframt afar ljúffengum pastarétt og Mozzarella salati sem þið verðið að prófa.

Sítrónupasta og ljúffengt mozzarellasalat

* Fyrir þrjá til fjóra

Hráefni:

  • Spaghettí ca. 350 g
  • salt
  • ólífuolía
  • 60 g smjör
  • 140 g klettasalat
  • handfylli fersk basilíka
  • 1/2 sítróna (börkur og safi)
  • 1 hvítlauksrif
  • Parmesan ostur
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, setjið salt og ólífuolíu út í pottinn og það má aldeilis salta duglega!
  2. Saxið niður klettasalat, basilíku, pressið hvítlauksrif og rífið niður sítrónubörk og Parmesan (magn eftir smekk, ég læt alveg 1 dl).
  3. Þegar spaghettíið er tilbúið er vatninu hellt af og spaghettíið sett aftur í pottinn.
  4. Setjið smjörið og ca. 1 msk af ólíuolíu saman við ásamt klettasalatinu, basilíkunni, sítrónuberkinum, hvítlauknum og parmesan ostinum. Kryddið til með salti og pipar og blandið öllu vel saman.
  5. Kreistið sítrónusafa yfir pastaréttinn í lokin og berið strax fram með ferskum Parmesan.

Mozzarella salat með kirsuberjatómötum

Dásamlegur réttur sem er æðislegur sem léttur réttur eða forréttur!

  • 1 stór Mozzarella kúla (best að taka ostinn út úr ísskápnum að minnsta kosti hálftíma áður en þið ætlið að bera hann fram)
  • 2 tómatar
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • handfylli basilíka
  • ólífuolía
  • balsamikedik
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið niður tómata og leggið á fat.
  2. Skerið niður kirsuberjatómata og setjið í skál ásamt saxaðari basilíku, hellið smávegis af ólífuolíu saman við og balsamikedik. Kryddið til með salti og pipar. Leggið blönduna yfir tómatana á fatinu og rífið niður Mozzarella og leggið á fatið yfir tómatana.
  3. Kryddið í lokin með salti og pipar!

Einfalt og ómóstæðilega gott!

Mér finnst alltaf gott að narta í osta, skinkur, sólþurrkaða tómata og ýmis góðgæti sem ég á til hverju sinni í ísskápnum – sniðugt að raða þessu fallega á fat og bera fram með pastaréttum.

Njótið vel!

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *