Ostakaka með eplum og karamellusósu

Kexbotn

  • 230 Lu Bastogne kexkökur.
  • 80 g smjör, brætt.

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 150°C.
  2. Setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og maukið fínt, hellið brædda smjörinu saman við og hrærið saman.
  3. Klæðið hringlaga form með smjörpappír (sjáið aðferð á Instagram) og hellið blöndunni í formið, sléttið úr með skeið og þrýstið blöndunni í formið.
  4. Bakið við 150°C í 10 mínútur.

Rjómostafylling með eplabitum

  • 700 g hreinn rjómaostur
  • 100 g sykur
  • 3 egg
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 epli
  • 2 tsk sykur + 1 tsk kanill

Aðferð:

  1. Þeytið rjómaostinn þar til hann er mjúkur, skafið meðfram hliðum og þeytið áfram.
  2. Bætið sykrinum smám saman við og þeytið vel.
  3. Bætið einu og einu eggi út í og þeytið vel á milli.
  4. Í lokin fara vanilludropar út í fyllinguna.  
  5. Hellið fyllingunni ofan á kexbotninn.
  6. Afhýðið epli og skerið í litla bita, setjið í skál og stráið kanilsykri yfir.
  7. Dreifið eplabitum yfir fyllinguna.
  8. Setjið deigmulning yfir kökuna og bakið við 150°C  í 40 mínútur.
  9. Kælið kökuna mjög vel og það er tilvalið að gera kökuna deginum áður en þið ætlið að bera hana fram. Hún þarf að vera köld þegar þið losið hana úr forminu og best er að nota smelluform.
  10. Áður en þið berið kökuna fram þá hellið þið vel af saltaðri karamellusósu yfir.

Kökumulningur:

  • 60 g smjör
  • 50 g hveiti
  • 50 g púðursykur
  • 25 g haframjöl

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í skál og notið hendurnar til þess að útbúa mulninginn. Dreifið yfir kökuna áður en hún fer inn í ofn.

Söltuð karamellusósa:

  1. 2 dl sykur
  2. 3 msk smjör
  3. 1-2 dl rjómi
  4. Sjávarsalt á hnífsoddi

Aðferð:

  1. Hitið sykur á pönnu, um leið og hann byrjar að bráðna lækkið þá hitann og bíðið þar til hann er allur bráðinn (ekki snerta hann á meðan).
  2. Bætið smjörinu út á pönnuna og hrærið stöðugt, hellið rjómanum út smám saman og haldið áfram að hræra. Í lokin bætið þið sjávarsalti saman við og hellið sósunni í ílát.
  3. Leyfið sósunni að standa í svolitla stund áður en hún er borin fram en þá þykknar sósan og það verður betra að hella henni yfir kökuna.

Njótið vel.

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *