Archives

Grillaður karamellu ananas með ferskum berjum og mintusósu

Grillaður karamellu ananas með ferskum berjum og mintusósu Ananas, ferskur 1 dl karamellusósa Jarðarber Brómber Ristaðar pekanhnetur Mintusósa 3 dl grískt jógúrt 2 tsk hunang 1 msk smátt söxuð minta rifinn börkur af 1/4 af límónu safi úr 1/4 af límónu Aðferð: Skerið ananas í sneiðar, penslið sneiðarnar með karamellusósu og grillið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Raðið ananasbitum á fat og skerið niður ferska ávexti sem þið dreifið yfir. Ristið pekanhnetur og sáldrið yfir. Útbúið einfalda mintusósu með því að blanda öllum hráefnum saman í skál eða maukið í matvinnsluvél, setjið nokkrar skeiðar af mintusósunni yfir ásamt því að rífa smávegis af límónubörk yfir réttinn í lokin. Berið strax fram. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefni í þessa uppskrift fást…

Grilluð eplakaka með súkkulaði og kókosmulningi

Grilluð eplabaka með karamellusósu Eplabaka 6  stór græn epli 2 msk. sykur 2 tsk kanill 1 tsk. vanillusykur eða vanilludropar 50 – 60 g. Hakkað súkkulaði Mulningur 80 g. hveiti 80 g. sykur 80 g. smjör 50 g. Kókosmjöl Aðferð: Hitið grillið. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í álform sem má fara á grillið. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin. Sáldrið súkkulaðinu yfir eplin. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Setjið hveiti, sykri, smjöri og kókosmjöli í skál og blandið saman með höndunum. Setjið deigið ofan á eplin og grillið í um það bil 10 – 15 mínútur, tekur alls ekki langa stund að grilla kökuna og það þarf…

Grillaður lax með sítrónu, fetaosti, hvítlauk og kirsuberjatómötum

Grillaður lax með sítrónu, kirsuberjatómötum og hvítlauk 700 g lax, beinhreinsaður 1 msk ólífuolía salt og pipar 1 hvítlauksrif 10 kirsuberjatómatar sítróna 1 ½ dl fetaostur 1 msk graslaukur, smátt saxaður Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita og raðið honum í álbakka eða á álpappír, dreifið olíu yfir laxinn og kryddið með salti og pipar. Rífið niður eitt hvítlauksrif, skerið niður tómata og graslauk og dreifið yfir laxinn. Skerið sítrónu í sneiðar og leggið eina sneið yfir hvern bita ásamt því að mylja fetaost yfir í lokin. Grillið í 5 – 7 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Grillaður aspas Ferskur aspas Ólífuolía Sítrónusafi Salt og pipar Smjör Aðferð: Snyrtið aspasinn vel og skerið trénaða hlutann af, það er gott ráð…

Vikuseðill

Mánudagsfiskurinn að þessu sinni: Villtur lax með ferskum aspas, blómkálsmauki og blaðlaukssmjöri. Algjört sælgæti! Þriðjudagur: Einfalt og ómótstæðilega gott kjúklingapasta með heimagerðu pestó. Miðvikudagur: Létt og gott salat með mozzarella osti og hráskinku, ég er með æði fyrir mozzarella osti þessa dagana og gæti borðað hann á hverjum degi! Fimmtudagur: Sætkartöflu- og spínatbaka með fersku salati og sósu. Æðislega gott og tilvalið frysta afganginn og hita upp síðar. Föstudagur: Mexíkóskur hamborgari með öllu tilheyrandi! Veðurspáin segir sól á föstudaginn og því ber að fagna með góðum grillmat. Bakstur helgarinnar: Franskt eggjabrauð með sírópi og jarðarberjum.. mamma mía hvað þetta er gott. Hlakka strax til helgarinnar 😉   Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Steikarloka með chili bernaise sósu

Steikarloka með chili bernaise sósu Baguette brauð Nautakjöt, má vera hvaða bita sem er (eldaður) Sveppir Laukur Hvítlaukrif Smjör Klettasalat Bernaise sósa – uppskrift að neðan   Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið sveppi og lauk, steikið upp úr smjöri á pönnu þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn. Geymið til hliðar á meðan þið undirbúið brauðið. Skerið baguette brauð í tvennt og hitið í ofni í smá stund þar til brauðið er gulliðbrúnt. Smyrjið bernaise sósu á botninn á baguette brauðinu, leggið salatblöð yfir bernaise sósuna, skerið niður nautakjöt og leggið ofan á ásamt steiktum sveppum og lauk. Í lokin setjið þið væna skeið eða skeiðar af bernaise sósunni yfir og leggið lokið á baguette brauðinu yfir. Berið strax fram og njótið. Chili…

Spaghettí pizza með mozzarella og basilíku

Spaghettí pizza með mozzarella og basilíku Botn: 300 g spaghettí , soðið 2 egg 1 dl parmesan ostur salt og pipar ólífuolía Aðferð: Setjið spaghettí, egg og nýrifinn parmesan ost í skál og blandið vel saman. Kryddið til með salti og pipar. Dreifið spaghettíinu á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofni við 200°C í 5 mínútur. Þegar sá tími er liðinn er pizzan tekin út úr ofninum og kæld rétt á meðan sósan og annað meðlæti er undirbúið og svo fer pizzan aftur inn í ofn í smá stund. Sósa: Tómat-og basilíkusósa 1 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif ½ laukur 1 hvítlauksrif 350 g saxaðir tómatar í dós eða passata 1 kjúklingateningur 1 msk smátt söxuð basilíka salt og pipar Aðferð: Hitið olíu á pönnu, saxið…

Brúskettur með ricotta osti og kirsuberjatómötum

Einfaldar og fljótlegar uppskriftir eru gulls í gildi, sérstaklega yfir sumartímann en þá er svo gott að geta skellt í uppskrift sem krefst ekki mikillar fyrirhafnar. Þið vitið – afþví við erum auðvitað föst í sólbaði alla daga 😉 Ég elska brúskettur og þessi uppskrift sem ég ætla að deila með ykkur er líklega sú sem ég geri oftast og mér finnst hún aldrei klikka. Hráefnin eru ekki mörg en það þarf nefnilega alls ekki að flækja málin þegar hráefnin eru svo góð.   Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum 1 fínt snittubrauð 1 msk ólífuolía 200 g ricotta ostur 20  kirsuberjatómatar 2 msk smátt söxuð basilíka ½ hvítlauksrif 1 msk ólífuolía ¼ tsk balsamikedik sítrónubörkur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður…

Heimalagað ravíoli fyllt með ricotta osti og spínati

Mér finnst mjög ólíklegt ef pastaástin mín hefur farið framhjá ykkur en sú ást stigmagnast á degi hverjum, sérstaklega eftir að ég eignaðist pastavél.. mamma mía hvað ég verð að mæla með slíku tæki í eldhúsið ef þið eruð mikið fyrir pasta og langar að prófa að búa til sjálf. Ég skil ekkert í mér að hafa ekki prófað það fyrr – það er svo lygilega einfalt að búa til pasta, ég er að segja ykkur það satt. Hér er uppskrift sem ég elska og gæti borðað í öll mál, fyllt pasta með ricotta osti og spínatfyllingu… þið verðið bara að prófa. Heimalagað ravioli með ricotta- og spínatfyllingu. Pastadeig 400 g hveiti 3 egg 4 eggjarauður 1 ½ msk ólífuolía 1 tsk salt   Aðferð:…

Sushi – Humarrúlla með chili majónesi

Guðdómlegt sushi með djúpsteiktum humar og bragðmikilli chilisósu   Hráefnin sem þið þurfið í rúlluna: Sushi hrísgrjón 600 g skelflettur humar Tempura deig Ferskur aspas, soðinn í söltu vatni í 3 mínútur agúrka, skorin í þunnar og langar sneiðar rauð paprika, skorin þunnar og langar sneiðar lárpera ferskur kóríander chili majónes pikklaður engifer wasabi mauk sojasósa Nori blöð Sushi hrísgrjón 350 g sushi hrísgrjón 7 ½ dl vatn salt hrísgrjónaedik 1 tsk sykur Aðferð Skolið hrísgrjónin mjög vel, mér finnst best að skola þau í góðu sigti. Það tekur svolitla stund eða um 5 – 7 mínútur. Leggið hrísgrjónin í bleyti í köldu vatni í um það bil tvær klukkustundir, skiptið um vatn 2 – 3 sinnum. Setjið hrísgrjónin út í kalt vatn í þykkbotna…

Tandoori kjúklingur með raita sósu og naan brauði

Tandoori kjúklingur 700-800 g kjúklingakjöt, helst læri 2 hvítlauksrif 4 cm engifer, ferskt 200 g ab mjólk 1 tsk paprika 1 tsk garam masala 1 tsk salt ½ tsk pipar 1 tsk kóríander 1 tsk túrmerik Aðferð: Rífið niður engifer og hvítlauk í skál, hellið ólífuolíunni saman við og hrærið vel. Bætið kryddunum saman við og hrærið. Því næst fer ab mjólkin eða hreint jógúrt út í og öllu blandað vel saman. Skerið rákir í kjúklingakjötið áður en þið setjið kjötið út í marineringuna. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp í nokkrar klukkustundir, best yfir nótt. Hitið grillpönnu eða útigrillið, takið kjúklingakjötið úr marineringunni og grillið á mjög heitri pönnu eða grilli í 5-7 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er…

1 6 7 8 9 10 21