Archives

Vikuseðillinn

  Mánudagur: Súperskálin með bragðmiklum þorski  Þriðjudagur: Geggjað kjúklingasalat með ostasósu og stökkum brauðteningum (Sesar salatið góða)  Miðvikudagur: Grænmetislasagna með ljúffengu pestó. Þið eigið eftir að elska þennan rétt! Fimmtudagur: Nauðsynlegt að fá aftur fisk og þessi réttur er ótrúlega góður, pestó og fiskur passa einstaklega vel saman. Föstudagur: Þetta eru yfirleitt pizzakvöld á þessu heimili en það er alltof langt síðan ég hef eldað pítu og þessi uppskrift er tryllt og þá meina ég tryllt. Grísk píta með nautakjöti og tzaziki sósu.  Helgarmaturinn: Lambakórónur með ljúffengri kartöflumús og heimsins bestu rauðvínssósu.   Baksturinn: Ójá, kaka drauma minna. Snickers ostakaka sem er bæði fáránlega einföld og mjööööög góð. Mæli svo sannarlega með henni í vikunni eða um helgina, þið megið ráða því.   Ég vona að…

Vikuseðill

Mánudagsfiskurinn að þessu sinni: Villtur lax með ferskum aspas, blómkálsmauki og blaðlaukssmjöri. Algjört sælgæti! Þriðjudagur: Einfalt og ómótstæðilega gott kjúklingapasta með heimagerðu pestó. Miðvikudagur: Létt og gott salat með mozzarella osti og hráskinku, ég er með æði fyrir mozzarella osti þessa dagana og gæti borðað hann á hverjum degi! Fimmtudagur: Sætkartöflu- og spínatbaka með fersku salati og sósu. Æðislega gott og tilvalið frysta afganginn og hita upp síðar. Föstudagur: Mexíkóskur hamborgari með öllu tilheyrandi! Veðurspáin segir sól á föstudaginn og því ber að fagna með góðum grillmat. Bakstur helgarinnar: Franskt eggjabrauð með sírópi og jarðarberjum.. mamma mía hvað þetta er gott. Hlakka strax til helgarinnar 😉   Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Vikuseðill

Mánudagur: Ofnbakaður lax í sítrónusmjörsósu er algjört sælgæti! Fljótlegur, einfaldur og virkilega góður. Þriðjudagur: Grænmetisbaka sem er alltaf jafn góð, ég á svo mikið af grænmeti í ísskápnum sem ég þarf að nýta og þá er tilvalið að skella í góða grænmetisböku með fetaosti.  Miðvikudagur: Spínat-og ostafyllt pasta sem hreinlega bráðnar í munni, þið eigið eftir að elda þennan rétt aftur og aftur. Fimmtudagur: Þorskhnakkar í paprikusósu, ég reyni eftir fremsta megni að elda fisk tvisvar í viku og þá er gott að eiga góðar uppskriftir að ljúffengum fiskréttum – þessi er ein af þeim! Föstudagur: Heilagur pizzadagur og þessi mexíkóska pizza með kjúkling og djúsí ostasósu er hreint út sagt ómótstæðileg. Laugardagur: Bragðmiklar núðlur með kjúkling og kryddaðri sósu, ég elska þennan rétt og…

Vikuseðill.

  Mánudagur: Á mánudögum finnst mér best að fá góðan fisk og þessi villti lax með blómkálsmauki og ferskum aspas er afar ljúffengur.     Þriðjudagur: Brakandi ferskt og gott kjúklingasalat sem ég fæ ekki nóg af. Miðvikudagur: Þessi súpa yljar á köldum dögum og er einstaklega bragðgóð. Fimmtudagur: Mér finnst eiginlega nauðsynlegt að hafa fisk á matseðlinum tvisvar í viku, þessi fiskréttur er afar djúsí og góður. Hentar því vel á fimmtudagskvöldi! Föstudagur: Það er eins og það sé óskrifuð regla að bjóða upp á pizzu á föstudagskvöldi, þessi grænmetispizza er bæði holl og góð. Laugardagur: Mexíkóskur hamborgari sem er stútfullur af allskonar góðgæti, þennan verðið þið að prófa. Helgarbaksturinn: Syndsamlega góð Oreo brownie…namminamm, ég hlakka til helgarinnar. Ég vona að þið eigið góða…

V I K U S E Ð I L L

Laxasalatið sem ég elska er frábær byrjun á vikunni. Allt sem mér þykir gott í einu salati, hollt og fáránlega ljúffengt. Á þriðjudaginn ætla ég að elda vængi og fá fólk til mín í mat, að sjálfsögðu ætlum við að horfa á leikinn á meðan. Klístraðir vængir og góður félagsskapur, það klikkar ekki. Mexíkóskt salat með stökkum kjúkling er hrikalega gott og einfalt. Ég þori að veðja að allir í fjölskyldunni eiga eftir að elska þennan rétt. Matur er á korteri er algjör snilld og þessi réttur er einn af þeim. Súpergott kjúklingapasta með heimagerðu spínat-og basilíkupestói. 17.júní er á föstudaginn og því tilefni til þess að gera vel við sig í mat. Nautalund með bernaise eða piparostasósu slær alltaf í gegn á mínu heimili….

Vikuseðill

Nú styttist heldur betur í páskana og eflaust margir komnir í páskafrí og byrjaðir að njóta með fjölskyldu og vinum. Mig langaði að deila með ykkur vikuseðli sem er í betri kantinum að þessu sinn og ég vona að þið fáið hugmyndir að kvöldmatnum út vikuna. Njótið vel.   Góður fiskréttur er alltaf fín hugmynd á mánudegi og þessi fiskur með rjómaosti og grænmeti er í betri kantinum. Æðislegt kjúklingasalat með stökkum núðlum og fetaosti á þriðjudaginn, smá salat áður en veisluhöldin um helgina hefjast. Bragðmikil karrí- og eplasúpa með kjúkling, en það má sleppa honum að bæta við meira af grænmeti. Páskafríið byrjað og nú má sko gera vel við sig á fimmtudegi, hvernig hljómar Risotto með stökku beikoni, aspas og parmesan? Borið fram…

Vikumatseðill 29 febrúar – 6 mars

Enn ein helgin að baki og tíminn flaug áfram. Við áttum mjög góða helgi eftir veikindaviku heima fyrir, það var kærkomið að komast aðeins út og sérstaklega fyrir Ingibjörgu Rósu sem þráði að komast aðeins út að leika. Við höfum sagt skilið við pestir og tökum ekki á móti fleirum, nú tökum við hins vegar á móti hækkandi sól takk fyrir pent:) Hér koma hugmyndir að vikuseðlinum sem ég vona að nýtist ykkur vel. Mánudagar eru fiskidagar samkvæmt mínum bókum og það er tilvalið að hefja vikuna á þessu gómsæta salati með ofnbökuðum laxi og sætum kartöflum. Á köldum dögum er fátt betra en góð og matarmikil súpa, frönsk lauksúpa er ein af þeirra og hún er virkilega bragðmikil. Ef þið hafið ekki smakkað hana…

Vikumatseðill

Vá hvað það var yndislegt að fara út í daginn í morgun um níuleytið og finna fyrir sólinni, dagurinn er að lengjast og það gleður mig. Mjög góð byrjun á vikunni myndi ég segja og orkan er tífalt meiri, ég er að segja ykkur það satt. Ég ákvað að því tilefni já eða bara afþví bara að skella í vikuseðil og með honum vona ég að þið fáið hugmyndir að kvöldmat út vikuna, Best finnst mér að byrja vikuna á góðum fisk og get ég lofað ykkur því að þessi einfalda og bragðgóða uppskrift á eftir að slá í gegn, virkilega góður lax með blómkálsmauki.  Matarmikil og ljúffeng brokkólísúpa sem yljar að innan verður á boðstólnum á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn er tilvalið að skella í…