Í sumar útskrifaðist Haddi frá Háskólanum í Reykjavík og héldum við smá boð hér heima. Ég ákvað að vera með smárétti, ég bauð meðal annars upp á snittur og litlar kökur. Marengskökur og súkkulaðikökur eru yfirleitt vinsælastar á veisluborðinu og þess vegna ákvað ég að bjóða upp á litlar Pavlovur og franska súkkulaðiköku með ljúffengu kremi. Ég var mjög ánægð með útkomuna og skreytti kökurnar með ferskum berjum og blómum, það kom ákaflega vel út og var mikið fyrir augað. Þegar ég held boð eða á von á mörgum í mat þá finnst mér best að velja rétti sem ég get undirbúið með smá fyrirvara, ég gat bakað frönsku súkkulaðikökuna fyrr í vikunni og setti hana inn í frysti. Bakaði marengsinn kvöldinu áður og…