Archives

Fallegir og ljúffengir bitar í veisluna

  Í sumar útskrifaðist Haddi frá Háskólanum í Reykjavík og héldum við smá boð hér heima. Ég ákvað að vera með smárétti, ég bauð meðal annars upp á snittur og litlar kökur. Marengskökur og súkkulaðikökur eru yfirleitt vinsælastar á veisluborðinu og þess vegna ákvað ég að bjóða upp á litlar Pavlovur og franska súkkulaðiköku með ljúffengu kremi. Ég var mjög ánægð með útkomuna og skreytti kökurnar með ferskum berjum og blómum, það kom ákaflega vel út og var mikið fyrir augað. Þegar ég held boð eða á von á mörgum í mat þá finnst mér best að velja rétti sem ég get undirbúið með smá fyrirvara, ég gat bakað frönsku súkkulaðikökuna fyrr í vikunni og setti hana inn í frysti. Bakaði marengsinn kvöldinu áður og…

Pönnupizza með bbq kjúkling

Ég fékk svakalega fína pönnu frá systkinum mínum í afmælisgjöf og hef ég notað hana í mjög margt. Þessi panna má fara inn í ofn og veitir mér þess vegna þann möguleika að gera pönnupizzur sem eru að mínu mati mikið betri en venjulegar pizzur. Mig langar að deila uppskrift að ómótstæðilegri pizzu með bbq kjúkling, klettasalati og nýrifnum parmesan. Hljómar það ekki vel? Fullkomin helgarpizza. Pizzabotn 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt) 2 ½ tsk þurrger 1 msk hunang 400 – 450 g brauðhveiti frá Kornax (í bláa pakkanum) 1 tsk salt 2 msk olía Aðferð: Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur….

Nautalund með bernaise og piparostasósu

  Í síðustu viku fengum við góða gesti í mat og mig langaði til þess að bjóða þeim upp á eitthvað svakalega gott, ég fór út í Hagkaup og það fyrsta sem fangaði auga mitt í kjötborðinu var girnileg nautalund og sömuleiðis gargaði Bernaise sósan á mig sem var þarna líka. Ég stóðst ekki mátið, keypti kjötið, sósuna og gott meðlæti. Máltíðin var afar ljúffeng, ég byrjaði á því að elda kartöflurnar og á meðan þær voru í ofninum eldaði ég kjötið. Eldunin var afar einföld eða alveg eins og okkur þykir kjötið best. Hér kemur uppskriftin að nautalund með Hasselback kartöflum og piparostasósu. (Bernaise sósan var keypt í þetta sinn og því fylgir ekki uppskrift haha). Nautalundir  Ólífuolía 800 g nautalund Smjör Salt og…

Brúðkaupsterta

Anna Margrét vinkona mín giftist unnusta sínum honum Einari um síðustu helgi og fékk ég þann heiður að baka brúðkaupstertuna. Þetta er í annað sinn sem ég baka brúðkaupstertu en ég hef áður bakað fyrir systur mína. Mikil ósköp finnst mér þetta skemmtilegt og auðvitað pínu stressandi á sama tíma þ.e.a.s. vegna þess að ég vill auðvitað senda frá mér eins góða köku og möguleiki er á. Ég ákvað að baka góða súkkulaðiköku og skreyta hana með hvítu súkkulaðikremi, það er ávísun á glaða gesti. Undanfarið hef ég verið með æði fyrir blómaskreytingum og marengsskrauti, og útkoman var eins og þið sjáið á myndinni fyrir ofan. Falleg blóm setja ótrúlega fallegan svip á kökuna. Súkkulaðibotnar Ég geri þessa súkkulaðibotna mjög oft og ég er alltaf…

Spaghetti Bolognese – einfalt og gott!

Spaghettí Bolognese er einn þekktasti pastaréttur í heimi, einfaldur og bragðgóður. Að mínu mati er hann fullkominn haustréttur, þegar ég hef góðan tíma þá finnst mér ótrúlega huggulegt að dunda mér að útbúa þennan rétt. Leyfa honum að malla í rólegheitum og fylla heimilið af ilm sem fær öll hjörtu til að slá hraðar. Hér kemur uppskriftin sem ég eldaði um daginn og er alveg ljómandi góð, já alveg ljómandi. Spaghetti Bolognese Ólífuolía Smjör 2 stilkar sellerí 3 gulrætur 600 g nautahakk salt og nýmalaður pipar 1 nautakjötsteningur + 1 dl soðið vatn 1 krukka pastasósa frá Ítalíu Handfylli fersk steinselja 3 msk sýrður rjómi t.d. 18% frá MS Aðferð: Hitið olíu og smjör á pönnu. Steikið sellerí, gulrætur og hvítlauk í smá stund eða…

Kjúklingabringur í tómat- og hvítvínssósu

Helgin leið hratt og örugglega, við höfum haft það svakalega gott og fengið til okkar góða gesti í mat, fylgst með gleðigöngunni og meira að segja komist í haust tiltektina. Í kvöld langaði mig í eitthvað einfalt og fljótlegt eftir annansaman dag, ég átti kjúklingabringur og tómata sem ég blandaði saman í góðan kjúklingarétt. Mamma mía hvað þetta var gott, ég borðaði á mig gat og hefði alveg getað borðað tómatana eina og sér, þeir voru ljúffengir. Virkilega góður endir á helginni og ég má til með að hvetja ykkur til þess að prófa þennan rétt í vikunni. Kjúklingur í tómat- og hvítvínssósu  2 kjúklingabringur eða álíka mikið magn af öðru kjúklingakjöti 6 stórir tómatar 6 kirsuberjatómatar 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 lítil krukka Dala…

Grillaður ananas með ljúffengri karamellusósu

  Ef ég ætti að velja einn eftirlætis grill-eftirrétt þá væri það án efa grillaður ananas með ljúffengri karamellusósu og ferskum hindberjum. Það er ekkert mál að bjóða upp á þennan eftirrétt í útileigunni og hann á eftir að slá í gegn hjá börnum og fullorðnum.   Grillaður ananas með karamellusósu   Ferskur ananas, niðursneiddur 80 g smjör 3 msk. púðursykur 1 tsk. kanill     Aðferð: Hitið smjör í potti og bætið púðursykrinum og kanil út í, leyfið þessu að malla í smástund og takið af hitanum. Skerið ananasinn niður og penslið kryddsmjörinu á hann. Það er ágætt að geyma hann í ísskáp í svolitla stund áður en þið grillið hann.     Grillið sneiðarnar í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið og…

Kokteill sumarsins….

Kókos- og ananas kokteill sem kemur manni alltaf í sumarskap og í stuð ef út í það er farið. Bragðgóður, ferskur og auðveldur kokteill sem allir ættu að geta leikið eftir. Piña colada 4 dl frosinn ananas 2 dl ananassafi 1 dl kókosmjólk 1/2 – 1 dl kókosromm t.d. Malibu (magn fer auðvitað eftir smekk) Skvetta af sítrónusafa Allt blandað í blandara þar til drykkurinn verður silkimjúkur. Berið strax fram og njótið. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.

Brakandi ferskt humarsalat

Stærsta ferðahelgi ársins framundan og eflaust margir að velta fyrir sér matnum um helgina, að minnsta kosti er ég að spá í því en ég er svosem alltaf að spá í mat. Ég grillaði humar í lokaþætti Matargleði Evu sem sýndir voru á Stöð 2 í vor og útbjó þetta gómsæta humarsalat sem ég mæli með að þið prófið.  Þetta er auðvitað sælkerasalat fyrir þá sem vilja gera vel við sig og það er ekki vitlaust að fá sér glas af góðu hvítvíni með. Einfalt, fljótlegt og ofboðslega gott. Hvítlaukshumar á salatbeði 600 – 700 g humarhalar 100 g smjör 3 hvítlauksrif1 rautt chili, fræhreinsaðHandfylli steinselja Börkur af hálfri sítrónu Skvetta af hvítvíni Safi af hálfri sítrónu Salt og pipar Hitið smjör í potti. Saxið niður hvítlauk, chili og steinselju og bætið út…

Mexíkóskur hamborgari með guacamole og nachos flögum

Ég elska góða og matarmikla hamborgara, þessi djúsí borgari er með mexíkósku ívafi og er einn af mínum uppáhalds. Það er leikur einn að útbúa hamborgara og ég mæli hiklaust með því. Ég er búin að borða hamborgara ansi oft núna í sumar og fæ ekki leið, það er auðvitað skemmtilegt við hamborgara að þeir eru aldrei eins. Bjóðið upp á þessa um helgina og þið sláið í gegn, ég segi það satt.  Mexíkóskur hamborgari með guacamole og nachos flögum 600 g nautahakk 1 meðalstór rauðlaukur, smátt skorin 1/2 rautt chilialdin, fræhreinsað og smátt skorið 2 dl steikt smátt skorið beikon handfylli ferskt kóríander, smátt skorið (það má líka vera steinselja) 1 egg brauðrasp, magn eftir smekk 150 g rifinn mexíkóostur salt og pipar Tillögur…

1 15 16 17 18 19 21