Uppáhalds réttirnir mínir þessa stundina eru þessir tveir þ.e.a.s. sítrónupasta og Mozzarella salat – ég hef sagt ykkur áður hvað ég elska pasta og það stigmagnast bara með degi hverjum (mögulega skelli ég þessu á óléttuna, haha). Ég gæti borðað Mozzarella ost í hvert mál – hann er svo góður eins og þið vitið og er auðvitað fullkominn með tómötum sem ég fæ heldur ekki nóg af þessa dagana.. semsagt ég fæ ekki nóg af neinu og borða mikið 😉 Hér að neðan er uppskrift að einfaldasta en jafnframt afar ljúffengum pastarétt og Mozzarella salati sem þið verðið að prófa. Sítrónupasta og ljúffengt mozzarellasalat * Fyrir þrjá til fjóra Hráefni: Spaghettí ca. 350 g salt ólífuolía 60 g smjör 140 g klettasalat handfylli fersk basilíka…