Mér finnst best að byrja vikuna á góðum fisk, þessi karrífiskur er mjög einfaldur og bragðgóður. Fiskurinn er borinn fram með jógúrtsósu og fersku salati. Þriðjudagsrétturinn þessa vikuna er ofurgott Japanskt salat með stökkum núðlum. Miðvikudagsrétturinn er afar góður, kjúklingalæri í mangóchutney sósu með ristuðum möndlum. Fimmtudagsrétturinn er fiskréttur í betri kantinum, lax í ljúffengri sósu með sólþurrkuðum tómötum og döðlum. Föstudagsrétturinn er á mexíkósku nótunum, takkógratín með ómótstæðilegu lárperumauki. Það spáir góðu veðri út vikuna og þá er að sjálfsögðu tilvalið að grilla um helgina og ég mæli með þessum beikon-kjúklingaspjótum með piparostasósu. Algjört lostæti! Bakstur vikunnar er þetta heilhveitibrauð sem er bæði svakalega gott og stútfullt af hollustu, mér þykir þetta brauð ótrúlega gott og ég mæli með að þið prófið það. Ég…