Matur sem yljar að innan

Pottabrauð
„Það er bæði einstaklega ánægjulegt og róandi að baka sitt eigið brauð.
Það veitir öryggistilfinningu að vita nákvæmlega hvað fer í brauðið og svo er
notalegt að fylgjast með bakstursferlinu.“ Ég baka oft brauð hér
heima. Ég hef verulegan áhuga á brauði og mér finnst lærdómsríkt að prófa mig
áfram. Ég verð líka svo montin þegar vel tekst til.“
 • 470 g hveiti
 • 370 ml volgt vatn
 • 1 tsk salt
 • 1/4 tsk þurrger
1. Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita í að minnsta kosti tólf klukkustundir.
2. Hellið deiginu á hveitistráðborð og stráið smá hveiti yfir deigið, hnoðið deigið rétt aðeins í höndunum og brjótið það saman þannig að þa myndi kúlu.
3. Smyrjið ofnpott með olíu og setjið pottinn inn í ofn við 230°C. Takið pottinn út úr ofninum, setjið brauðið í pottinn og inn í ofn í 30 mínútur. Þegar 30 mínútur eru liðnar takið þið lokið af pottinum og bakið áfram í 10 – 15 mínútur.

 

Basilíkupestó
·
1 búnt basilíka, stilkar og lauf
·         2 hvítlauksrif
·
50 – 60 g furuhnetur
·
50 g parmesanostur
·
1 dl ólífuolía
·
1 tsk.Sítrónusafi
·
Salt og nýmalaður pipar
     Aðferð:
Setjið basilíkuna, hvítlaukinn, furuhneturnar og ostinn í matvinnsluvél og
setjið í gang í um það bil 15 sekúndur. Bætið olíunni við í smáum skömmtum og
setjið svo sítrónusafann út í og bragðbætið með salti og pipar.
Matarmikil sjávarréttasúpa
með tælensku yfirbragði
 
Í minni fjölskyldu er það
óskráð regla að þegar eitthvað stendur til t.d. stórt matarboð, skírn eða
fermingarveisla, þá er alltaf boðið upp á sjávarréttasúpuna hennar mömmu. Hún
er virkilega góð, einfalt að gera hana og gaman að geta gengið að henni vísri
við hátíðleg tækifæri. Hrifning mín á súpunni hennar mömmu hefur fengið mig til
að prófa mig áfar við sjávarréttasúpugerð
 •        2 rauðchili-aldin, fræhreinsuð og skorin í bita
 •       4 hvítlauksrif
 •       6 cm ferskt engiferrót
 •   40 g ferskur kóríander
 • 1/2 tsk kóríanderfræ
 • 3 msk olía
 •      700 g kókosmjólk
 •        5 dl vatn
 •       1 ½ fiskiteningur
 •         ½ – 1  tsk fiskisósa
 •       500 g fiskur t.d. Langa
 •       20 – 25 risarækjur, ósoðnar
 •        200 g heilhveitinúðlur, soðnar skv. leiðbeiningum á pakka
 •       3 vorlaukar, fínt sneiddir
 •        1 grænt chili aldin, fræhreinsað
 •       Ferskt kóríander til skrauts
Aðferð:
1.      Maukið chili, hvítlauk, engiferrót,
koríanderfræ og 1 msk af olíu saman í matvinnsluvél.
2.      Hitið olíu í potti og steikið
kryddmauk í 1 – 2 mínútur.
3.      Bætið kókosmjólk, vatni og
fiskikrafti út í, látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur. Bætið fiskisósu út í
og síðan fiskinum og rækjunum út í og látið sjóða í 2 – 3 mínútur.
4.      Setjið núðlur í botninn á skálum, ausið
súpunni yfir og setjið vorlauk og grænt chili ofan á. Skreytið með ferskum
kóríander.
Eplabaka með ljúffengri karamellusósu.
Ég ásamt
nokkrum vinkonum mínum stofnuðum kökuklúbb, í raun er það bara venjulegur
vinkonuhittingur en við ákváðum að það er að sjálfsögðu kjörið að borða kökur
saman við slík tilefni. Þessi eplabaka er einn vinsælasti rétturinn í klúbbnum,
ekki síst vegna þess hve dásamlega auðvelt er að baka hana. Það kemur þó ekki
niður á bragðinu, og ilmurinn af nýbökuðum eplunum gleður sérhvert hjarta.
Bakan er best með karamellusósu og ís eða rjóma.. eða hvoru tveggja.
 • 5-6 stór græn epli
 • 2 msk. sykur
 • 2 – 3 tsk. kanill
 • 1 tsk. vanillusykur eða vanilludropar
 • 50 – 60 g. Hakkað súkkulaði
 • 80 g. hveiti
 • 80 g. sykur
 • 80 g. smjör
 • 50 g. Haframjöl
Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Flysjið eplin, fjarlægið
kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í eldfast
mót. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin. Sáldrið súkkulaðinu
yfir eplin. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Blandið
hveiti, sykri, smjöri og haframjöli saman í skál og blandið saman með höndunum.
Dreifið deiginu yfir eplin og sáldrið salthnetum yfir í lokin. Setjið bökuna
inn í ofn í  40 – 45 mínútur.
Á meðan að
bakan er í ofninum þá er upplagt að útbúa ljúffenga karamellusósu.
Karamellusósa
 
Þetta er sósan sem þið verðið að prófa. Hún passar vel með kökum og
eftirréttum, og í raun gæti ég borðað hana eina og sér. Það er meðal annars
mjög sniðugt að gefa sælkeranum í fjölskyldunni þessa sósu í gjöf. Sósan
geymist í ísskáp í tvær vikur. Það er ágætt að hita hana aðeins upp áður en þið
berið hana fram. Ég þori að lofa ykkur því að þið kaupið ekki aftur tilbúna
sósu þegar þið hafið útbúið ykkar eigin.
200 g sykur

·
2 msk smjör

·
½  – 1
dl rjómi

·
½ tsk salt
(sjávarsalt er best að mínu mati)

 

Aðferð: Setjið sykurinn á pönnu og
bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af
stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið
smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið
þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman
við. Það er líka afskaplega gott að rista hnetur og bæta út í
sósuna.
 Ingibjörg Rósa kom og heimsótti mig á tökustað þegar við tókum upp þátt númer tvö. Það var ótrúlega gaman og hún naut sín fyrir framan myndavélarnar.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *