Archives

1.Þáttur. Matargleði Evu. Hollir og fljótlegir réttir.

„Í þessum þætti gef ég ykkur uppskriftir að góðum mat sem fljótlegt er að elda án þess að þurfa að slaka á gæðum. Ég ætla að útbúa gómsæta hristinga, ljúffengt granóla, æðislegt kjúklingasalat með satay sósu og síðast en ekki síst, mangójógúrt ís með mintu.“  Morgun hristingar Spínat hristingur Handfylli spínat 1 bolli frosið mangó (ca. 1 1/2 dl) 2 cm engifer 1 msk chia fræ 1/2 banani Létt AB mjólk, magn eftir smekk Berja hristingur 3 dl frosin ber 1/2 banani 1 dl frosið mangó 1 msk chia fræ Létt AB mjólk, magn eftir smekk Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til þið eruð ánægð með áferðina. Mér finnst best að nota frosin ber en þá verður drykkurinn ískaldur og mjög frískandi…

Heimagert pestó og ljúffengur kjúklingaréttur.

Fyrir rúmlega ári steig ég mín fyrstu skref í sjónvarpi í þáttunum Í eldhúsinu hennar Evu sem sýndir voru á Stöð 3. Það var ákaflega skemmtileg og dýrmæt reynsla, í þáttunum lagði ég ríka áherslu á heimilismat sem allir ættu að geta leikið eftir. Ég er búin að uppfæra uppskriftalistann hér á blogginu og nú getið þið nálgast allar uppskriftir sem voru í þættinum hér á vefnum. Það gleður mig einnig að segja frá því að þættirnir eru nú aðgengilegir á vísi.is. Þið finnið þættina hér undir matur. Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift að heimagerðu pestó og ljúffengum kjúklingarétt sem er í miklu eftirlæti hjá mér. Rautt og gómsætt pestó 200 g sólþurrkaðir tómatar 90 g furuhnetur 2 hvítlauksrif 150 g ferskur…

Beikonvafinn kjúklingur og guðdómleg piparostasósa. Stórgóð grillmáltíð!

 Kjúklingaspjót eru mjög vinsæl á sumrin, þau eru ekki bara gómsæt heldur eru þau ansi einföld og fljótleg. Ég grillaði beikonvafinn kjúkling sem var mjög ljúffengur og því tilvalið að deila uppskriftinni með ykkur. Beikonvafinn kjúklingur           600 g kjúklingakjöt (best er að nota bringur eða lundir)          2 – 3 msk. Ólífuolía          1 tsk. Paprikukrydd          1 tsk. Kjúklingakrydd          1 tsk. Kummin          Salt og nýmalaður pipar          1 pakki beikon          1 rauð paprika, skorin í litla bita          Tréspjót, sem legið hafa í bleyti í 20 mínútur. Aðferð: Best er að nota bringur…

Kjúklingasúpa og Rice Krispies kakan góða.

Mexíkósk kjúklingasúpa Mexíkósk kjúklingasúpa er líklega sú súpa sem ég elda oftast og fæ aldrei nóg af. Þegar von er á gestum er einstaklega gaman að bjóða upp á þessa matarmikla súpu og bera hana fram með nachos flögum, sýrðum rjóma og rifnum osti, þá geta matargestir bætt út í þeim hráefnum sem þeim hugnast best. Súpan er einföld og bragðgóð, en er sjaldnast eins því ég hef gaman af því að prófa mig áfram og nota það sem til er af grænmeti hverju sinni. 4 kjúklingabringur, smátt skornar (eða heill kjúklingur, skorinn í litla bita) 1 rauð paprika, smátt skorin 1 græn paprika, smátt skorin 1 gul paprika, smátt skorin 2 gulrætur, smátt skornar ½ blaðlaukur, smátt skorinn 2 hvítlauksgeirar 1 laukur, smátt skorinn…

Kjúklingur í mangóchutney með ristuðum möndluflögum.

 Veðrið er frekar ljúft í dag og þá er nú ekki annað hægt en að vera glaður. Á svona dögum er líka tilvalið að gera vel við sig í mat, þess vegna ætla ég að deila með ykkur uppskrift sem er í ótrúlega miklu uppáhaldi hjá mér. Kjúklingur í mangóchutney með ristuðum möndluflögum, það er eitthvað við mangóchutney sem fær mig til að brosa og gleðjast. Ég nota það mikið við matargerð, að vísu hef ég aldrei verið það dugleg að búa það til sjálf frá grunni en einn daginn þá ætla ég að prufa það en þangað til þá held ég áfram að kaupa tilbúið mangóchutney sem er líka mjög gott. Þegar ég elda þennan rétt þá miða ég við að það séu tveir…

Japanskt kjúklingasalat

Æ það er svo gott þegar veðrið er svona fínt, ég er komin í vorfíling og ég vona svo sannarlega að þetta veður haldist. Maður veit nú aldrei, fyrir viku síðan var veðrið upp á sitt versta en í dag skín sólin og það er frekar ljúft veður. Ég fylgi veðrinu svolítið, það skiptir máli hvernig veður er úti þegar ég er að ákveða hvað ég eigi að elda. Þegar gott er veður þá kýs ég eitthvað einfalt, fljótlegt og fremur létt. Í gær eldaði ég japanskt kjúklingasalat og mikið sem það er nú gott.  Hér kemur uppskriftin, njótið vel.  Japanskt kjúklingasalat fyrir þrjá til fjóra.  3 kjúklingabringur sweet chili sósa 2 msk. sesamfræ salatpoki (blandað salat, ég notaði spínat og klettasalat að þessu sinni)…

Safaríkar fylltar kjúklingabringur með ofnbökuðum kartöflum og sveppasósu.

Safaríkar fylltar kjúklingabringur með ofnbökuðum kartöflum og sveppasósu. Mér finnst ótrúlega gaman að elda kjúkling, það býður upp á svo marga möguleika. Ég prufaði í fyrsta sinn að elda fylltar kjúklingabringur um daginn og það heppnaðist mjög vel að mínu mati. Ég hef sjaldan verið eins södd og sæl eftir máltíð. Þetta er að mínu mati tilvalinn helgarmatur ef svo má að orði komast, ég veit ekki með ykkur en ég legg svolítið meira upp úr matnum sem ég borða um helgar. Líklega er það vegna þess að þá er meiri tími til þess að dúllast og prufa sig áfram í eldhúsinu.  Ég var svo heppin að fá foreldra og litla bróðir heim frá Noregi um helgina svo það verður aldeilis veisla í mömmukoti alla…

Lífið instagrammað

                      1. Hugguleg kvöldstund með uppáhalds bókunum og tímaritunum mínum. 2. Vinkonur ánægðar með Stúdentakjallarann sem var opna.   3. Kjúklingur í rjómasósu með beikoni og sveppum, gúrme.  4. Hressir Vökuliðar á listakynningu Vöku.  5. Ég og Sara í frambjóðendaferð Vöku             6. Elsku vinir mínir að syngja og halda uppi fjörinu.   7. Heitt súkkulaði með miklum rjóma á ljúfum laugardegi  8. Anna Fríða og Anna Margrét, vinkonur mínar í viðskiptafræðinni. Langþráður lunch eftir jólafríið.  9. Í dag var sól, þá lét ég auðvitað sólgleraugun upp.  10. Rjómalöguð tómatsúpa og salat, uppskriftin kemur inn á morgun kæru vinir.  Ykkur er velkomið að fylgjast með mér á instagram, finnið mig undir evalaufeykjaran. …

Kjúklingabringur í rjómasósu með beikoni og sveppum.

Það hefur verið svokallað inniveður undanfarna daga og þá finnst mér ekkert huggulegra en að koma heim úr skólanum og fara beinustu leið inn í eldhús að dunda mér við matargerð.   Ég bauð bróður mínum og kærustunni hans í mat og við vorum öll sammála um að þetta væri einn sá besti kjúklingaréttur sem við höfum smakkað.  Við kláruðum réttinn og það er alltaf góðs viti að mínu mati, þá veit ég að rétturinn var góður. Við sátum svo yfir sjónvarpinu, pakksödd að horfa á landsleikinn sem því miður endaði ekki nógu vel.  Þeir standa sig nú alltaf afskaplega vel strákarnir, við getum ekki alltaf unnið 🙂  En hér kemur uppskriftin að sérstaklega bragðgóðum og einföldum kjúklingarétt sem við vorum svo ótrúlega ánægð með í…

Bragðmikil kjúklingasúpa með eplum, karrí og kókosmjólk.

Ég fór út í matarbúð til þess að kaupa mér hráefni til að útbúa bruschettu með tómötum-og basiliku. En þegar að ég kom í búðina þá var lítið úrval af ferskum kryddjurtum og mér fannst ómögulegt að fara að gera bruschettu án þess að hafa ferska basiliku svo ég þurfti að koma með hugmynd að öðrum rétti til þess að hafa í kvöldmatinn. Þá datt mér í hug súpa sem vinkona mín hefur verið að tala mikið um við mig, já ég og Agla vinkona tölum nærri því eingöngu um mat. Mér þótti þessi súpa einstaklega heillandi og ég mundi svona hér um bil hvaða hráefni áttu að fara út í súpuna. Þá var málið leyst, ég ákvað að hafa súpuna í matinn og sé…

1 2 3 4 5 6