Archives

Mangó Chutney Kjúklingur

Þessi einstaklegi ljúffengi kjúklingarétti kemur úr safni móður minnar sem er algjör meistarakokkur og þessi réttur er mjög vinsæll á mínu heimili. Þið eigið eftir að gera hann aftur og aftur, ég lofa! Hér kemur uppskriftin, hún miðast við fjóra til fimm manns.  Olía 800 g kjúklingakjöt 2 dl mangó chutney 250 ml rjómi 1- 2 msk karrý 1 tsk sítrónupipar 1/2 kjúklingateningur Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð   Hitið olíu á pönnu, setjið karrý á pönnuna og leyfið því að hitna. Steikið kjúklingakjötið á pönnunni í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til bitarnir brúnist vel. Leggið kjúklingabitana í eldfast form og útbúið því næst sósuna. Hellið 250 ml af rjóma og 2 dl af mangó chutney í pott…

Kjúklinga Enchiladas með Mexíkó osti

Kjúklinga Enchiladas með Mexíkó osti Uppskrift Ólífuolía 1 rauðlaukur 1/2 rautt chili 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 hvítlauksrif salt og pipar 2 kjúklingabringur 1 dós niðursoðnir tómatar 1 msk tómatpúrra 1 mexíkóostur 1 dl vatn Kóríander Tortilla kökur Rifinn mozzarella Sýrður rjómi Salsa Aðferð Hitið olíu á pönnu, skerið niður grænmetið. Steikið laukinn í smá stund, bætið paprikum og chili út á pönnuna. Pressið hvítlauksrif og bætið þeim einnig út á pönnuna. Steikið kjúklingabringurnar á annarri pönnu eða eldið í ofni við 180°C í 20 mínútur. Kryddið bringurnar með kjúklingakryddi. Rífið bringurnar niður og bætið út á pönnuna. Hellið tómötum og tómatmauki saman við. Kryddið til með salti, pipar og smátt söxuðum kóríander. Skerið mexíkó ostinn í litla bita eða rífið niður, setjið...

Geggjað kjúklingapasta með heimagerðu pestó

Ég átti frábæra helgi með fólkinu mínu, en helgin byrjaði á vinkonudekri á Hótel Grímsborgum sem var algjört æði og ég ætla að segja ykkur betur frá því í vikunni. Svo fórum við fjölskyldan á Akranes og skutluðumst síðan á Hvolsvöll. Það var svo gott að komast aðeins í sveitina, leika við Ingibjörgu Rósu og almennt njóta. Allavega á milli þess sem ég vann í lokaritgerðinni sem ég og hópurinn minn skiluðum af okkur í gær og á morgun verjum við ritgerðina og þá er komin smá skólapása. Ekki nema einn áfangi eftir og því sé ég glytta í sumarfrí í skólanum… sem verður kærkomið.Þetta var semsagt mjög góð helgi og ég vona að þið hafið öll notið hennar. Nú er hins vegar komin ný…

Vikuseðill

Mánudagsfiskurinn: Æðisleg bleikja í teriyaki sósu með fetaosti. Þessi réttur er afskaplega einfaldur og fljótlegur sem er alltaf mikill plús á þreyttum mánudegi. Þriðjudagur: Æðisleg rif með asískum blæ. Þetta er rétturinn sem setningin „eitt sinni smakkað, þú getur ekki hætt“ á vel við. Miðvikudagur: Mexíkóskt kjúklingasalat með mexíkó-ostasósu og Doritos. Fimmtudagur: Á uppstigningardaginn ætla ég að elda fyllt cannelloni með spínati og nóg af osti… algjört sælgæti. Föstudagur: Á mínu heimili er hefð fyrir pizzaáti á föstudögum og ætla ég að gera þessa ómótstæðilegu bbq pönnupizzu sem er borin fram með klettasalati, tómötum og nýrifnum parmsesan.   Helgarmaturinn: Um helgina ætla ég að elda uppáhalds súpuna mína en það er humarsúpan hennar mömmu sem ég elska og elda við sérstök tilefni. Helgarbaksturinn Hér koma…

Sumarlegt kjúklingasalat með Mexíkó-ostasósu

Nú er sumarið gengið í garð og með hækkandi sól skiptum við út þungum vetrarmat yfir í léttari og sumarlegri rétti. Kjúklingasalöt flokkast að mínu mati undir sumarlega rétti en þau eru bæði svakalega góð og einföld, auðvelt að blanda góðum hráefnum saman á örfáum mínútum. Ég elska þetta einfalda og góða salat sem ég útbjó um daginn, ég hef ekki hætt að hugsa um það síðan ég borðaði það. Sem betur fer fæ ég til mín góða gesti í kvöldmat í kvöld og ætla að hafa þetta salat á boðstólnum.  Sósan setur punktinn yfir i-ið en það er létt mexíkó-ostasósa sem passar fullkomnlega með kjúklingnum og Doritos snakkinu. Sumarsalatið 2016, gjörið þið svo vel. Sumarlegt kjúklingasalat með Mexíkó-ostasósu   Einföld matreiðsla  Áætlaður tími frá…

Vikuseðill

 Einföld og góð sjávarréttasúpa með tælensku yfirbragði er frábær mánudagsmatur. Á morgun, þriðjudag ætla ég loksins að elda Mac’n Cheese í rjóma-beikonsósu. Já þetta er pasta og beikonvika, það hlýtur nú að mega?  Á miðvikudaginn ætla ég að gera einfalt og gott Sesar salat sem inniheldur kjúkling, beikon, stökka brauðteninga og ljúffenga salatsósu. Á fimmtudaginn ætla ég að hafa þessar gómsætu sænsku kjötbollur sem slá alltaf í gegn og allir á heimilinu borða vel af. Ingibjörg Rósa mín elskar þessar með nóg af sósu.   Á föstudaginn ætla ég að hafa einn af mínum eftirlætis réttum, spaghetti Bolognese. Ljómandi góður réttur með góðu rauðvínsglasi. Um helgina er tilvalið að skella í þessa æðislegu mexíkósku pizzu.  Tryllingslega gott karamellupæ er á bakstursplaninu mínu um helgina, ef…

Æðislegar kjúklinganúðlur

Kjúklinganúðlur með wasabi sósu 800 g kjúklingakjöt (ég notað úrbeinuð læri) 2 dl sojasósa 2 dl sweet chili sósa 200 g núðlur 1 rautt chili 1 agúrka 1 rauð paprika 2 stilkar vorlaukur kóríander límóna salt og pipar Wasabi hnetur Aðferð: Blandið sojasósu og sweet chili sósunni saman. Leggið kjúklingakjötið í eldfast mót og hellið sósunum yfir. Gott er að leyfa kjúklingnum að marinerast í 1 – 2 klst. Þess þarf ekki en kjúklingurinn verður bragðbetri. Kryddið til með salti og pipar. Eldið kjúklinginn við 180°C í 25 – 30 mínútur. Skerið agúrku, papriku og vorlauk mjög smátt. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Skerið kjúklinginn í munnbita þegar hann er klár og blandið honum saman við núðlurnar og grænmetið. Það ætti að vera sósa…

Vikuseðill

Gleðilega vinnuviku allir saman! Ég vona að þið hafið haft það einstaklega gott um páskana. Sjálf átti ég frábæra páska með fólkinu mínu og kom endurnærð til vinnu í morgun. Markmið vikunnar er að minnka súkkulaðiát haha og þá er tilvalið að hefja vikuna á þessum græna og fína drykk sem þið sjáið hér að ofan, æðislegur avókadó drykkur með sítrónu. Hér fyrir neðan finnið svo tillögur að kvöldmat út vikuna og ég vona að þið fáið nóg af hugmyndum. Njótið vel. Einföld grænmetisbaka með fetaosti er alltaf góð hugmynd eftir veisluhöld í marga daga. Það er upplagt að nota afganga í þessa böku t.d. kjöt eða kjúkling.  Fiski takkós er frábær leið til þess að fá alla fjölskylduna til þess að borða meira af fisk…

Rjómalagað kjúklingapasta úr Matargleði Evu

Í þætti kvöldsins var sérstakt pasta þema og eldaði ég nokkra af mínum eftirlætis pastaréttum. Ég lagði mikla áherslu á einfalda rétti sem allir geta leikið eftir og tekur ekki langa stund að búa til. Þessi lúxus kjúklingapastaréttur er til dæmis einn af þeim og hann er svo góður að þið verðið að prófa hann. Ég mæli að minnsta kosti hiklaust með honum um helgina. Kjúklingur, beikon, pasta og rjómi saman í eitt. Orð eru óþörf 🙂 Rjómalagað kjúklingapasta með beikoni og kryddjurtum Fyrir 3 – 4 manns. 2 msk ólífuolía 4 kjúklingabringur 200 g gott beikon 8 – 10 sveppir, skornir 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk ferskt timjan, smátt saxað 1/2 kjúklingateningur 350 ml matreiðslurjómi salt og pipar eftir smekk 300…

Syndsamlega góður Doritos kjúklingur

Í kvöld er komið að úrslitakeppni Eurovision og veljum við okkar framlag sem keppir síðan í Stokkhólmi í vor. Er ég spennt? Já. Enda forfallin Eurovision aðdáandi og auðvitað ætlum við að horfa á keppnina í kvöld, þá er tilvalið að skella í eitthvað gott og borða á meðan keppninni stendur. Ég ætla að gera þennan stökka og góða kjúkling í Doritos hjúp, ég hef áður gert svipaða uppskrift og notað Kornflex en svei mér þá ef þessi er ekki betri – kjúklingurinn er mikið stökkari og þetta er algjört sælgæti. Laugardagsmatur þegar maður vill fá sér eitthvað svolítið gott.  Uppskriftin er líka afar einföld og það þarf ekki að kaupa mörg hráefni, semsagt einfalt og þægilegt. Njótið vel og eigið gott laugardagskvöld framundan. Doritos…

1 2 3 4 6