Archives

Spínatspergilskáls kjúklingur

Nú er sá tími sem að margir eru í prófum þ.á.m. ég sjálf og þá er agalega mikilvægt að huga að því hvað maður lætur ofan í sig. Ótrúlega auðvelt að detta í þann gír að borða lítið yfir daginn og enda á einhverjum skyndibitastað af því stressið verður svo mikið að það virðist ekki vera tími fyrir almennilega máltíð. En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir hvern og einn að gefa sér tíma í hádegis-og kvöldmat. Sérstaklega í prófum, þurfum að hugsa extra vel um okkur á meðan á þeim stendur svo við séum nógu orkumikil fyrir lesturinn. Það tekur ekki einfaldlega ekki langa stund að útbúa góða máltíð. Í kvöld þá lagaði ég mér kjúklingabringu í spínatspergilkálsmauki.  Ég byrjaði á því að…

Kjúklingasataysalat

Ég er svo hrifin af þessu kjúklingasalati, elsku Fríða vinkona bauð mér eitt sinn upp á þetta dýrindis salat og þá var ekki aftur snúið. Ást við fyrsta smakk.  Einfalt, fljótlegt og bragðmikið.  1 x Stór spínatpoki í botninn (ég setti líka nokkur rucola blöð sem ég átti inn í ísskáp)   Ég notaði þrjár kjúklingabringur, þetta salat sem ég lagaði núna er fyrir ca. 4 – 5 manns.  Ég steikti bringurnar í nokkrar mín og bætti síðan 4-5 msk af satay sósu.  Kryddað með salti og pipar vitaskuld.   Látið malla á pönnunni í góða stund við vægan hita.   Kirsuberjatómatar og avókadó. (Heil askja af tómötum og eitt avókadó) Kúskús sem ég var búin að krydda með smá salt og pipar og ein tsk. af karrý …

1 4 5 6