Nú er sá tími sem að margir eru í prófum þ.á.m. ég sjálf og þá er agalega mikilvægt að huga að því hvað maður lætur ofan í sig. Ótrúlega auðvelt að detta í þann gír að borða lítið yfir daginn og enda á einhverjum skyndibitastað af því stressið verður svo mikið að það virðist ekki vera tími fyrir almennilega máltíð. En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir hvern og einn að gefa sér tíma í hádegis-og kvöldmat. Sérstaklega í prófum, þurfum að hugsa extra vel um okkur á meðan á þeim stendur svo við séum nógu orkumikil fyrir lesturinn. Það tekur ekki einfaldlega ekki langa stund að útbúa góða máltíð. Í kvöld þá lagaði ég mér kjúklingabringu í spínatspergilkálsmauki. Ég byrjaði á því að…