Ofnbakaður lax með kúskús og léttri fetaostjógúrtsósu 800 g beinhreinsað laxaflak með roði Salt og pipar 1 sítróna, börkur og safi graslaukur 1 hvítlauksrif 3-4 msk smjör Ólífuolía Aðferð: Leggið laxaflakið í eldfast mót, kryddið til með salti, pipar og nýrifnum sítrónuberki. Hellið smávegis af ólífuolíu yfir fiskinn og skerið smjörið í litla bita og leggið yfir. Rífið niður hvítlauk og sáldrið yfir ásamt smátt söxuðum graslauk. Eldið fiskinn í ofni við 180°C í 13 – 15 mínútur. Á meðan fiskurinn er í ofninum útbúið þið einfalt meðlæti, að þessu sinni æðislegt kúskús með papriku og kóríander. Kúskús 200 g hreint kús kús ½ kjúklingateningur salt og pipar 1 tsk rifinn sítrónubörkur 1 rauð paprika handfylli kóríander 1 dl fetaostur Aðferð Setjið kúskús í skál og…