Frönsk súkkulaðikaka með Dumle sósu a’la Gummi Ben

Þetta er örugglega í fyrsta og síðasta sinn sem ég deili uppskrift frá honum Gumma vini mínum, haha! En ef það er eitthvað sem ég hef lært af honum í Ísskápastríði að það er þá að búa til góðar súkkulaðisósur, jájá hann má eiga það. Þetta er algjör súkkulaði-og karamellubomba sem á erindi inn á hvert heimili, strax í dag helst. Sósan er svo góð að þið getið borðað hana eina og sér, en það er svona skemmtilegra að bera sósuna fram með einhverju góðu eins og til dæmis þessari köku.

Frönsk súkkulaðikaka með Dumle karamellusósu

 • 200 g smjör
 • 200 g súkkulaði
 • 200 sykur
 • 4 egg
 • 1 dl hveiti
 • 1 poki Dumle karamellur (110 g)

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Þeytið saman sykur og egg þar til blandan er orðin létt og ljós.
 3. Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita, þegar súkkulaðiblandan er tilbúin þá hellið þið henni varlega saman við eggjablönduna.
 4. Sigtið hveiti saman við í lokin.
 5. Klæðið hringlaga bökunarform með bökunarpappír eða smyrjið formið vel, hellið deiginu í formið og setjið dumle karamellur ofan á.
 6. Bakið við 180°C í 30 mínútur.

Dumle sósan hans Gumma

 • 1 poki Dumle karamellur (110 g )
 • 1 dl rjómi

Aðferð:

 1. Bræðið karamellurnar í rjómanum við vægan hita, hrærið vel í á meðan svo hún brenni alls ekki.
 2. Hellið sósunni yfir kökuna þegar þið hafið tekið hana úr forminu.
 3. Berið fram með ferskum jarðarberjum til dæmis. Og ís.. það má ekki gleyma ísnum.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *