Einfalt og bragðmikið pastasalat

Einfalt og gott pastasalat

 • 2 kjúklingabringur eldaðar, eða álíka mikið magn af öðru kjúklingakjöti
 • 300 g penne pasta
 • 1 krukka gott pestó
 • 8 – 10 sólþurrkaðir tómatar
 • 1 dl fetaostur
 • ristaðar furuhnetur, magn eftir smekk
 • góð jómfrúarolía
 • nýrifin parmesan ostur
 • 1 poki klettasalat

Aðferð:

 1. Sjóðið pasta í söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
 2. Skerið niður kjúklingakjöt, sólþurrkaða tómata og klettasalat.
 3. Blandið öllu saman í skál, hellið pestóinu saman við og hrærið vel.
 4. Ristið furuhnetur á pönnu og rífið niður parmesan, sáldrið yfir pastaréttinn áður en þið berið fram og njótið!

*Gott að geyma í ísskáp, smakkast vel bæði heitt og kalt!

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *