Lífið á Instagram

Vinkona mín hún Vera á von á dömu núna í apríl og við héldum babyshower um síðustu helgi, að sjálfsögðu fékk hún bleika köku.

Jóhann Gunnar kennir mér að pósa almennilega á myndum, það þarf að hugsa um þessar fætur líka!

Æ sjá þær! Þessi mynd var tekin fyrir sex mánuðum síðan eða þegar Kristín Rannveig var nýfædd.

Loksins fékk ég að fara í förðun hjá Hörpu Kára, hún er nú meiri snillingurinn.

Haddi minn átti afmæli þann 20.mars. Við fengum okkur súkkulaðiköku í morgunmat.. og já í hádegis og kvöldmat líka.

Á eftir kökuáti kemur græni safinn 😉

Þrjú geggjuð danskvöld að baki í Allir geta dansað.. Við snúum aftur þann 8.apríl og ég get hreinlega ekki beðið.

Egg, bananar, haframjöl, lyftiduft og vanilludropar í eina sæng og þetta er útkoman! Dýrðin ein.

Hjartagullin mín, stelpurnar mínar.

Það er kannski enn mjög kalt úti en með hækkandi sól verður allt skemmtilegra, hér er Ingibjörg Rósa í essinu sínu á Langasandi.

Þessi fagri, fagri kjóll! Ég hef sjaldan eða aldrei fengið jafn margar fyrirspurnir varðandi kjól. Hann er frá henni Andreu.

Litla skottan mín <3

Þið finnið mig á Instagram undir evalaufeykjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *