Það var alltaf lambakjöt á boðstólnum um páska þegar ég var yngri og ég hef haldið í þá hefð frá því ég fór að búa sjálf. Við erum mikið fyrir lambahrygg á þessu heimili og elskum að hafa hann hægeldaðan eða þá fylltan með ýmsu góðgæti. Hér eru tvær uppskriftir sem eru tilvaldar um páskana. Ég vona að þið hafið það sem allra, allra best! Fylltur lambahryggur Lambahryggur ca. 2 kg, úrbeinaður 1 – 2 msk bezt á lambið krydd Salt og pipar Fylling: 100 g furuhnetur 1 krukka sólkysstir tómatar 100 g saxaðar döðlur 1 hvítlauksrif 2 hvítlauksrif Salt og pipar 3 msk fetaostur Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Látið kjötborðið úrbeina lambahrygginn eða úrbeinið sjálf. Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í…