Archives

Lambahryggur á tvo vegu

Það var alltaf lambakjöt á boðstólnum um páska þegar ég var yngri og ég hef haldið í þá hefð frá því ég fór að búa sjálf. Við erum mikið fyrir lambahrygg á þessu heimili og elskum að hafa hann hægeldaðan eða þá fylltan með ýmsu góðgæti. Hér eru tvær uppskriftir sem eru tilvaldar um páskana. Ég vona að þið hafið það sem allra, allra best! Fylltur lambahryggur Lambahryggur ca. 2 kg, úrbeinaður 1 – 2 msk bezt á lambið krydd Salt og pipar Fylling: 100 g furuhnetur 1 krukka sólkysstir tómatar 100 g saxaðar döðlur 1 hvítlauksrif 2 hvítlauksrif Salt og pipar 3 msk fetaostur Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Látið kjötborðið úrbeina lambahrygginn eða úrbeinið sjálf. Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í…

Súkkulaðimúsin sem allir elska

Súkkulaðimúsin sem allir elska 25 g smjör 200 g suðusúkkulaði 250 ml rjómi 3 stk egg 2 msk sykuR Aðferð: Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita í potti. Hellið súkkulaðinu síðan í skál, kælið og blandið þremur eggjarauðum saman við. Þeytið rjóma og að því loknu bætið súkkulaðiblöndunni saman við, í þremur pörtum. Leggið blönduna til hliðar. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smám saman við. Hrærið eggjahvítublöndunni mjög varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju, setjið í glös eða skál. Kælið í lágmark 3 klst. Tilvalið að útbúa kvöldi áður. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Tacos með hægelduðu svínakjöti og bragðmikilli sósu

Tacos með hægelduðu svínakjöti og bragðmikilli sósu Fyrir 2 – 3 Hráefni: • 600 g úrbeinaður svínahnakki • 1 msk ólífuolía • 1 laukur • 2 hvítlauksrif • ½ rauður chili • Salt og pipar • Handfylli kóríander • 2 tsk paprika • 2 tsk allrahandakrydd • 1 tsk cumin • 330 ml bjór • 2 dl soðið vatn Aðferð: 1. Forhitið ofninn í 160°C (blástur) 2. Hitið olíu í potti sem þolir að fara inn í ofn (helst með loki). 3. Steikið kjötið upp úr olíunni og kryddið með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan, bætið lauk, hvítlauk og chil ií pottinn og steikið vel í 2 – 3 mínútur. 4. Hellið bjórnum saman við og látið sjóða í 2 mínútur….

Taco tuesday – Ljúffengar tortillaskálar

Þriðjudagar eru mexíkóskir á þessum bæ eins og ég hef sagt áður, þið sem fylgið mér á Instagram sáuð kannski þessa uppskrift í gær hjá mér? Þessar tortillaskálar með ljúffengri fyllingu slógu heldur betur í gegn og sú yngsta sem er ekki orðin tveggja ára elskaði þetta. Að þessu sinni notaði ég kalkúnahakk sem ég rakst á út í búð, ég hef ekki séð það fyrr og var mjög spennt að prófa að nota það. Hér er uppskriftin og ég vona að þið prófið, þetta var vægast sagt ljómandi gott! Tortillaskálar Uppskrift miðast við fjóra 1 msk olía 600 g kalkúnahakk 1 laukur 1/4 rautt chili 2 hvítlauksrif 1 rauð paprika 5 sveppir Salt og pipar 1 tsk paprika 1 tsk rósmarín 1 tsk kummin…

Taco tuesday – Kjúklingalæri á stökkri tortillavefju

Taco tuesdays eða þriðjudagar undir mexíkóskum áhrifum eru komnir til þess að vera á Instastory hjá mér. Á hverjum þriðjudag ætla ég að deila með ykkur uppskrift að einföldum og bragðgóðum uppskriftum sem eiga það sameiginlegt að vera á mexíkósku nótunum. Ég vona að þið eigið eftir að fylgjast með næstu þriðjudaga. Hér er uppskriftin frá því í síðustu viku og þá útbjó ég ljúffeng kjúklingalæri á stökkri tortillavefju með fersku salsa. Bragðmikil kjúklingalæri á stökkri tortillavefju Uppskrift miðast við fjóra 800 g kjúklingalæri, beinhreinsuð 2 msk ólífuolía 1/2 límónu, börkur og safi 2 tsk paprikuduft 1 tsk kummin 1 tsk kjúklingakrydd 1 tsk allrahandakrydd Salt og pipar 1 rauð paprika 1 laukur Tortillavefjur Ferskt salsa, uppskrift hér að neðan Hreinn fetaostur Kóríander Aðferð: Forhitið…

BOLLUDAGURINN MIKLI 2019

Bollabæklingurinn árið 2019 kom út í vikunni og ég vann að honum í samstarfi við Nóa Síríus. Ég er virkilega ánægð með útkomuna og ég er alltaf jafn ánægð að sjá uppskriftirnar mínar á prenti, það er einhver sjarmi yfir því. Það hafa eflaust margir tekið forskot á sæluna í dag og fengið sér eina bollu eða tvær… á morgun er hins vegar bolludagurinn og þá má sér tvær til, þó það nú væri.

Vikuseðillinn

Mánudagur: Smjörsteiktur þorskhnakki með blómkálsmauki og ferskum aspas Þriðjudagur: Kraftmikil haustsúpa með beikoni og hakki. Miðvikudagur: Einfalt sítrónupasta og ljúffengt mozzarella salat. Fimmtudagur: Ofnbökuð bleikja í teryaki sósu. Föstudagur: Pizzakvöld eða mexíkóskt? Bæði betra. Þetta ofur nachos með kjúklingi er tryllt! Helgarmaturinn: Ég er að útskriftast úr viðskiptafræði á laugardaginn og tilefnið kallar á ljúffenga máltíð. Nautalund og hvítlaukshumar er þess vegna afar góð hugmynd! Helgarbakstur: Ég mun fagna útskriftinni með viðeigandi áti og þessi marengsbomba með marssósu er algjört lostæti. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Vikuseðillinn góði

Fimmtudagur: Matarmikil og súper góð sjávarréttasúpa sem þið eigið eftir að elska. Föstudagur: Föstudagspizzan er á sínum stað ásamt brjálæðislega góðum parmesan kartöflum. Laugardagur: Besti borgari allra tíma innblásinn af Gastro Truck. Sunnudagur: Smjörsteiktur humar og mögulega hvítvínsglas með? Maður spyr sig. Einfalt og gómsætt!   Helgarbaksturinn: Döðlukakan sem enginn fær nóg af!   Njótið vel. p.s. Lofa að næsti vikuseðill birtist á mánudegi ekki fimmtudegi xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Laxa sashimi með ponzusósu

Ég elska þennan einfalda rétt sem tekur enga og þá meina ég enga stund að útbúa. Þessi réttur er æðislegur sem forréttur en getur líka staðið sem aðalréttur og þá heldur sem léttari máltíð. Ég fékk margar spurningar þegar ég sýndi frá því hvernig ég bjó til réttinn á Instagram hvar ég keypti eiginlega fiskinn en þið ættuð að geta fengið frábæran fisk í næstu búð að minnsta kosti í næsta fiskborði/verslun. Þið veljið þann fisk sem ykkur líst best á að sjálfsögðu. Laxa sashimi með ponzusósu Fyrir 3 – 4 sem forréttur 500 g lax, beinhreinsaður 2 lárperur 1/4 tsk rifið engifer 1 hvítlauksrif, smátt saxað 1 msk smátt saxað kóríander + meira til skrauts 1/2 tsk smátt saxað rautt chili + meiri til…

1 2 3 4 5 80