Lambahryggur á tvo vegu

Það var alltaf lambakjöt á boðstólnum um páska þegar ég var yngri og ég hef haldið í þá hefð frá því ég fór að búa sjálf. Við erum mikið fyrir lambahrygg á þessu heimili og elskum að hafa hann hægeldaðan eða þá fylltan með ýmsu góðgæti. Hér eru tvær uppskriftir sem eru tilvaldar um páskana. Ég vona að þið hafið það sem allra, allra best!

Fylltur lambahryggur

Lambahryggur ca. 2 kg, úrbeinaður

1 – 2 msk bezt á lambið krydd

Salt og pipar

Fylling:

100 g furuhnetur

1 krukka sólkysstir tómatar

100 g saxaðar döðlur

1 hvítlauksrif

2 hvítlauksrif

Salt og pipar

3 msk fetaostur

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 180°C.
  2. Látið kjötborðið úrbeina lambahrygginn eða úrbeinið sjálf.
  3. Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í fyllinguna í matvinnsluvél og maukið vel.
  4. Setjið fyllinguna á milli hryggjarvöðvanna og leggið lundirnar þar ofan á.
  5. Mótið rúllu og vefjið seglgarni utan um rúlluna og kryddið hrygginn með salti, pipar og bezt á lambið kryddi eða öðru góðu kryddi sem passar á lambakjöt. (ég gleymdi að kaupa seglgarn en notaði tannstöngla að þessu sinni!)
  6. Setjið lambahrygginn í eldfast mót, hellið hálfum líter af soðnu vatni í fatið og inn í ofn við 180°C í 45 – 5ö mínútur. Þegar 15 mínútur eru eftir af eldunartímanum er ágætt að hækka hitann í 210°C.
  7. Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þið skerið það og berið fram, hellið soðinu frá og geymið í sósugerð.

Ljúffeng sósa með lambakjöti

300 – 400 ml soð

12 – 14 sveppir

2 msk smjör

Salt og pipar

500 ml rjómi

Sósuþykkjari

1/2  – 1 lambakjötsteningur

Aðferð:

Skerið sveppi smátt og steikið upp úr smjöri, kryddið með salti og pipar.

  1. Hellið soðinu og rjómanum saman við og náið upp suðu.
  2. Bætið lambakjötskrafti og smávegis af sósuþykkni út í, hrærið stöðugt í sósunni og lækkið hitann.
  3. Þegar þið eruð ánægð með áferðina á sósunni er hún tilbúin og munið að það er mjög mikilvægt að smakka sig ti.

Hægeldaður lambahryggur eins og tengdó gerir 🙂

1 hryggur ca. 3 kg

Salt og pipar

500 – 600 ml soðið vatn

½ lambakjötsteningur

Aðferð:

Forhitið ofninn í 230°C.

  1. Kryddið hrygginn með salti og pipar, setjið í eldfast mót og inn í ofn við 230°C í 25 – 30 mínútur.
  2. Lækkið hitann niður í 150°C, hellið hálfum líter af soðnu vatni í fatið og leyfið kjötinu að malla í 5 – 6 klst. Það gæti verið að þið þurfið að bæta vatni í fatið einu sinni til tvisvar og þá bara 100 – 200 ml í senn.
  3. Leyfið kjötinu að hvíla í lágmark 1ö mínútur áður en þið berið það og sigtið að sjálfsögðu soðið frá og notið í sósugerð.
Þetta salat sló í gegn – uppskriftin er hér!
Einfaldar og bragðmiklar kartöflur. Sjóðið kartöflur, afhýðið og steikið upp úr smjöri á pönnu – miklu smjöri! Kryddið með salti, pipar og rósmarín.
Ég myndi segja að þetta væri alltaf vinsælasta meðlætið. Tengdamamma er alltaf með rjómalöguð grjón á boðstólnum og allir elska þetta og ég líka. Sáraeinfalt, sjóðið grjón samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Bætið vel af rjóma og smjöri saman við og hrærið varlega. Kryddið með salti og pipar.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *