Janúar 2019

Árið byrjaði í Tenerife og ég gæti ekki hugsað mér betri byrjun, söknum hitans strax.

Hársjæning hjá Svavari mínum, alltaf jafn gott að fara til hans.

Við Sigrún Ósk veislustýrðum hátt í sjö hundruð manna þorrablóti á Akranesi þann 26.janúar. Það var mjööög skemmtilegt 🙂

Guðlaug er ný upphituð laug á Akranesi og ég mæli innilega með að þið komið hingað upp á Akranes og njótið hennar. Það kostar ekkert að fara í laugina og mamma mía hvað þetta er geggjað!

Kristín Rannveig fallega ljónið mitt í göngutúr á köldum janúardegi.

Ný blóm gera kraftaverk 😉

Mér þykir mjög vænt um þenna hóp, við hittumst mjög sjaldan þar sem Stefán okkar býr í New York og það er þess vegna ofur gott þegar við loksins náum að hittast.

Janúarmegrunin var semsagt ekki í gangi á þessu heimili.

Tók viðtal við þessa dásemdar konu og vinkonu! Heppin ég.

Þorrablótið kallaði á alla pallíettukjólana mína

Janúar hefur verið mjög kaldur.. sem þýðir eðlilega mjög margir kakóbollar.

Kvöð að klára þessar súkkulaðiskálar…

Fyrsta viðtalið mitt í Íslandi í dag, ég er orðin hluti af því góða teymi og er mjög spennt að takast á við það verkefni.

Pakkaði niður jólunum og sjálfkrafa var heimilið svo tandurhreint, þið kannist kannski við þá tilfinningu?

Ég var gestastjórnandi í morgunþættinum Bakaríið á Bylgjunni í mjög góðum félagsskap.

Ískalt útihlaup á fallegum degi.

Pönnukökuátið stóð fyrir sínu.

Lokaþáttur af Ísskápastríðinu var á dagskrá í janúar. Það er svo ótrúlega gaman að vinna þessa þætti og vonandi skilar það sér heim í stofu.

Ég setti tvö markmið í janúar. 1. Sofa fyrr 2. Lesa meira Ég var komin með mikla leið á því að rembast við að halda mér vakandi eiginlega afþví bara, farin horfa á alltof mikið sjónvarp og fór of seint að sofa, sem þýddi þá bara minni svefn og þið vitið öll hvernig sú formúla virkar. Ég ákvað þess vegna að fá mér bókasafnskort í fyrsta sinn í tíu ár held ég bara, valdi mér góðar bækur og fór upp í rúm um tíuleytið öll kvöld (nánast öll). Þetta skilar sér í því að ég vakna miklu fyrr eða um sex á morgnana sem ég elska og ég elska að lesa meira, þetta er bara plús.

Við Edda systir vorum með framkomunámskeið á Akureyri og hún gerir hér grín að litlu systir sinni sem finnst hún vera komin til útlanda. Eruð þið ekki bara sammála mér? haha.

Janúar var býsna góður mánuður og ég er spennt að sjá hvað febrúar býður upp á.

 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum 🙂

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *