Archives

Appelsínu-og gulrótarsafi.

Í morgun bjó ég til appelsínu- og gulrótarsafa. Þessi safi er yfirfullur af hollustu og vítamínum, hentar því afskaplega vel að byrja daginn á einu glasi af góðum og hollum safa.  Það tekur enga stund að búa til safa, minnsta málið í eldhúsinu. Mér finnst voða gott að hefja daginn og þá sérstaklega mánudaga eftir smá helgarsukk á hollum og góðum morgunmat, þá gegnir safinn lykilhlutverki.   Ég bý til safa sem dugar í nokkur glös og endist mér út daginn.  Appelsínu- og gulrótarsafi.  500 ml ískalt vatn  5 meðalstórar gulrætur 2 meðalstórar appelsínur 1 sítróna 4 – 5 cm ferskt engifer.  1. Byrjið á því að flysja og skera hráefnið.  2. Setjið vatn í blandarann, 500 ml ískalt vatn.  3. Bætið hráefninu saman við vatnið…

Græn orkubomba.

Ég fór beinustu leið út í búð þegar ég kom heim frá Noregi í gær og fyllti matarkörfuna af hollum mat, já grænt skal það vera í apríl. Ég er að berjast við flensu og lykillinn að því að ná sér fljótt er með engiferið að vopni. Í morgun bjó ég til græna ofurbombu sem smakkaðist mjög vel. Ég á ekki safapressu svo ég nota bara blandarann minn góða  Ég vona að þið njótið vel.  Græn ofurbomba.  500 ml vatn 1 sellerí stilkur 1 handfylli spínat (væn lúka)  1/2 sítróna 4 cm engiferrót 1/4 agúrka Aðferð:  Byrjið á því að setja vatn og spínat saman í blandarann, bætið síðan einu og einu hráefni saman við. Blandið öllu saman í nokkrar mínútur þar til þetta er…

Fimm uppskriftir í léttari kantinum.

Ég veit ekki með ykkur en ég borðaði yfir mig um páskana og gott betur en það. Veisla á hverjum degi, óhóflegt súkkulaðiát og já sífellt át. Það er vissulega huggulegt en ég finn það að líkaminn minn gargar á hollustu eftir páskalúxusinn. Ég tók til fimm uppskriftir sem eru í léttari kantinum, þær eiga það allar sameiginlegt að vera fremur einfaldar, fljótlegar og góðar auðvitað. Ég ætla að borða mikið af fisk og grænmeti í vikunni, það er allavega eitt af markmiðum vikunnar. Í kvöld verður fiskrétturinn með kókosmjólkinni á boðstólnum heima hjá mér, hann er ótrúlega góður og léttur í maga.   Kjúklingasalat með pasta, jarðberjum og ferskum parmesan osti. Salat sem fangar augað og kitlar bragðlaukana, ótrúlega gott.   Ofnbakaður lax með pestó, bökuðum sætum…

Páskadagur

Páskarnir ó elsku páskarnir. Ég er búin að hafa það svo ótrúlega gott í Noregi, góður félagsskapur og veislumatur á hverjum degi. Í dag var íslenskt lambalæri með öllu tilheyrandi, ég fékk að sjá um lambalærið að þessu sinni. Ég prufaði voðalega góða marineringu með ferskum kryddjurtum sem ég ætla að deila með ykkur á næstu dögum. Meðlætið var einfalt, ofnbakaðar kartöflur, ferskt salat, gular baunir, sveppasósa og pönnusteiktar gulrætur með hvítlauksolíu. Í forrétt og eftirrétt voru svo öll páskaeggin sem allir á heimilinu hafa verið að narta í síðan í morgun. Í eftirrétt, eftirrétt voru  ostar og með því. Í kvöld er planið að horfa á sjónvarpið og hafa það huggulegt. Á morgun taka svo við ný og skemmtileg verkefni því nú er ný…

Sólríkur dagur.

 Enn einn sólardagur hér í Noregi. Við ákváðum að fara yfir til Stavanger í morgun og rölta þar um. Við skoðuðum okkur um, kíktum í búðir og fengum okkur að borða. Bærinn iðaði af mannlífi og við sátum við höfnina og borðuðum góðan mat og fengum okkur rósavín, mjög huggulegt og það er svo góð tilfinning að finna að sumarið er á næsta leyti.   Steindór Mar prins og mamma mín.  Fallegu systkinin mín, Maren Rós og Allan Gunnberg.  Ég hef aldrei skilið norska matargerð og mér finnst alltaf svolítið spennandi að sjá hvernig diskurinn lítur út ef ég panta mér mat á veitingahúsi, í dag fékk ég mér salat og mér fannst chili-skrautið mjög skemmtilegt. Mjög smart að henda heilu chili ofan á salat:)   Stavanger…

Gular og gómsætar makrónur.

 Sólin skín hér í Noregi og vorið er svo sannarlega komið. Ég ákvað í morgun að baka franskar makrónur, auðvitað áttu þær að vera gular að þessu sinni. Gulur er uppáhalds liturinn minn svo ég er sérlega ánægð með páskana, þá fær guli og fallegi liturinn að njóta sín. Litlu prinsunum mínum fannst kökurnar sérstaklega spennandi og nú er skálin tóm, þá þurfum við bara að baka fleiri og ekki finnst mér það leiðinlegt.   Þið finnið mjög einfalda uppskrift að makrónum hér.  Ég gerði sítrónusmjörkrem með hvítu súkkulaði, ég get sagt ykkur það að þetta krem er eitt það besta sem ég hef smakkað. Mæli svo sannarlega með þessu krem.  Sítrónusmjörkrem.  75 g smjör, við stofuhita  150 g flórsykur 70 g hvítt súkkulaði 2  msk…

Amerískar pönnukökur með ljúffengu bláberja sírópi.

Að byrja daginn á amerískum pönnukökum er ávísun að ljúfum degi,  ég segi það satt. Það er ekki hægt að fara öðruvísi út í daginn eftir pönnukökuát en með bros á vör og kannski með smá síróp út á kinn. Það er ekki langt síðan að ég byrjaði að baka þessar pönnukökur en mikið sem ég er ánægð að hafa byrjað á því, ég fæ ekki nóg af þeim. Í páskafríinu er tilvalið að baka pönnukökur í morgunsárið, ég er svo hrifin af páskafríinu vegna þess að það einkennist af svo mikilli ró. Ekkert stress og allir frekar slakir. Amerískar pönnukökur, bláberjasíróp, hrærð egg, beikon, ostar, sultur, hrökkbrauð, reyktur lax með piparrótarsósu og ferskir ávextir. Nú er ég að lýsa drauma morgunverði, það er eitthvað…

Stavanger

 Það er aldeilis ljúft að vera hér í Noregi hjá fjölskyldu minni. Í dag vorum við að rölta um og skoða Stavanger, ég á eftir að deila frekar mikið af myndum með ykkur af þessum fallega bæ. Veðrið er líka einstaklega gott  og það verður allt svo fallegra í sólinni. Á myndinni hér að ofan má sjá Daníel Mar grallaraspóa, hann er yngsti sonur systur minnar.   Daníel Mar og Maren Rós, sætu og krúttlegu mæðgin.  Kristían Mar Kjaran draumaprins.  Páskaskraut í öllum búðum.  Ég og Maren systir mín.  Eftir gönguna var okkur orðið svolítið kalt og við vorum auðvitað svöng, það var því ekkert annað í stöðunni en að hamborgara sig upp. Frekar ljúfur dagur á enda. Ég vona að þið hafið það gott kæru…

Lífið Instagrammað.

1. Virkilega góð byrjun á deginum.  2. Haddi minn átti afmæli þann 20.mars og auðvitað var skálað fyrir því.  3. Hélt bollakökunámskeið fyrir hressa unglinga í Rimaskóla.  4. Hádegisdeit á Jómfrúnni klikkar seint.  5. Allir góðir laugardagar byrja á amerískum pönnukökum, svo mikið er víst. 6. Á föstudaginn þá fór ég á árshátíð Vöku, það var ótrúlega gaman.  7. Útsýnið mitt í gær þegar ég flaug til Noregs. Ætla að eyða páskunum í Noregi með fjölskyldunni minni og það er svo afskaplega notalegt að vera komin út til þeirra.  Þið getið fylgst með mér á Instagram, finnið mig undir evalaufeykjaran.  Ég vona að þið eigið ljúfan mánudag framundan.  xxx Eva Laufey Kjaran

Bollakökunámskeið í Rimaskóla.

Þann 19.febrúar hélt ég bollakökunámskeið fyrir hressa unglinga í Rimaskóla. Hver og einn bakaði og skreytti sínar kökur.  Svo fengu þau auðvitað að taka afraksturinn með heim. Það var virkilega skemmtilegt að eyða kvöldinu með þessum skemmtilegu unglingum. Kökurnar þeirra smökkuðust mjög vel og skreytingarnar voru til fyrirmyndar. Algjörir snillingar þessir krakkar. Ég tók auðvitað myndavélina með og tók nokkrar myndir af kvöldinu sem ég ætla að deila með ykkur.   Frábærir unglingar og skemmtilegt baksturskvöld.  xxx Eva Laufey Kjaran

1 25 26 27 28 29 80