Stavanger

 Það er aldeilis ljúft að vera hér í Noregi hjá fjölskyldu minni. Í dag vorum við að rölta um og skoða Stavanger, ég á eftir að deila frekar mikið af myndum með ykkur af þessum fallega bæ. Veðrið er líka einstaklega gott  og það verður allt svo fallegra í sólinni. Á myndinni hér að ofan má sjá Daníel Mar grallaraspóa, hann er yngsti sonur systur minnar. 
 Daníel Mar og Maren Rós, sætu og krúttlegu mæðgin.
 Kristían Mar Kjaran draumaprins.
 Páskaskraut í öllum búðum.
 Ég og Maren systir mín. 

Eftir gönguna var okkur orðið svolítið kalt og við vorum auðvitað svöng, það var því ekkert annað í stöðunni en að hamborgara sig upp. Frekar ljúfur dagur á enda. Ég vona að þið hafið það gott kæru vinir. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *