Bollakökunámskeið í Rimaskóla.

Þann 19.febrúar hélt ég bollakökunámskeið fyrir hressa unglinga í Rimaskóla. Hver og einn bakaði og skreytti sínar kökur.  Svo fengu þau auðvitað að taka afraksturinn með heim. Það var virkilega skemmtilegt að eyða kvöldinu með þessum skemmtilegu unglingum. Kökurnar þeirra smökkuðust mjög vel og skreytingarnar voru til fyrirmyndar. Algjörir snillingar þessir krakkar. Ég tók auðvitað myndavélina með og tók nokkrar myndir af kvöldinu sem ég ætla að deila með ykkur. 

 Frábærir unglingar og skemmtilegt baksturskvöld. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *