Græn orkubomba.

Ég fór beinustu leið út í búð þegar ég kom heim frá Noregi í gær og fyllti matarkörfuna af hollum mat, já grænt skal það vera í apríl. Ég er að berjast við flensu og lykillinn að því að ná sér fljótt er með engiferið að vopni. Í morgun bjó ég til græna ofurbombu sem smakkaðist mjög vel. Ég á ekki safapressu svo ég nota bara blandarann minn góða 

Ég vona að þið njótið vel. 

Græn ofurbomba. 
500 ml vatn
1 sellerí stilkur
1 handfylli spínat (væn lúka) 
1/2 sítróna
4 cm engiferrót
1/4 agúrka
Aðferð: 
Byrjið á því að setja vatn og spínat saman í blandarann, bætið síðan einu og einu hráefni saman við. Blandið öllu saman í nokkrar mínútur þar til þetta er orðið að girnilegum safa. 
Ég læt safann í gegnum sigti að lokum, þið þurfið þess náttúrlega ekki en mér finnst það betra. 
Hellið safanum í glas með nokkrum klökum og njótið vel. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *