Appelsínu-og gulrótarsafi.

Í morgun bjó ég til appelsínu- og gulrótarsafa. Þessi safi er yfirfullur af hollustu og vítamínum, hentar því afskaplega vel að byrja daginn á einu glasi af góðum og hollum safa.  Það tekur enga stund að búa til safa, minnsta málið í eldhúsinu. Mér finnst voða gott að hefja daginn og þá sérstaklega mánudaga eftir smá helgarsukk á hollum og góðum morgunmat, þá gegnir safinn lykilhlutverki. 
 Ég bý til safa sem dugar í nokkur glös og endist mér út daginn. 
Appelsínu- og gulrótarsafi. 
500 ml ískalt vatn 
5 meðalstórar gulrætur
2 meðalstórar appelsínur
1 sítróna
4 – 5 cm ferskt engifer. 
1. Byrjið á því að flysja og skera hráefnið. 
2. Setjið vatn í blandarann, 500 ml ískalt vatn. 
3. Bætið hráefninu saman við vatnið í pörtum, ég læt fyrst gulræturnar og leyfi þeim að hakkast algjörlega áður en ég læt hitt hráefnið saman við. 
4. Ég sía safann minn í gegnum sigti áður en ég drekk hann, þið ráðið því auðvitað hvort þið viljið sía hann eður ei. 
5. Hellið safanum í glas og njótið. 

Einfalt ekki satt?
 Jæja, nú ætla ég að koma mér af stað út í vikuna… verkefnin bíða. Ég vona að þið eigið góða viku framundan kæru vinir. Við heyrumst fljótlega. 
xxx
Eva Laufey Kjaran.

Endilega deildu með vinum :)

8 comments

 • Hæhæ rosalega girnilegur safi. Hendirðu svo bara hratinu eða hvað gerir þú? Finnst það alltaf svo ótrúlega mikil sóun en veit samt ekki hvað er hægt að gera við það!! 😉
  Elska annars þessa frábæru síðu þína. 🙂
  kv. Sandra

  • Sæl… Vinkona mín gerir ansi oft gulrótarköku úr hratinu, þó kenni ýmissa annnarra grasa en bara hrat úr gulrótum. Góð leið til að nýta hratið og fá allar trefjarnar í kroppinn.

  • Ég heyrði að það væri hægt að taka hrat og þjappa saman í svona blauta klessu, dreifa úr því á bökunarplötu og inn í ofn á mjög lágum hita (eða þurrkofn) og þá fær maður þessi fínu ,,hrökkbrauð". Sagði mér ein frá þessu sem var að vinna á Gló þar sem ég smakkaði svo fínt svona ,,hrökkbrauð" 🙂

 • Takk fyrir þessa uppskrift af hristing. Lítur vel út og örugglega mjög góð. Verst er að næstum allar innfluttar gulrætur eru oft þvegnar upp úr klórvatni svo að þær endist lengur. Þess vegna er smá hvít slykja á þeim. Vonandi náum við þessu klóri að mestu úr þeim ef við flysjum þær og þvoum. Langar ekki að fá krabbamein vegna klórs úr gulrótum. Bíð ennfremur eftir íslensku gulrótunum, sem eru oftast næstum lífrænar.

 • Færð íslenskar gulrætur hjá "Frú Lauga" sem er hverfisverzlun í Laugarnesi sem býður upp á ferskar matvörur frá íslenskum bændum um land allt 🙂

 • Vá! ég var svo vitlaus að halda að maður þyrfti að eiga safapressu til að gera svona.. Þetta ætla ég sko að prófa! 🙂
  Kv. Þórunn

 • Ég heyrði að það væri hægt að taka hrat og þjappa saman í svona blauta klessu, dreifa úr því á bökunarplötu og inn í ofn á mjög lágum hita (eða þurrkofn) og þá fær maður þessi fínu ,,hrökkbrauð". Sagði mér ein frá þessu sem var að vinna á Gló þar sem ég smakkaði svo fínt svona ,,hrökkbrauð" 🙂

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *