Sólríkur dagur.

 Enn einn sólardagur hér í Noregi. Við ákváðum að fara yfir til Stavanger í morgun og rölta þar um. Við skoðuðum okkur um, kíktum í búðir og fengum okkur að borða. Bærinn iðaði af mannlífi og við sátum við höfnina og borðuðum góðan mat og fengum okkur rósavín, mjög huggulegt og það er svo góð tilfinning að finna að sumarið er á næsta leyti. 

 Steindór Mar prins og mamma mín.
 Fallegu systkinin mín, Maren Rós og Allan Gunnberg.

 Ég hef aldrei skilið norska matargerð og mér finnst alltaf svolítið spennandi að sjá hvernig diskurinn lítur út ef ég panta mér mat á veitingahúsi, í dag fékk ég mér salat og mér fannst chili-skrautið mjög skemmtilegt. Mjög smart að henda heilu chili ofan á salat:) 

 Stavanger skartaði sínu fegursta í dag.
Svona dagar eru einfaldlega dásamlegir. 
xxx
Eva Laufey Kjaran.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *