Archives

Mexíkó panna sem þú verður að prófa

Taco Tuesday heldur áfram að sjálfsögðu og ég var farin að þrá mexíkóskan mat. Þessi panna er nákvæmlega það sem mig vantaði í líf mitt! Kjúklingur, stökkar tortillakökur, nóg af osti, rjómaostur og var ég búin að segja nóg af osti? Þið þurfið hreinlega að prófa þennan rétt sem allra fyrst. Þið finnið skref fyrir skref myndir á Instagram – finnið mig undir evalaufeykjaran. Mexíkósk panna *Uppskriftin miðast við fjóra 600 g kjúklingabringur, skornar í litla bita 1 msk ólífuolía 3 msk fajitas krydd Salt og pipar ½ laukur, skorinn í strimla ½ rauð paprika, skorin í strimla ½ græn paprika, skorin í strimla 5 sveppir, smátt skornir 2 hvítlauksrif, pressuð 3 dl tómata passata ½ kjúklingateningur 5 msk rjómaostur 1 dl maísbaunir Tortillavefjur Rifinn…

Páskamaturinn

Hægeldaður lambahryggur eins og tengdó gerir með æðislegri rjómasósu sem allir elska. Klassísk sem slær alltaf í gegn! Fylltur lambahryggur með sólkysstum tómötum, döðlum, fetaosti og furuhnetum borinn fram með smjörsteiktum kartöflum, ferskum aspas og æðislegu spergilkálssalati. Þetta salat! Mamma mía hvað það er gott og þið þurfið helst að prófa það, ekki seinna en núna strax. Lambakórónur með æðislegri kartöflumús og rauðvínssósu. Einfaldur og æðislegur réttur. Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín, borið fram með perlukúskús. Fylltur lambahryggur með tómat-og furuhnetupestói. Kjötið er borið fram með kartöflum steiktum upp úr andafitu og æðislegri soðsósu. Hægeldað lambalæri með rótargrænmeti og piparostasósu (uppáhalds uppskriftin mín). Lambarifjur í trufflumarineringu og nautalundir. Fullkomið á grillið. Sous Vide nautalund með piparostasósu og hvítlaukshumar sem bráðnar í munni. Entrecóte…

Indversk veisla

Tikka masala kjúklingur Fyrir 3-4 3 hvítlauksrif 1 msk rifið ferskt engifer 3 msk sítrónusafi 1 dl hrein jógúrt 1 tsk salti ½ rautt chilialdin 1 tsk kóríanderfræ Handfyllisaxað kóríander 3 tsk garam masala 700 g kjúklingakjöt, skorið í litla bita Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman og skerið kjúklingakjötið í litla bita Setjið allt í plastpoka og inn í kæli í 2 – 3 klukkstundir, best yfir nótt. Eftir þann tíma er kjúklingurinn steiktur á pönnu í 2 – 3 mínútur og síðan fært yfir í pottinn með sósunni og látið malla í 15 – 20 mínútur. Sósan: 2 – 3 msk ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 msk rifið engifer ½ rautt chilialdin 1 tsk túrmerik 1 tsk cumin 1 tsk múskat 2 msk tómatpúrra 200…

Blómkáls tacos

Blómkáls tacos Fyrir 2-3 1 stórt blómkál 2 msk olía 1 ½  tsk salt 1 ½  tsk pipar 1 ½  tsk paprika 1 ½  cumin krydd 1 ½  kóríander, malaður Aðferð: Skerið blómkálið í litla bita og setjið í skál ásamt þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og olíu, blandið vel saman (best að nota hendurnar í verkið). Þið getið annaðhvort ofnbakað blómkálið eða djúpsteikt. Ef þið ætlið að ofnbaka þá stillið þið ofninn á 220°C, leggið blómkálið í eldfast mót og bakið í 15 mínútur. Snúið blómkálinu einu sinni við og bakið áfram í 15 mínútur. Þá er það tilbúið! Ef þið viljið djúpsteikja, þá veltið þið blómkálsbitunum upp úr hveiti og síðan upp úr  orly deigi. Steikið í olíu sem…

Ofnbakaður þorskur með pekanhnetukrönsi

Uppskrift fyrir fjóra 800 g þorskur, roðlaus og beinhreinsaður Salt og pipar 4 msk sýrður rjómi 150 g pekanhnetur 2 msk steinselja 1 tsk sítrónubörkur Safi úr hálfri sítrónu 30 g parmesan ostur Salt og pipar 2 tsk tímían 2 hvítlauksrif Ólífuolía, magn eftir smekk (krönsið á að vera þykkt) Parmesan Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn í eldfast mót, kryddið með salti og pipar. Smyrjið fiskinn með sýrða rjómanum. Setjið pekanhnetur, steinselju, sítrónubörk, sítrónusafa, parmesan, salt, pipar, tímían, hvítlauk og ólífuolíu eftir smekk í matvinnsluvél og maukið þar til krönsið verður að fínu mauki. Smyrjið maukinu yfir fiskinn ásamt því að rífa niður parmesan sem þið sáldrið yfir fiskinn í lokin. Inn í ofn við 25 mínútur við 180°C. Berið fram með ofnbökuðum…

Þorskur í pestósósu á örfáum mínútum

Þorskhnakkar í pestósósu með ólífum Eins og þið sjálfsagt vitið þá elska ég einfaldar og fljótlegar uppskriftir, þessi er einmitt þannig og þið þurfið helst að prófa hana sem fyrst. 800 g þorskur Salt og pipar 300 g rautt pestó 1 dl rjómi 1 dl fetaostur Grænar ólífur Nýrifinn parmesan Ferskt salat Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Skerið fiskinn í jafn stóra bita og leggið í eldfast mót, kryddið með salti og pipar. Blandið pestóinu, fetaostinum og rjómanum saman í skál. Hellið yfir fiskinn og raðið ólífum yfir. Eldið í ofni við 180°C í 25 – 30 mínútur. Berið fram með nýrifnum parmesan osti og fersku salati. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

SMJÖRSTEIKTUR ÞORSKHNAKKI MEÐ BLÓMKÁLSMAUKI ÚR EINFALT MEÐ EVU

MÁNUDAGSFISKURINN Í SPARIBÚNING Fyrir 3-4 Hráefni: • 800 g þorskhnakkar, roð- og beinlausir • Olía • Smjör • Salt og pipar • 4 dl mjólk • 4 dl hveiti Aðferð: 1. Skerið þorskhnakka í jafn stóra bita, setjið hvern bita ofan í mjólkina og því næst ofan í skál með hveiti, salti og pipar. 2. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn í nokkrar mínútur á hvorri hlið (ég myndi segja ca. 3 mínútur). 3. Það er mjög mikilvægt að pannan sé mjög heit þegar fiskurinn fer á en annars verður hjúpurinn ekki nógu stökkur. Bætið smjöri út á pönnuna í lokin og hellið vel yfir fiskinn, það er nauðsynlegt að hafa nóg af smjöri! Blómkálsmauk • 1 stórt blómkálshöfuð • 2 msk mjör •…

OFNBÖKUÐ BLEIKJA Í TERYAKI SÓSU – EINFALT MEÐ EVU

  Ofnbökuð bleikja í Teryaki sósu með æðislegu hrásalati Matur í einum grænum – enn eitt dæmið um hvað er hægt að útbúa stórgóða máltíð á örfáum mínútum sem allir í fjölskyldunni elska. • 4 bleikjuflök • 1 msk ólífuolía + 1 tsk smjör • Salt og pipar • 6-8 msk Teriyaki sósa • 1 hvítlauksrif • 2 stilkar vorlaukur • 6 msk hreinn fetaostur • Ristuð sesamfræ Hrásalat • ½ höfuð Hvítkál • ½ höfuð Rauðkál • 4 gulrætur • 4 radísur • Handfylli kóríander • Safi úr hálfri appelsínu Aðferð: 1. Hitið ofninn í 180°C. 2. Leggið fiskinn á pappírsklædda ofnplötu. 3. Saxið hvítlauk og vorlauk mjög smátt og blandið saman við teryaki sósuna. Penslið fiskinn með sósunni og það má fara vel…

GRILLAÐUR MAÍS – BESTA MEÐLÆTIÐ FYRR OG SÍÐAR.

Það stytti upp í korter í vikunni og þá var tilefni til þess að grilla, mig langar að skrifa langloku um veðrið og röfla en ég er að reyna að halda röflinu í lágmarki. Ég er samt orðin svo súr á þessu, en jæja.. ég ætla að tala um góðan mat sem gleður! Ég grillaði maís í fyrsta sinn og ég skil raunverulega ekkert í sjálfri mér að hafa ekki prófað það fyrr, þetta var guðdómlega gott. Stökkur maís í hvítlaukssmjöri með fetaosti, radísum, ferskum kryddjurtum og límónusafa… namm!! Þið verðið hreinlega að prófa, ég lofa að þið eigið eftir að gera þetta aftur og aftur. Grillaður maís í hvítlaukssmjöri 2 ferskir maísstönglar í hýðinu Salt og pipar Chipotle parmesan krydd 50 g smjör 1…

GEGGJAÐ RÆKJUTACOS MEÐ FERSKU SALSA

Mánudagsfiskurinn í þessari viku var risarækjutacos með bræddum osti, stökkum tortilla vefjum og fersku salsa. Ég ætlaði reyndar bara að kaupa fisk til þess að steikja en brjálæðislega girnilegar tortilla vefjur fönguðu hug minn en þær voru ólíkar þeim sem ég kaupi venjulega og ég gat ekki annað en gripið þær með mér heim. Þetta kallaði einfaldlega á gott tacos kvöld! Tortilla vefjurnar  gegna lykilhlutverki í þessum rétti, ég segi ykkur það satt. Bragðið af þeim gerir matinn svo spennandi og hann verður líkari ekta mexíkóskum mat fyrir vikið, ég verð eiginlega að mæla með að þið kaupið þessar tortilla vefjur og þá vitið þið hvað ég er að tala um. Bragðmikið rækjutacos með fersku salsa Fyrir fjóra 2 pakkar risa- eða tígrisrækja (um það…

1 2 3