Archives

Möndlukakan hennar mömmu

Möndlukakan hennar mömmu vekur upp skemmtilegar minningar úr æsku en mér þótti engin kaka jafn góð og möndlukakan með bleika kreminu. Mamma bakaði þessa köku í vikunni og hún kláraðist mjög fljótt, það var þess vegna alveg tilvalið að baka hana aftur í gær og deila uppskriftinni með ykkur. Mamma er ein af þeim sem fylgir sjaldan uppskrift og bakar og eldar eftir minni, ég náði þó að fullkomna uppskriftina og kakan heppnaðist mjög vel. Það er eitthvað við þessa silkimjúku köku sem ég fæ bara ekki nóg af og það virðast flestir vera á sama máli. Þessi kaka er ofureinföld, fljótleg og algjörlega ómótstæðileg. Ef þið viljið slá í gegn í sunnudagskaffinu þá mæli ég með þessari.   Möndlukakan hennar mömmu   200 g…

Vöfflur með vanillurjóma og karamelliseruðum pekanhnetum

Vöfflur með vanillurjóma og karamelliseruðum pekanhnetum 4 egg 400 ml súrmjólk 300 g hveiti 1 tsk matarsódi 2 msk sykur 1/2 tsk salt 2 tsk vanilludropar 4 msk smjör, brætt Aðferð: Þeytið egg og súrmjólk saman. Blandið þurrefnum saman í skál, bætið eggjablöndunni og smjörinu saman við og hrærið vel saman. Hitið smá smjör í vöfflujárninu og steikið hverja vöfflu í nokkrar mínútur. Berið fram með vanillurjóma, sultu og karamelliseruðum pekanhnetum. Karamelliseraðar pekanhnetur 1 poki pekanhnetur 50 g sykur 1 msk smjör rjómi, magn eftir smekk Aðferð: Bræðið sykur á pönnu. Þegar sykurinn er uppleystur bætið þið smjörinu út á pönnuna og hrærið í. Saxið hneturnar og setjið út á pönnuna, steikið í 1 – 2 mínútur. Hellið rjóma út á blönduna og hrærið aðeins saman. Vanillurjómi…

Franskt eggjabrauð

Um helgar er nauðsynlegt að gera vel við sig, það er svo notalegt að dúllast í eldhúsinu í rólegheitum á morgnana. Hella upp á gott kaffi og útbúa gómsætan morgunmat. Um síðustu helgi eldaði ég franskt eggjabrauð (e. French toast)  eftir að hafa legið yfir uppskriftum að þessu girnilega brauði þá ákvað ég að útbúa mína útfærslu. Þetta er svo gott að þið trúið því ekki, ég skil ekki afhverju ég var ekki verið búin að prófa að elda þetta brauð fyrr. Brauðið verður silkimjúkt með ljúffengum jarðarberjum og sírópi. Ég naut mín í botn þennan morgunin og vildi helst ekki að máltíðin tæki enda. Það er afar heppilegt að nú sé helgin gengin í garð og þetta ljúfenga brauð verður á boðstólnum hjá okkur…

Ómótstæðilegar rjómabollur

Það hefur tíðkast á Íslandi í yfir hundrað ár að borða bollur á bolludaginn og frá því að ég var lítil þá hefur þessi dagur verið í algjöru uppáhaldi. Ég veit fátt betra en vatnsdeigsbollu með sultu og rjóma, eða annarri góðri fyllingu. Þegar ég var yngri var mikið sport að fá bollu með bleikum og dísætum rjóma, mamma bakaði alltaf heil ósköp af bollum og svo voru alltaf fiskibollur um kvöldið og rjómabollur í desert. Svo vorum við að sjálfsögðu með bolluvendi en ég hef ekki föndra mér slíkan undanfarin ár, ég hlakka til þegar Ingibjörg Rósa smakkar sína fyrstu bollu. Það verður auðvitað ekki nú í ár en kannski á næsta ári, ég er kannski eina móðirin sem hlakka til að bjóða barninu…

Glútenfríar og ljúffengar rjómabollur með jarðarberjafyllingu

Það eru margir sem þola illa glútein og vilja sleppa því. Sjálf borða ég það, en mig langaði engu að síður að búa til glútenfríar bollur fyrir þá eða þær sem vilja sleppa glúteini. Ég notaði glútenfrítt mjöl frá Finax í bollurnar, persónulega finn ég engan mun á þeim sem innihalda ekki glútein og týpískum vatndeigsbollum. Það er eingöngu munur á áferðinni á deiginu þegar ég bý þær til, glútenfría mjölið er mjög fíngert, deigið verður því léttara í sér og þarf því örlítið meira magn af mjölinu. Að öðru leyti bragðast þetta eins og eru bollurnar sérstaklega góðar með gómsætri jarðaberjafyllingu. Glútenfríar og ljúffengar rjómabollur með jarðarberjafyllingu 8 – 10 bollur 100 g smjör 2 dl vatn 2 msk sykur (má sleppa) 120 g Finax glútenfrítt mjöl 3 stór egg (eða fjögur lítil) Aðferð: Hitið…

Morgunboozt með hnetusmjöri og döðlum

Á morgnana eða seinni partinn, já eða bara hvenær sem er yfir daginn elska ég að skella í hristing sem keyrir upp orkuna. Uppskriftin hér að neðan er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég elska döðlur, elska hnetusmjör og öll þau hráefni sem finna má í þessum ljúffenga hristing. Ferskt, einfalt og fljótlegt! Ég lofa að þið eigið eftir að gera þennan aftur og aftur. Hristingur með hnetusmjöri og döðlum 200 g vanilluskyr 1 banani 4 döðlur 1 msk gróft hnetusmjör 1/2 msk chiafræ eða önnur fræ t.d. hörfræ appelsínusafi, magn eftir smekk klakar Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til drykkurinn verður silkimjúkur. Berið strax fram og njótið!   xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Allt hráefnið sem notað er í þessa…

Dásamlega góð piparkökuskyrkaka

Piparkökuskyrkaka með saltaðri karamellusósu Botn 200 g piparkökur 150 g brætt smjör Aðferð: Setjið piparkökurnar í matvinnsluvél og maukið, hellið smjörinu saman við og maukið svolítið lengur. Skiptið piparkökubotninum í litlar skálar/glös eða þrýstið kexblöndunni í form. (gott að nota 20×20 cm lausbotna smelluform) Fylling 300 g vanilluskyr frá MS 250 ml rjómi 2 – 3 tsk flórsykur 1 tsk vanilludropar eða sykur Aðferð: Þeytið rjóma og blandið skyrinu saman við ásamt flórsykri og vanillu. Skiptið skyrblöndunni í glös eða í eitt stórt kökuform. Endurtakið leikinn með piparkökumulninginn og setjið svo aðeins meira af skyrblöndunni yfir. Best er að geyma kökuna í kæli í 2 – 3 klst eða yfir nótt. Berið kökuna fram með æðislegri saltkaramellusósu. Saltkaramellusósa 200 g sykur 2 msk smjör ½ …

Piparkökubollakökur með ómótstæðilegu karamellukremi

Það styttist í jólin og  eflaust margir í miklu bakstursstuði þessa dagana, þetta er nefnilega tíminn til að njóta. Ég elska að koma heim eftir vinnu, kveikja á kertum og baka eitthvað gott með Ingibjörgu Rósu minni. Við bökuðum þessar ljúffengu piparkökubollakökur um daginn og þær voru virkilega góðar og skemmtileg tilbreyting frá klassísku piparkökunum. Einföld, fljótleg og góð uppskrift sem ég mæli með að þið prófið fyrir jólin. Endilega fáið börnin ykkar til þess að taka þátt í bakstrinum, þau eru nefnilega svo miklir snillingar og hafa gaman af þessu. Piparkökubollakökur með karamellukremi ca. 18 – 20 bollakökur 250g sykur 140g smjör, við stofuhita 3egg við stofuhita 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft 2 dl rjómi 2 tsk vanilla extract eða vanillusykur (það er…

Sörur

Sörur eru ómissandi í desember og þær eru í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá mér og minni fjölskyldu. Ég byrja yfirleitt á því að baka þessar kökur fyrir jólin en það er svo gott að vera búin að því og geta fengið sér eina og eina í desember.  Það er einnig svo gott að eiga þær í frystinum og geymast þær mjög vel. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni sem ég geri alltaf fyrir jólin en uppskriftin er frá mömmu minni, þær eru aðeins grófari vegna þess að við notum heslihnetur í botninn en auðvitað má skipta þeim út fyrir möndlur. Sörur Botn: 4 egg (eggjahvítur) 230 g heslihnetur (eða möndlur) 230 g flórsykur Aðferð:  Hitið ofninn í 180°C. Hakkið heslihneturnar eða möndlurnar í matvinnsluvél. Stífþeytið…

Í dag er föstudagur sem þýðir að það er eflaust pizza á matseðlinum á flestum heimilum í kvöld geri ég ráð fyrir, að minnsta kosti höfum við haft það fyrir venju að baka saman (eða stundum pantað) pizzu á föstudagskvöldum. Ég elska góðar og matarmiklar pizzur og ég bakaði þessa einn föstudaginn fyrir ekki svo löngu síðan og svei mér þá ef þetta er ekki ein af bragðbetri pizzum sem ég hef smakkað, þökk sé hægeldaða svínakjötinu eða pulled pork. Ég fæ vatn í munninn á því að tala um þessa pizzu og ég verð að hvetja ykkur til þess að prófa þessa – ég er fullviss um að þið verðið jafn ánægð með hana og ég. Njótið vel og góða helgi kæru lesendur! Pulled…

1 5 6 7 8 9 18