Archives

Skinkuhorn með Camenbert og papriku.

  Það er virkilega notalegt að vera í sumarfríi með dömunni minni og byrja daginn á bakstri, við Ingibjörg Rósa bökuðum þessi skinkuhorn um daginn og þau runnu ljúft niður. Ég prófaði í fyrsta sinn að nota Camenbert smurost í skinkuhornin og það kom mjög vel út, einnig skar ég niður rauða papriku og það var mjög gott. Ingibjörgu fannst voðalegt sport að fá að taka sér horn og smakka. Ég hlakka mikið til þegar hún verður aðeins eldri og verður farin að taka virkan þátt í bakstrinum. Ég var svo heppin að alast upp við kökuilm og ég ætla gera mitt allra besta svo hún fái það líka. Ég hef bakað þessi horn mjög oft, ég breyti fyllingunni gjarnan í hvert skipti en grunnurinn…

Eggjamúffur með beikoni og papriku.

Eins og Instagram fylgjendur mínir hafa tekið eftir þá vorum við fjölskyldan í vikufríi á Spáni. Við komum heim í nótt en dóttir mín svaf allt flugið og var ekkert að stressa sig á því að sofa út þó við hefðum komið heim um fimmleytið. en það er nú ekkert sem góður kaffibolli getur ekki bjargað. Allavega, ég átti eftir að deila uppskrift að eggjamúffum sem ég gerði um daginn og það freistaði mun meira að setja uppskriftina strax inn en að byrja að ganga frá tveimur risa ferðatöskum sem bíða mín. Það er aldrei skemmtilegt að ganga frá fríinu en mikil ósköp var dásamlegt að taka stutt og gott frí, ég mun áreiðanlega deila myndum með ykkur á næstu dögum. Egg eru í miklu…

Himneskar súkkulaðibitakökur.

Súkkulaðibitakökur Stundum þá fæ ég mikla kökuþörf, einsog gengur og gerist á bestu bæjum. Þá er virkilega gott að henda í eina létta súkkulaðibitaköku uppskrift. Ég prufaði nýja tegund af kökum sem að mínu mati eru virkilega góðar. Nýbökuð súkkulaðibitakaka og ískalt mjólkurglas, það er sko sannarlega einföld hamingja. Það er líka sérlega gott ef maður er í miklu stuði að tvöfalda eða þrefalda uppskriftina, pakka deiginu sem þið ætlið ekki að nota í plastfilmu og láta inn í frysti. Þá er svo ansi fínt að grípa til ef kökuþörfin kallar skyndilega eða þið fáið góða gesti í heimsókn. Ég mæli með því að þið prufið þessa uppskrift. Þið getið líka bætt hnetum við eða því sem ykkur dettur í hug. Súkkulaðibitakökur u.þ.b. 14 –…

Litlar ostakökur með hvítu súkkulaði og hindberjum

Ostakökur eru ákaflega bragðgóðar og fallegar á veisluborðið. Ég slæ aldrei hendinni á móti ostaköku og mér finnst mjög gaman að baka þær eða búa þær til, þær þurfa auðvitað ekki allar að vera bakaðar. Ég gerði þessar kökur fyrir babyshower sem við héldum handa vinkonu okkar fyrir stuttu. Íslensku hindberin eru auðvitað bæði ótrúlega góð og falleg, þess vegna fannst mér tilvalið að nota þau en þið getið vitaskuld notað hvaða ber sem þið viljið. Hér kemur uppskriftin að þessum ljúffengu kökum, ég vona að þið njótið vel. Litlar ostakökur með hvítu súkkulaði og hindberjum um það bil 16 – 18 kökur Botn: 250 g Lu Bastogne kex 140 g smjör, við stofuhita bollakökupappírsform    Aðferð: Setjið kexið og smjörið í matvinnsluvél þar til…

Frönsk súkkulaðikaka með karamellusósu og pekanhnetum.

Helgarbaksturinn er að þessu sinni ljúffeng súkkulaðikaka með karamellusósu og pekanhnetum, já ég legg ekki meira á ykkur. Þessi kaka sameinar það sem mér þykir svo gott, súkkulaði og pekanhnetur.  Kakan er ekki bara bragðgóð heldur er hún líka svo einföld og fljótleg í bakstri, það er alltaf plús. Þið getið þess vegna léttilega byrjað að baka núna og borðað hana með kaffinu klukkan fimm, eða þá haft hana sem eftirrétt í kvöld já eða bara baka hana og borða þegar ykkur langar til. Fullkominn endir á helginni myndi ég segja. Ég vona að þið njótið vel.   Ég bakaði þessa köku seinast á 17.júní og að sjálfsögðu var nauðsynlegt að skreyta hana. Hér kemur uppskriftin. Frönsk súkkulaðikaka með karamellusósu og pekanhnetum. Botn: 200 g…

Snittubrauð og útskriftin hans Hadda

Á laugardaginn útskrifaðist Haddi minn sem viðskiptafræðingur frá HR. Að sjálfsögðu vorum við með boð fyrir fjölskyldu og vini hér heima fyrir og fögnuðum þessum áfanga. Ég ákvað að bjóða upp á smárétti en það er einstaklega þægilegt og það er hægt að vinna sér inn tíma og undirbúa réttina svolítið áður. Ég var búin að baka allar kökur fyrr í vikunni og setti í frysti, tók þær svo út með smá fyrirvara og þá átti ég bara efir að skreyta þær. Snitturnar tóku sennilega lengsta tímann en það er ákaflega gaman að skreyta snittur og það er endalaust hægt að leika sér með hráefni. Dagurinn var alveg frábær, veðrið var gott og fólkið okkar svo skemmtilegt. Þetta gat ekki klikkað. Ég tók að sjálfsögðu…

Kanilsnúðakaka með súkkulaðiglassúr

Sumarið er loksins komið og það er yndislegt. Nú er tilvalið að skella í þessa einföldu kanilsnúðaköku og bera fram í kaffitímanum úti á palli. Þessa dagana er ég með æði fyrir kanilsnúðum og hef prófað margar uppskriftir, þessi er sú besta og kanilsnúðarnar eru svo mjúkir og góðir. Mér finnst ómissandi að setja súkkulaðiglassúr ofan á mína snúða en þess þarf þó ekki en súkkulaði gerir auðvitað allt aðeins betra. Ef þið eruð á leiðinni í ferðalag þá er ekki galið að taka þessa með, það geta flestir verið sammála um að kanilsnúðar séu ljúffengir og enginn fær leið á þeim. 2 3/4 dl  volgt vatn 2 1/2 tsk þurrger 1 msk sykur 700 – 800 g Kornax brauðhveiti (það gæti þurfti meira eða…

Deluxe morgunverðarpanna

Um helgar nýt ég þess að dunda mér í eldhúsinu, sérstaklega á morgnana. Nú er sá tími liðinn að maður geti sofið út (Ingibjörg Rósa grípur daginn um sexleytið..geisp). En, þá hef ég góðan tíma til að elda eitthvað gott. Um daginn eldaði ég þessa ljúffengu morgunverðarpönnu, sáraeinfalt og ótrúlega gott. Egg eru mitt eftirlæti, í þessari pönnu má finna sitt lítið af hverju og það er tilvalið að nota það sem hendi er næst. Allt er leyfilegt um helgar!   Morgunverðarpanna að hætti sælkerans  Ólífuolía 7 – 8 kartöflur 1 laukur 1 rauð paprika 5 – 6 sneiðar gott beikon 3 – 4 Brúnegg kirsuberjatómatar steinselja basilíka salt og nýmalaður pipar Aðferð: Hitið olíu á pönnu. Skerið niður kartöflur, lauk, papriku og beikon. Steikið…

Silvíu kaka

Silvíu kaka er  í eftirlæti hjá Silvíu,drottningu Svíþjóðar. Mér finnst þessi kaka mjög ljúffeng og ég bakaði hana ansi oft í fæðingarorlofinu mínu. Virkilega einföld og góð kaka sem ég mæli með að þið prófið. Það er bæði hægt að baka þessa köku í hringlaga formi og í ofnskúffu, en þá er ágætt að tvöfalda uppskriftina. Silvíu kaka 3 egg 3 dl sykur 1,5 dl kalt vatn 3 tsk lyftiduft 3 dl hveiti 1,5 tsk vanilla Kremið  100 g smjör 1, 5 dl flórsykur 2eggjarauður 2 tsk vanillusykur Kókosmjöl ,til skreytingar. Aðferð: Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Sigtið hveitið og lyftiduftið saman við. Í lokin bætið þið vanillu og vatni við og hrærið í 1 – 2 mínútu. Smyrjið hringlaga form og hellið deiginu…

Mexíkósk pizza

Um helgar þá nýt ég þess að borða eitthvað gott og á föstudögum finnst mér eiginlega nauðsynlegt að fá mér pizzu, það eru örugglega margir sem borða pizzu á föstudagskvöldum enda er ágætt að enda vinnuvikuna á góðum mat og sjónvarpsglápi fram eftir kvöldi, það er ekkert verra að maula á súkkulaði á meðan. Ég útbjó gómsæta mexíkóska pizzu sem mig langar að deila með ykkur, ég var svöng þegar ég fór í búðina og keypti allt það sem mig langaði í. Það er auðvitað lykilregla að fara ekki út í búð svöng, ég keypti allt í taco og þegar heim var komið ákvað ég að útbúa pizzu með mexíkósku ívafi. Einföld og bragðmikil pizza sem ég mæli með að þið prófið. Ítalskur pizzabotn  Þessi…

1 13 14 15 16 17 18