Það er virkilega notalegt að vera í sumarfríi með dömunni minni og byrja daginn á bakstri, við Ingibjörg Rósa bökuðum þessi skinkuhorn um daginn og þau runnu ljúft niður. Ég prófaði í fyrsta sinn að nota Camenbert smurost í skinkuhornin og það kom mjög vel út, einnig skar ég niður rauða papriku og það var mjög gott. Ingibjörgu fannst voðalegt sport að fá að taka sér horn og smakka. Ég hlakka mikið til þegar hún verður aðeins eldri og verður farin að taka virkan þátt í bakstrinum. Ég var svo heppin að alast upp við kökuilm og ég ætla gera mitt allra besta svo hún fái það líka. Ég hef bakað þessi horn mjög oft, ég breyti fyllingunni gjarnan í hvert skipti en grunnurinn…