Archives

Bananabrauð

Bananabrauð er í miklu eftirlæti hjá mér og það er vissulega svolítið sætt en þess vegna finnst mér brauðið henta einstaklega vel á helgum þegar við spegúlerum ekkert svakalega mikið í sykri, eða ég geri það alla vega ekki um helgar.  Ég smakkaði það fyrst þegar ég vann á sambýli hér á Akranesi fyrir nokkrum árum. Þá bökuðum við þetta brauð mjög oft og fengum aldei nóg af því. Það góða við þetta brauð er einfaldleikinn, það tekur enga stund að hræra í brauðið og það er rúmlega 50 mínútur í ofninum. Það kalla ég lúxus svo það er um  að gera að  hefja daginn á því að hræra í brauðið, skella því inn í ofn og dundast svo á náttfötunum þar til brauðið er klárt…

Klassískar vanillubollakökur með silkimjúku súkkulaðikremi

  Það eru ekki mörg ár síðan ég smakkaði bollakökur í fyrsta skipti. Ég var auðvitað búin að smakka jógúrtmuffins en bollakökur með miklu kremi og fallegu skrauti heilluðu mig upp úr skónum og það má með sanni segja að það hafi verið ást við fyrsta bita. Vanillubollakökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og skemmtilegast þykir mér hvað þær bjóða upp á marga möguleika. Það er hægt að leika sér með þessar kökur og bæta við því hráefni sem hverjum þykir gott t.d. súkkulaðibitum eða berjum.  Klassískar vanillubollakökur með súkkulaðikremi 250 g sykur 140 g smjör, við stofuhita (mikilvægt) 3 egg, við stofuhita (mikilvægt) 250 g Kornax hveiti 1 tsk lyftiduft 2 dl rjómi eða nýmjólk 2 tsk vanilla extract eða vanillusykur (það er…

Toblerone marengsterta.

Ég er afskaplega mikið fyrir góðar marengstertur og þessi er sú allra besta. Ég fékk þessa uppskrift hjá Eddu systur minni. Hún hlýtur að vilja deila henni með ykkur, hún fær engu um það ráðið blessunin. Þessi terta er svakalega einföld og góð, ef ykkur finnst marengs, rjómi og súkkulaði gott þá ættu þið að prófa þessa uppskrift. Það er tilvalið að bera þessa tertu fram sem desert á jólunum eða einfaldlega með kaffinu um helgina. Marengsterta er alltaf góð hugmynd. Ég mæli einnig með því að þið frystið tertuna. Ég er einmitt með eina í frystinum sem ég ætla að bjóða mínu fjölskyldunni upp á um jólin, þetta getur nefnilega líka verið ljúffeng ísterta. Toblerone marengsterta Fyrir 8 – 10 Botnar: 4 eggjahvítur 4 dl…

Klassísk eplabaka, ljúffeng með rjóma!

Smákökur eru án efa vinsælastar yfir jólin en það er nú líka gott að baka eina og eina gómsæta köku og bjóða upp á með kaffinu eða heita súkkulaðinu. Þessi klassíska eplabaka stendur alltaf fyrir sínu, hún er að sjálfsögðu langbest volg borin fram með rjóma eða ís.. eða hvor tveggja 😉 Klassísk eplabaka 150 g sykur 3 egg 60 g smjör 1 dl mjólk 150 g Kornax hveiti 2 tsk lyftiduft 1 tsk salt 2 tsk. Vanilla extract eða sykur 100 g Odense marsípan 3 græn epli 2 msk sykur. 2 tsk. Kanill    Aðferð:  Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bræðið smjör, bætið mjólkinni saman við smjörið og hellið út í deigið…

Glútenfríar piparkökur, þessar klassísku og góðu.

Piparkökur eru þær jólasmákökur sem ég tengi hvað mest við jólin. Lyktin af þeim er svo góð og jólaleg, Það er fastur liður hjá mér að baka gómsætar piparkökur fyrir jólin. Þessi uppskrift er að glútenfríum piparkökum en þið getið auðveldlega notað venjulegt hveiti ef þið viljið það frekar. Það er ágætis ráð að setja hveitið út í deigið smám saman, um leið og deigið er orðið slétt og þétt þá er það tilbúið. Það gæti verið að þið þurfið minna af venjulegu hveiti en þið prófið ykkur bara áfram. Þessar eru svakalega góðar og ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift og fáið svo fjölskyldu og vini til þess að skreyta kökurnar með ykkur. Glútenfríar piparkökur 150 g smjör, við stofuhita 1 dl…

Jólasnúðar og sölt karamellusósa.

    Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift að klassískum kanilsnúðum með jólakeim. Fyllingin er jólaleg að því leytinu að ég notaði kryddin sem ég nota við piparkökubakstur. Ef það er eitthvað jólalegt þá er það ilmurinn af piparkökum. Ég bjó til karamellusósu og ristaði heslihnetur sem ég bar fram með snúðunum. Heit karamellusósan fullkomnaði snúðana og þeir hurfu mjög fljótt. Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift kæru vinir. Jóla kanilsnúðar Deig: 550 g Kornax hveiti 100 g sykur 1 tsk. vanillusykur 2,5 tsk. ger 250 ml volg mjólk 70 ml ljós olía (alls ekki ólífuolía) 2 egg Fylling: 50 g sykur 100 g smjör 2 tsk. kanill 1 tsk. negull ½ tsk. engifer Aðferð: Blandið öllum þurrefnum saman og bætið vökvanum smám…

Ómótstæðilegar Oreo smákökur

Oreo smákökur 110 g smjör 100 g hreinn rjómaostur 200 g syk­ur 1 egg 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft 150 g dökkt súkkulaði 1 tsk vanilla 1 pakki Oreo kexkökur 100 g hvítt súkkulaði   Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið smjör og rjómaost saman þar til blandan verður létt og ljós, bætið sykrinum saman við og einu eggi. Blandið hveitinu og lyftidufti út í og hrærið í 2 – 3 mínútur. Í lokin bætið þið vanillu og smátt söxuðu súkkulaði saman við og hrærið í smá stund. Geymið deigið í ísskáp í 10 – 15 mínútur. Mótið litlar kúlur með teskeið og veltið kúlunum upp úr muldu Oreo kexi. Setjið kúlurnar á pappírsklædda ofnskúffu og inn í ofn við 10 – 12 mínútur við 180°C….

Æðislegt granóla sem allir ættu að prófa.

Ég er með æði fyrir granóla þessa dagana og mér finnst fátt betra en grísk jógúrt með því í morgunmat eða sem millimál. Það er ferlega einfalt að útbúa það og líka miklu skemmtilegra en að kaupa það tilbúið út í búð. Ég er yfirleitt aldrei með það sama í mínu granóla, ég nota bara það sem ég á til í skápunum hverju sinni. Það er ekkert heilagt við þessa uppskrift sem ég deili með ykkur í dag, hægt er að breyta og bæta hana að vild. Ég þori að lofa því að þið eigið eftir að gera ykkar eigið granóla aftur og aftur.   Ljúffengt granóla 8 dl hafrar 2 dl möndlur 2 dl pekanhnetur 2 dl sólblómafræ 2 dl graskersfræ 2 msk hörfræ…

Pekanbaka

Fyrir rúmlega ári deildi ég þremur uppskriftum í Nýju Lífi. Ég áttaði mig á því áðan að ég er ekki búin að setja inn þessar uppskriftir á bloggið sem er algjör hneisa því þessar uppskriftir eiga það sameiginlegt að vera ljúfengar. Í dag deili ég með ykkur uppskrift að uppáhalds bökunni minni, pekanbökunni dásamlegu. Ég fæ ekki nóg af pekanhnetum og hvað þá ef þú blandar þeim saman við súkkulaði. Þessa böku ættu allir að prófa. Njótið vel! Pekanbaka með súkkulaði 100 g smjör, við stofuhita 185 g hveiti 1 eggjarauða ¼ tsk salt ½ tsk vanilla extract 2 tsk kalt vatn. Aðferð: Hnoðið öllu saman með höndum, sláið deiginu upp í kúlu og geymið í kæli í 15 – 20 mínútur. Stráið smávegis af…

Glútenlausar og gómsætar bláberjapönnukökur

  Glútenlausar og gómsætar bláberjapönnukökur 5 dl Finax fínt  mjöl 4 msk brætt smjör 1 tsk. Vínsteinslyftiduft Salt á hnífsoddi 2 tsk. Góð vanilla (vanilla extract eða vanillusykur) 2 dl mjólk 1 ½ dl AB mjólk (eða önnur hrein súrmjólk) 1 – 2 msk sykur 2 – 3 dl bláber (fersk eða frosin)    Aðferð: Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt. Bræðið smjör, leggið til hliðar og kælið. Pískið eitt egg og mjólk saman. Næsta skref er að blanda öllum hráefnum vel saman í skál með sleif. Bætið bláberjum saman við deigið í lokin með sleif. Leyfið deiginu að standa í 30 – 60 mínútur áður en þið steikið pönnukökurnar.  Hitið smjör á pönnukökupönnu og steikið pönnukökurnar í ca. mínútu eða tvær á hvorri hlið….

1 15 16 17 18