Silvíu kaka

Silvíu kaka er  í eftirlæti hjá Silvíu,drottningu Svíþjóðar. Mér finnst þessi kaka mjög ljúffeng og ég bakaði hana ansi oft í fæðingarorlofinu mínu. Virkilega einföld og góð kaka sem ég mæli með að þið prófið. Það er bæði hægt að baka þessa köku í hringlaga formi og í ofnskúffu, en þá er ágætt að tvöfalda uppskriftina.

Silvíu kaka

3 egg
3 dl sykur
1,5 dl kalt vatn
3 tsk lyftiduft
3 dl hveiti
1,5 tsk vanilla
Kremið 
100 g smjör
1, 5 dl flórsykur
2eggjarauður
2 tsk
vanillusykur
Kókosmjöl ,til skreytingar.
Aðferð:
Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Sigtið hveitið
og lyftiduftið saman við. Í lokin bætið þið vanillu og vatni við og hrærið í 1
– 2 mínútu. Smyrjið hringlaga form og hellið deiginu í formið (það er hægt að
nota ofnskúffu en þá er ágætt að tvöfalda uppskriftina). Bakið við 175°C í 20 – 22 mínútur.
Leyfið kökunni að kólna þegar hún er komin út úr ofninum og útbúið glassúr á meðan.
Kremið; Bræðið smjör og bætið eggjarauðum, sykri og vanillusykri saman við og leyfið þessu að malla í smá stund. Hrærið vel í kreminu, þegar það er orðið þykkt og fínt þá er
það tilbúið.Dreifið kreminu yfir kökuna og skreytið með kókosmjöli. Þetta er klárlega kakan sem þið eigið eftir að baka aftur og aftur, hún er ekki bara einföld heldur er hún
virkilega gómsæt.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *