ACAI MORGUNVERÐARSKÁL – EINFALT MEÐ EVU

Súper morgunverðarskál með acai berjum

• 1 dl Acai ber
• 1 dl frosin blönduð ber
• Hálfur banani
• 2 dl möndlumjólk
• 1 dl grískt jógúrt
• Fersk ber
• Múslí
• Döðlusíróp

Aðferð:
• Setjið öll hráefnin í blandarann og maukið þar til blandan er orðin silkimjúk.
• Hellið blöndunni í skál og skreytið með ávöxtum, sáldrið smávegis af döðlusírópi yfir og berið strax fram.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *