Archives

Eggjamúffur með beikoni og papriku.

Eins og Instagram fylgjendur mínir hafa tekið eftir þá vorum við fjölskyldan í vikufríi á Spáni. Við komum heim í nótt en dóttir mín svaf allt flugið og var ekkert að stressa sig á því að sofa út þó við hefðum komið heim um fimmleytið. en það er nú ekkert sem góður kaffibolli getur ekki bjargað. Allavega, ég átti eftir að deila uppskrift að eggjamúffum sem ég gerði um daginn og það freistaði mun meira að setja uppskriftina strax inn en að byrja að ganga frá tveimur risa ferðatöskum sem bíða mín. Það er aldrei skemmtilegt að ganga frá fríinu en mikil ósköp var dásamlegt að taka stutt og gott frí, ég mun áreiðanlega deila myndum með ykkur á næstu dögum. Egg eru í miklu…

Deluxe morgunverðarpanna

Um helgar nýt ég þess að dunda mér í eldhúsinu, sérstaklega á morgnana. Nú er sá tími liðinn að maður geti sofið út (Ingibjörg Rósa grípur daginn um sexleytið..geisp). En, þá hef ég góðan tíma til að elda eitthvað gott. Um daginn eldaði ég þessa ljúffengu morgunverðarpönnu, sáraeinfalt og ótrúlega gott. Egg eru mitt eftirlæti, í þessari pönnu má finna sitt lítið af hverju og það er tilvalið að nota það sem hendi er næst. Allt er leyfilegt um helgar!   Morgunverðarpanna að hætti sælkerans  Ólífuolía 7 – 8 kartöflur 1 laukur 1 rauð paprika 5 – 6 sneiðar gott beikon 3 – 4 Brúnegg kirsuberjatómatar steinselja basilíka salt og nýmalaður pipar Aðferð: Hitið olíu á pönnu. Skerið niður kartöflur, lauk, papriku og beikon. Steikið…

1.Þáttur. Matargleði Evu. Hollir og fljótlegir réttir.

„Í þessum þætti gef ég ykkur uppskriftir að góðum mat sem fljótlegt er að elda án þess að þurfa að slaka á gæðum. Ég ætla að útbúa gómsæta hristinga, ljúffengt granóla, æðislegt kjúklingasalat með satay sósu og síðast en ekki síst, mangójógúrt ís með mintu.“  Morgun hristingar Spínat hristingur Handfylli spínat 1 bolli frosið mangó (ca. 1 1/2 dl) 2 cm engifer 1 msk chia fræ 1/2 banani Létt AB mjólk, magn eftir smekk Berja hristingur 3 dl frosin ber 1/2 banani 1 dl frosið mangó 1 msk chia fræ Létt AB mjólk, magn eftir smekk Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til þið eruð ánægð með áferðina. Mér finnst best að nota frosin ber en þá verður drykkurinn ískaldur og mjög frískandi…

Æðislegt granóla sem allir ættu að prófa.

Ég er með æði fyrir granóla þessa dagana og mér finnst fátt betra en grísk jógúrt með því í morgunmat eða sem millimál. Það er ferlega einfalt að útbúa það og líka miklu skemmtilegra en að kaupa það tilbúið út í búð. Ég er yfirleitt aldrei með það sama í mínu granóla, ég nota bara það sem ég á til í skápunum hverju sinni. Það er ekkert heilagt við þessa uppskrift sem ég deili með ykkur í dag, hægt er að breyta og bæta hana að vild. Ég þori að lofa því að þið eigið eftir að gera ykkar eigið granóla aftur og aftur.   Ljúffengt granóla 8 dl hafrar 2 dl möndlur 2 dl pekanhnetur 2 dl sólblómafræ 2 dl graskersfræ 2 msk hörfræ…

Glútenlausar og gómsætar bláberjapönnukökur

  Glútenlausar og gómsætar bláberjapönnukökur 5 dl Finax fínt  mjöl 4 msk brætt smjör 1 tsk. Vínsteinslyftiduft Salt á hnífsoddi 2 tsk. Góð vanilla (vanilla extract eða vanillusykur) 2 dl mjólk 1 ½ dl AB mjólk (eða önnur hrein súrmjólk) 1 – 2 msk sykur 2 – 3 dl bláber (fersk eða frosin)    Aðferð: Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt. Bræðið smjör, leggið til hliðar og kælið. Pískið eitt egg og mjólk saman. Næsta skref er að blanda öllum hráefnum vel saman í skál með sleif. Bætið bláberjum saman við deigið í lokin með sleif. Leyfið deiginu að standa í 30 – 60 mínútur áður en þið steikið pönnukökurnar.  Hitið smjör á pönnukökupönnu og steikið pönnukökurnar í ca. mínútu eða tvær á hvorri hlið….

1 2 3