*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við Kelloggs á Íslandi.
Morgunverðarkaka með stökku múslí, æðislegri ástaraldinfyllingu og ferskum berjum
Kaka sem má borða í morgunmat með góðri samvisku – einfaldlega ljúffengt.
Botn:
- 1 poki KELLOGGS múslí (500g)
- 100 g smjör, brætt
- 10 döðlur, smátt skornar
Aðferð:
- Myljið múslíið mjög fínt, bræðið smjör og saxið döðlurnar afar smátt.
- Blandið öllu saman í skál og dreifið blöndunni í fallegt fat eða litlar skálar.
- Setjið blönduna/botninn í ísskáp á meðan þið útbúið fyllinguna.
Fylling:
- 300 g grískt jógúrt
- 2 msk hunang
- 3 ástaraldin
- 1 tsk vanilla
- Kíví
- Jarðarber
- Bláber
Aðferð:
- Skafið innan úr ástaraldinávextinum og blandið kjötinu saman við gríska jógúrtið, hunangið og vanilluna.
- Dreifið jógúrtblöndunni yfir múslíbotninn og skerið niður ferska ávexti sem þið raðið yfir ljúffengu jógúrtblönduna.
Berið strax fram og njótið með góðri samvisku.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir