Mánudagsfiskurinn: Æðisleg bleikja í teriyaki sósu með fetaosti. Þessi réttur er afskaplega einfaldur og fljótlegur sem er alltaf mikill plús á þreyttum mánudegi. Þriðjudagur: Æðisleg rif með asískum blæ. Þetta er rétturinn sem setningin „eitt sinni smakkað, þú getur ekki hætt“ á vel við. Miðvikudagur: Mexíkóskt kjúklingasalat með mexíkó-ostasósu og…
Á morgnana og þá sérstaklega um helgar elska ég að baka morgunverðarbollur í ró og næði. Það gefst ekki mikill tími til baksturs á morgnana á virkum dögum en ég nýt þess í botn á laugardögum, að hella upp á gott kaffi og baka brauð í rólegheitum. En takið eftir…
Í lokaþætti Matargleðinnar var sérstakt sítrónuþema (mögulega tileinkað Beyoncé). Ég bakaði meðal annars þessa æðislegu vanillu- og sítrónuköku sem er í miklu uppáhaldi. Mjög sumarleg og sæt – mæli með að þið prófið hana. Vanillu-og sítrónukaka með ferskum berjum Bakstur Áætlaður tími frá byrjun til enda: 2 tímar Fyrir…
Um helgina bakaði ég þessa marensköku með kókosbollurjóma og karamellukremi. Já, hún er eins góð og hún hljómar! Afi minn átti afmæli um helgina og hittumst við fjölskyldan og áttum góða stund saman, ég ákvað þess vegna að skella í eina marensbombu þar sem marensinn er afar vinsæll í okkar…
Með hækkandi sól finn ég sumarþrána læðast yfir mig. Eruð þið ekki sammála? Það er svo mikill munur að vakna á morgnana í góðu veðri og fara út í daginn með bros á vör. Og afþví sumarþráin er farin að segja til sín þá bakaði ég þessi ljúffengu skinkuhorn í…
Súkkulaðibollakaka með hvítu súkkulaðismjörkremi er alltaf góð hugmynd og sérstaklega um páskana. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert rosalega mikið fyrir páskaegg, ég vil heldur baka eitthvað gott og njóta þess. Ekki að ég stelist ekki í páskeggin hjá fjölskyldumeðlimum, það er önnur saga. Súkkulaðibollakökur með súkkulaðibitum…
Súkkulaðibotnar 3 bollar hveiti (Amerísk mæling, 1 bolli = 2,4 dl) 2 bollar sykur 3 egg 2 bollar AB mjólk 1 bolli bragðdauf olía 5 msk kakó 2 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 2 tsk vanilludropar eða sykur Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman í skál, hrærið í nokkrar mínútur eða þar…
Í gærkvöldi var mér boðið í ævintýralega lakkrísveislu á Kolabrautinni. Réttirnir voru fimm talsins og innihéldu allir lakkrís frá heimsþekkta fyrirtækinu Lakrids By Johan Bülow. Eftir þessa veislu og gott spjall við Johan er ég enn hrifnari af lakkrísnum hans og ákvað strax í morgun að hefja þennan sunnudaginn á…
Vá hvað það var yndislegt að fara út í daginn í morgun um níuleytið og finna fyrir sólinni, dagurinn er að lengjast og það gleður mig. Mjög góð byrjun á vikunni myndi ég segja og orkan er tífalt meiri, ég er að segja ykkur það satt. Ég ákvað að því…
Við fjölskyldan erum í góðu yfirlæti á Hvolsvelli og njótum þess að liggja í leti. Eitt af því sem mér þykir skemmtilegast er að baka góða köku á sunnudögum – að vísu finnst mér gaman að baka alla daga en það veitir mér enn meiri ánægju á sunnudögum og…