Vikumatseðill

Vá hvað það var yndislegt að fara út í daginn í morgun um níuleytið og finna fyrir sólinni, dagurinn er að lengjast og það gleður mig. Mjög góð byrjun á vikunni myndi ég segja og orkan er tífalt meiri, ég er að segja ykkur það satt. Ég ákvað að því tilefni já eða bara afþví bara að skella í vikuseðil og með honum vona ég að þið fáið hugmyndir að kvöldmat út vikuna,
Best finnst mér að byrja vikuna á góðum fisk og get ég lofað ykkur því að þessi einfalda og bragðgóða uppskrift á eftir að slá í gegn, virkilega góður lax með blómkálsmauki. 
Matarmikil og ljúffeng brokkólísúpa sem yljar að innan verður á boðstólnum á þriðjudaginn.
Á miðvikudaginn er tilvalið að skella í þetta æðislega mexíkóska salat með stökkum kjúkling og lárperusósu. 
Þessi ljómandi fíni mangó fiskréttur er einn af mínum eftirlætis fiskréttum, djúsí og ferlega góður.
Föstudagar eru pizzadagar í mínum bókum og ekkert er betra en mexíkósk pizza með þunnum og stökkum botni. Namm!
Um helgar er nauðsynlegt að gera vel við sig í mat og drykk, nautalund með bernaise eða piparostasósu er ávallt uppskrift að hamingju.
Helgarbaksturinn er möndlukakan hennar mömmu sem ég elska og fæ ekki nóg af.
Ég vona að þið hafið fengið hugmyndir að vikumatseðlinum og ég vona að þið eigið stórgóða viku framundan.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni sem eru notuð í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *