Eftir að ég var búin að setja inn uppskrift að æðislegri rjómaostabrownies í morgun þá kom yfir mig löngun í súkkulaði- og karamelluköku. Ég skaust út í búð og keypti þau hráefni sem mig vantaði, Snickers kaka skyldi það nú vera. Ég elska og þá meina ég elska Snickers…
Í þætti gærkvöldsins bakaði ég döðluköku með dásamlegri karamellusósu, þessi kaka er í alvörunni svo góð að þið verðið að prófa hana. Fullkomin í alla staði, ég segi ykkur það satt. Ég smakkaði hana í fyrsta sinn þegar ég vann á litlu kaffihúsi í Oxford fyrir nokkrum árum og það…
Um helgar finnst mér tilvalið að baka brauðbollur á morgnana, fylla heimilið af dásamlegri baksturslykt. Ég ætla að gefa ykkur uppskrift að grófum brauðbollum með sólblómafræjum sem eru mjög einfaldar og ekki tímafrekar. Það er oft sem mig langar að baka brauð en stundum finnst mér brauð uppskriftir svolítið tímafrekar…
Í gær bakaði ég þetta gómsæta bananabrauð sem ég verð að deila með ykkur, ég skipti út hvíta hveitinu og notaði heilhveiti. Þetta var meira brauð, mér finnst bananabrauð oft svo sæt en þetta er brauðlegra. Það tekur enga stund að skella í þessa uppskrift og þið þurfið eingöngu örfá…
Saltkaramella er gríðarlega vinsæl um þessa mundir og það má segja að árið 2015 hafi verið ár saltkaramellunar. Ég gjörsamlega elska þessa söltuðu karamellusósu og nota hana óspart. Mér fannst við hæfi að enda árið á alvöru súkkulaðibombu með saltkaramellusmjökremi, saltkaramellusósu og poppkorni með saltaðri karamellu. Sem sagt, saltkaramellu hinmaríki….
Ég deildi nokkrum uppskriftum í Nýju Lífi fyrir jólin þ.á m. uppskrift að marengsköku sem fær mig alltaf til að brosa. Já, brosa.. ég elska góðar marengskökur og þær eru svo einfaldar sem er alltaf plús. Ég geri yfirleitt botninn kvöldinu áður og leyfi botninum að kólna yfir nótt, svo…
Í vikunni kom út hátíðarbæklingur Hagkaups og þar má finna ljúffengar uppskriftir fyrir jólin. Kalkúnn, önd, nautakjöt og miklu meira í fallegu blaði sem þið getið skoðað hér. Ég er að minnsta kosti búin að velja nokkra rétti sem mig langar að prófa núna um jólin en ég er til dæmis…
Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið haldin í aðdraganda jólanna undanfarin ár og ég hef verið svo heppin að fá að dæma í keppninni síðastliðin tvö ár. Í keppninni keppa áhugabakarar um besta jóla smákökuna og það er hreint ótrúlegt hvað það eru margar ómótstæðilegar kökur í keppninni, það er ekki auðvelt…
Í gærkvöldi fór fram landssöfnun Samhjálpar til uppbyggingar á meðferðarheimilis í Hlaðgerðarkoti. Söfnunin gekk frábærlega og við söfnuðum rúmlega 80 milljónum sem er algjörlega frábært, það var svo gaman að fá að taka þátt í söfnuninni en við Ásgeir Erlendsson vorum í símaverinu með fullt af skemmtilegu fólki. Ég var…
Í morgun langaði mig svo í pönnukökur og auðvitað skellti ég í þessar einföldu og bragðgóðu pönnsur sem flestir kannast við. Íslenskar pönnukökur eru virkilega góðar og hægt að bera þær fram á ýmsa vegu t.d. með morgunkaffinu, í kaffitímanum með sultu og rjóma og svo í eftirrétt með ferskum…