Archives

Skinkuhorn með mexíkóskum blæ

Með hækkandi sól finn ég sumarþrána læðast yfir mig. Eruð þið ekki sammála? Það er svo mikill munur að vakna á morgnana í góðu veðri og fara út í daginn með bros á vör. Og afþví sumarþráin er farin að segja til sín þá bakaði ég þessi ljúffengu skinkuhorn í gær en þau minna mig á sumarið. Ég bakaði síðast skinkuhorn rétt áður en ég átti Ingibjörgu Rósu (sem er 21 mánaða í dag). Það var þess vegna tími til kominn fyrir skinkuhornabakstur!  Ég borðaði ófá horn þegar þau komu út úr ofninum í gær, þau eru auðvitað langbest nýbökuð en svo finnst mér frábært að frysta helminginn af uppskriftinni og grípa í eitt og eitt úr frystinum. Þá er sniðugt að hita þau aðeins…

Skinkuhorn með Camenbert og papriku.

  Það er virkilega notalegt að vera í sumarfríi með dömunni minni og byrja daginn á bakstri, við Ingibjörg Rósa bökuðum þessi skinkuhorn um daginn og þau runnu ljúft niður. Ég prófaði í fyrsta sinn að nota Camenbert smurost í skinkuhornin og það kom mjög vel út, einnig skar ég niður rauða papriku og það var mjög gott. Ingibjörgu fannst voðalegt sport að fá að taka sér horn og smakka. Ég hlakka mikið til þegar hún verður aðeins eldri og verður farin að taka virkan þátt í bakstrinum. Ég var svo heppin að alast upp við kökuilm og ég ætla gera mitt allra besta svo hún fái það líka. Ég hef bakað þessi horn mjög oft, ég breyti fyllingunni gjarnan í hvert skipti en grunnurinn…