Archives

Tikka Masala kjúklingur

Í síðasta þætti af Matargleði Evu fékk ég til mín góða gesti í indverska veislu með öllu tilheyrandi. Indverskur matur er brjálæðislega góður og fullkominn matur til að deila með góðum vinum. Aðalréttur kvöldsins var Tikka Masala kjúklingur sem við erum svo hrifnar af. Berið kjúklingaréttinn fram með raita sósu, hrísgrjónum og góðu naan brauði. Tikka masala kjúklingur 3hvítlauksrif 1 mskrifið ferskt engifer 3 msksítrónusafi 1 dlhrein jógúrt 3 msksítrónusafi 1 tsksalti ½ rauttchilialdin 1 tskkóríanderfræ Handfyllisaxað kóríander 3 tsk garam masala 700 gkjúklingakjöt, skorið í litla bita Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman og skerið kjúklingakjötið í litla bita. Setjið allt í plastpoka og inn í kæli í 2 – 3 klukkstundir, best yfir nótt. Eftir þann tíma er kjúklingurinn steiktur á pönnu í 2…

Beef Bourguignon, hinn fullkomni vetrarmatur.

Í þætti gærkvöldsins eldaði ég meðal annars þennan guðdómlega rétt sem kallast ‘Beef bourguignon’. Þegar við Haddi fórum til Parísar í haust smakkaði ég réttinn á litlu sætu veitingahúsi í borginni og ég kolféll fyrir honum. Hægeldað nautakjöt í rauðvínssósu og fullkomin kartöflumús, ég fæ vatn í munninn við það eitt að skrifa niður uppskriftina fyrir ykkur. Nautakjötið verður svo bragðmikið og safaríkt að það er algjör óþarfi að tyggja það, svo mjúkt er það. Þetta er hinn fullkomni vetrarmatur sem ég mæli innilega með að þið prófið. Ég lofa ykkur því að þið eigið eftir að elda hann aftur og aftur. Beef Bourguignon 1 msk smjör 1 msk ólífuolía 600 g nautakjöt, skorið í litla bita salt og pipar skallottulaukar, má líka nota venjulegan…

Pottabrauð og æðislegt pestó úr öðrum þætti af Matargleði Evu

Í þætti gærkvöldsins bakaði ég þetta ofur einfalda brauð og gerði æðislegt pestó með sem tekur enga stund að búa til. Ég geri mjög oft pestó og það er lygilega einfalt, nota yfirleitt bara það sem ég á til hverju sinni og útkoman verður alltaf góð. Það er aðalatriði að eiga góða basilíku, hnetur, parmesan og ólífuolíu. Svo er hægt að bæta öðrum hráefnum við, það fer bara eftir stuðinu í manni 🙂 Rósmarín-og hvítlauksbrauð með æðislegu pestói 470 g brauðhveiti 370 ml volgt vatn 1 tsk salt 1/4 tsk þurrger 1 msk ferskt rósmarín 2 hvítlauksrif   Aðferð: Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita í að minnsta kosti tólf klukkustundir. Hellið deiginu…

Smoothie skál sem er stútfull af hollustu

Í fyrsta þætti af Matargleði voru fljótlegar og hollar uppskriftir í aðalhlutverki, fyrsti rétturinn sem ég gerði í þættinum var einföld smoothie skál sem fangar auga og er algjört sælgæti. Vissulega er ekki alltaf tími á morgnana til þess að nostra við morgunmatinn og auðvitað er hægt að skella drykknum í drykkjarílat og bruna út. En, þegar tími gefst þá mæli ég með að þið gerið svona skál og njótið í botn.   Smoothie skál með allskonar berjum Handfylli spínat 1/2 lárpera 1 bolli frosið mangó 1 bolli frosin jarðarber 1 msk hnetusmjör 1 banani 1 tsk chia fræ Möndlumjólk eða appelsínusafi, magn eftir smekk Klakar 2 – 3 msk grískt jógúrt Aðferð: Setjið öll hráefnin í blandarann og blandið þar til drykkurinn verður silkimjúkur,…

Tryllingslega gott grænmetislasagna

Ég deildi þessari uppskrift með áhorfendum Stöðvar 2 í þættinum mínum Matargleði á síðasta ári, einhverra hluta vegna rataði uppskriftin ekki hingað inn og nú bætum við úr því. Það er svo sannarlega alltaf staður og stund fyrir gott lasagna og ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift. Gott grænmeti, pasta og góður ostur. Þurfum við nokkuð eitthvað meira? Ég þori að lofa ykkur að þið eigið eftir að elda uppskriftina aftur og aftur – hún er sáraeinföld og þið getið auðvitað notað það grænmetið sem þið eigið til í ísskápnum hverju sinni.   Grænmetislasagna með pestókartöflum Grænmetislasagna     Ólífuolía 1 laukur 4 hvítlauksrif 2 gulrætur 2 sellerístangir 1 rauð paprika 1 græn paprika ½ kúrbítur 150 g spergilkál 1 dós niðursoðnir tómatar…

Áramótakokteillinn

Á gamlárskvöld er tilvalið að bjóða upp á frískandi og bragðgóða kokteila, mér finnst voða gaman að búa til kokteila og ég vil að þeir séu einfaldir. Mojito er í sérstöku eftirlæti hjá mér og ég ákvað að setja hann í nýársbúning. Hann er afar einfaldur og það þarf ekki að kaupa alltof mörg hráefni til þess að búa hann til. Frískandi, bragðgóður og fallegur drykkur sem á eftir að slá í gegn í áramótpartíinu! Ég sá svo falleg brómber í Hagkaup í gær og mér datt strax í hug að nota þau í mojito, að sjálfsögðu getið þið notað hvaða ber sem er í þennan drykk og um að gera að prófa sig áfram. Sniðugt snarl til að bera fram með drykknum er poppkorn……

Bomba ársins

Saltkaramella er gríðarlega vinsæl um þessa mundir og það má segja að árið 2015 hafi verið ár saltkaramellunar. Ég gjörsamlega elska þessa söltuðu karamellusósu og nota hana óspart. Mér fannst við hæfi að enda árið á alvöru súkkulaðibombu með saltkaramellusmjökremi, saltkaramellusósu og poppkorni með saltaðri karamellu. Sem sagt, saltkaramellu hinmaríki. Ég lofa ykkur að þið verðið ekki vonsvikin, hún er algjört sælgæti og passar fullkomnlega í áramótpartíið. Hún grípur augað strax og er svolítið mikil en það er nú þannig á áramótunum að allt er leyfilegt.   Sannkölluð karamellubomba Súkkulaðibotnar 3 bollar Kornax hveiti (1 bolli = 2,5 dl) 2 bollar sykur 3 egg 2 bollar AB mjólk 1 bolli bragðlítil olía (ekki nota ólífuolíu) 5-6 msk. kakó 2 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Matarsódi 2…

Súkkulaði panna cotta með heitri berjasósu

Ítalir eru ekki eingöngu þekktir fyrir gott pasta og góðar pizzur en eftirréttirnir þeirra eru guðdómlegir. Einn af mínum eftirlætis eftirréttum er súkkulaði Panna Cotta með berjasósu, þið getið auðveldlega skipt dökka súkkulaðinu út fyrir hvítt súkkulaði. Mér finnst mjög fínt að bera fram þennan eftirrétt í veislum, sér í lagi vegna þess að ég get gert hann kvöldinu áður og það minnkar stressið sem kemur stundum upp þegar von er á mörgum í mat. Það er nefnilega svo fínt að undirbúa nokkra rétti fyrirfram og þessi er einmitt þannig að hann er betri því lengur sem hann fær að vera í kælinum, upplagt að gera hann kvöldinu áður og leyfa honum að jafna sig í rólegheitum yfir nótt. Sannkölluð súkkulaðisæla sem allir elska.  …

Marengskaka með daimkremi og ferskum hindberjum

Ég deildi nokkrum uppskriftum í Nýju Lífi fyrir jólin þ.á m. uppskrift að marengsköku sem fær mig alltaf til að brosa. Já, brosa.. ég elska góðar marengskökur og þær eru svo einfaldar sem er alltaf plús. Ég geri yfirleitt botninn kvöldinu áður og leyfi botninum að kólna yfir nótt, svo skelli ég góðu rjómakremi yfir og skreyti fallega. Einfaldara verður það varla! Það er upplagt fyrir ykkur sem eruð að gera jólaísinn og notið eflaust bara rauðurnar að geyma eggjahvíturnar og búa til marengs til að eiga um jólin, það eru allir svo hrifnir af marengskökum og gott að eiga nokkra botna í frystinum.   Marengshreiður með súkkulaðirjóma og ferskum berjum Botn: 6 eggjahvítur 150 g sykur 150 g púðursykur 1 tsk mataredik 1 tsk…

Fyllt kalkúnabringa með öllu tilheyrandi

Ég var búin að deila með ykkur eftirréttinum sem ég gerði fyrir hátíðarblað Hagkaups fyrir jólin en það var dásamleg After Eight terta sem ég mæli með að þið prófið en nú er komið að því að deila aðalréttinum með ykkur. Fyllt kalkúnabringa með waldorf salati, rósakáli, sætri kartöflumús og villisveppasósu sem allir elska. Þessi máltíð verður á boðstólnum hjá mér þessi jólin og ég get varla beðið. Ég elska kalkún og er sérstaklega hrifin af kalkúnabringu, hún er einstaklega safarík og bragðmikil. Tala nú ekki um með góðu meðlæti…nokkrir dagar í þessa ljúffengu máltíð sem ég vona að flestir prófi. Njótið vel kæru lesendur.   Fyllt hátíðarkalkúnabringa með öllu tilheyrandi. Fylling 40 g smjör 200 g sveppir 2 meðalstórir skallottulaukar 1 sellerí stilkur 1 epli…

1 12 13 14 15 16 21