Archives

Ris a la Mande

Ris a la Mande er einn af mínum eftirlætis eftirréttum og nauðsynlegt að bera hann fram um jólin. Það kannast nú sennilega flestir við þennan eftirrétt og er hann mjög vinsæll á mörgum heimilum, enda er það enginn furða – hann er einstaklega góður. Rjómakenndur grautur með berjasósu og stökkum möndlubitum, þarf ég nokkuð að segja meira? Ég vona að þið njótið vel.   Ris a la Mande Grauturinn: 2 1/4 dl grautargrjón 1 L nýmjólk 1 -2 vanillustangir smá salt 50 g hvítt súkkulaði Aðferð: Penslið pott með smá smjöri en það kemur í veg fyrir að grjónin og mjólkin brenni við. Hellið mjólkinni í pottinn og leyfið suðunni að koma upp, bætið þá grjónunum út í pottinn og hrærið vel í. Kljúfið vanillustöngina…

Ísterta með After Eight súkkulaði

  Í vikunni kom út hátíðarbæklingur Hagkaups og þar má finna ljúffengar uppskriftir fyrir jólin. Kalkúnn, önd, nautakjöt og miklu meira í fallegu blaði sem þið getið skoðað hér.  Ég er að minnsta kosti búin að velja nokkra rétti sem mig langar að prófa núna um jólin en ég er til dæmis ein af þeim sem er aldrei með það sama á aðfangadag og nýt þess að prófa eitthvað nýtt og gott. Í blaðinu má finna nokkrar uppskriftir eftir mig, þar á meðal after eight ísterta sem fangar bæði augað og leikur við bragðlaukana. Ég elska þessa tertu og hlakka til að bjóða fjölskyldunni upp á hana um jólin. Tilvalin sem eftirréttur eða þá með kaffinu yfir hátíðarnar <3 After eight ísterta Botnar • 4 eggjahvítur •…

Bestu smákökur ársins á einum stað

Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið haldin í aðdraganda jólanna undanfarin ár og ég hef verið svo heppin að fá að dæma í keppninni síðastliðin tvö ár.  Í keppninni keppa áhugabakarar um besta jóla smákökuna og það er hreint ótrúlegt hvað það eru margar ómótstæðilegar kökur í keppninni, það er ekki auðvelt að dæma í keppni sem þessari skal ég ykkur segja. Ég fékk leyfi til þess að birta nokkrar uppskriftir sem ég mæli með að þið prófið, ég er sífellt að leita að góðum smáköku uppskriftum fyrir jólin og hér eru þrjár uppskriftir sem stóðu upp úr í smákökukeppninni í ár og því tilvalið að baka þær fyrir jólin og njóta.   1.sæti:  Steinakökur. Höf: Andrea Ida Jónsdóttir   2. sæti: Pipplingar. Höf: Ástrós Guðjónsdóttir  3.sæti:…

Ljúffengar súkkulaðibitakökur með pekanhnetum

Gleðilega aðra aðventu kæru lesendur. Mikið vona ég að helgin ykkar hafi verið uppfull af notalegheitum með fjölskyldu og vinum. Ég hef lítið sinnt blogginu að undanförnu en ég er búin að vera í prófum og lítill tími gefist fyrir bakstur og eldamennsku. En nú verð ég dugleg að setja inn jólalegar uppskriftir fyrir ykkur. Í gær bakaði ég til dæmis þessar ofur góðu smákökur með súkkulaði- og pekanhnetum, ég er svakalega mikið fyrir hnetur en þið getið auðvitað skipt þeim út fyrir meira súkkulaði ef þið eruð ekki jafn hrifin af hnetum og ég.  Uppskriftin er frekar stór og notaði ég einungis 1/4 af deiginu, ég frysti rest og get þá alltaf skorið það deig í bita og skellt inn í ofn þegar kökulöngunin…

Piparmintusúkkulaði

Desember er genginn í garð og lætur heldur betur til sín taka. Veðrið er ekki upp á sitt besta eins og þið hafið eflaust tekið eftir og ekkert gott að vera að þvælast úti við ef erindið er ekki brýnt. Ég legg til að þið fáið ykkur þennan ómótstæðilega súkkulaðibolla, komið ykkur vel fyrir með teppi og njótið. Það er líka í fínasta lagi að setja eina jólamynd í tækið og finna jólaandann hellast yfir ykkur. Ég sit hér með hópnum mínum að læra undir próf, við erum búin að kveikja á kerti og koma okkur vel fyrir. Ætlum ekki að færa okkur um set í allan dag og ég vona að þið eigið góðan dag þrátt fyrir leiðindaveður. Piparmyntusúkkulaði 1 líter mjólk  175 g…

Grænmetisbaka með fetaosti.

Bökur fylltar með allskyns góðgæti, bæði sætar og ósætar eru algjört lostæti. Eins og ég sagði ykkur frá í síðustu færslu vorum við Haddi í París fyrir nokkrum vikum og auðvitað fékk ég mér Quiche Lorraine og sætar bökur með vanillubúðingi og berjum. Bökur eru franskar að uppruna og því algjör skylda að fá sér slíka ef maður er staddur í Frakklandi. Ég hef oft deilt uppskriftum að bökum hér á blogginu en það skemmtilega við bökur eru að þær eru aldrei eins og það er hægt að gera þær á svo marga vegu. Þessa grænmetisböku gerði ég fyrr í vikunni og mér fannst hún svakalega góð og verð að deila henni með ykkur, það er tilvalið að bera hana fram í brönsinum. Maður fær…

Bragðmiklar kjúklinganúðlur sem allir ættu að prófa

Ég fékk svo hrikalega góðan kjúklinganúðlurétt hjá góðum vinum um daginn og fékk leyfi til þess að birta uppskriftina hér. Þetta er einn af þessum réttum sem þið hættið ekki að hugsa um og viljið helst sleika diskinn, hann er það góður. Ég held mikið upp á einfaldar, fljótlegar og bragðgóðar uppskriftir og það má með sanni segja að þetta sé ein af þeim. Bragmikill kjúklingur með fersku grænmeti, góðri sósu og stökkum wasabi hnetum… allt í einum bita! Ég er að segja ykkur það, þið verðið að prófa þennan rétt. Njótið vel. Kjúklinganúðlur með wasabi sósu 800 g kjúklingakjöt (ég notað úrbeinuð læri) 2 dl sojasósa 2 dl sweet chili sósa 200 g núðlur 1 rautt chili 1 agúrka 1 rauð paprika 2 stilkar…

Jólamúslí með grísku jógúrti og hindberjum

Sæl verið þið kæru lesendur, þennan morguninn langar mig að deila með ykkur uppskrift að ómótstæðilegum morgunmat já eða millimáli… reyndar má líka bjóða upp á hann sem hollari eftirrétt. Ó jæja, semsagt möguleikarnir eru margir og þið ættuð svo sannarlega að prófa að útbúa þetta heimalagaða múslí með örlitlum jólakeim. Fyrr í vikunni bakaði ég nokkrar jólakökur og það var svo notalegt, ég er að segja ykkur það. Það má alveg byrja þennan jólabakstur og njóta hans fram í desember. Þið getið að minnsta kosti byrjað á þessu kanil- og engifermúslí sem er alveg frábært með grísku jógúrti og ferskum berjum t.d. hindberjum. Það er líka gott að eiga múslíið í krukku á eldhúsborðinu en þá er svo auðvelt að grípa í smá og…

Ofnbakaðir þorskhnakkar í paprikusósu

  Ofnbakaður fiskur er alltaf í miklu uppáhaldi, þó það þurfi ekki að hafa mikið fyrir góðu hráefni þá er virkilega gott að gera djúsí fiskrétti af og til. Ég elska þá að minnsta kosti og ég hef tekið eftir því hér á síðunni að lesendur mínir eru sammála. Ég eldaði þennan góða rétt í vikunni, ég tók bara það sem ég átti til inn í ísskáp og útkoman var mjög góð. Svo góð að ég borðaði yfir mig og gott betur en það. Mæli með þið prófið fiskréttinn og ég vona að þið njótið vel.     Ofnbakaðir þorskhnakkar með paprikuosti 1 msk ólífuolía eða smjör 1 laukur, smátt saxaður 4 gulrætur, smátt skornar 1 rauð paprika, smátt skorin 1/2 blómkálshöfuð, smátt skorið 1/2…

Ofnbakaðar brauðsnittur í einum grænum

  Ég fékk vinkonur mínar í sunnudagskaffi um daginn og ákvað að gera nokkrar snittur, mér finnst nefnilega mikilvægt að hafa eitthvað brauðmeti á boðstólnum og þá sérstaklega ofnbakað. Með öllum sætu kökunum þarf að vera brauðbiti inn á milli, til að jafna þetta út. Ég elska góða osta og ákvað að gera einfaldar brauðsnittur með Dala Koll og mangó chutney. Snitturnar kláruðust og ég á eftir að gera þessar oftar en einu sinni í viðbót. Mig langar líka að búa til mitt eigið mangó chutney í bráð, en það fær að bíða aðeins til betri tíma og auðvitað fáið þið að fylgjast með því þegar ég ræðst í það verkefni. Ofnbakaðar brauðsnittur með hvítmygluosti og mangó chutney   1 snittubrauð Dala kollur Mangó chutney…

1 13 14 15 16 17 21