Archives

Nauta carpaccio með rjómalagaðri piparrótarsósu

Uppáhalds forrétturinn minn er án efa nauta carpaccio og ég elska hvað það er auðvelt að útbúa þennan rétt. Lykillinn er eins og alltaf, að velja bestu hráefnin og að þau fái að njóta sín. Gott nautakjöt, úrvals ólífuolía, góður parmesan og góð piparrótarsósa. Lúxus skyndibiti ef svo má að orði komast, þið eruð sennilega 10 mínútur frá byrjun til enda að útbúa réttinn. Það er ekki að ástæðulausu að þessi réttur var borin fram sem forréttur í brúðkaupinu okkar, ég gjörsamlega elska hann. Nauta carpaccio með rjómalagaðri piparrótarsósu Fyrir 4 400 g nautalund góð ólífuolía salt og pipar klettasalat sítróna parmesan ostur 100 g ristaðar furuhnetur Aðferð: Hreinsið nautalundina mjög vel og skerið í eins þunnar sneiðar og þið getið. (það er gott ráð…

Ómótstæðilegur graflax með ljúffengri sósu

  Eitt af því sem mér þykir algjörlega ómóstæðilegt og nauðsynlegt fyrir jólin er graflax með góðri sósu. Ég hreinlega elska grafinn lax og gæti borðað hann í öll mál yfir jólin.. þessi uppskrift er afar einföld og þið ættuð þess vegna öll að geta leikið hana eftir. Graflax 1 laxaflak ca. 700 g. Beinlaust. 200 g salt 200 g púðursykur 6 piparkorn 2 msk vatn 1 msk graflaxblanda frá Pottagöldrum 4 – 5 msk dill ½ sítróna Aðferð: Leggið laxflakið í mót. Blandið saman salti, púðursykri, piparkornum og vatni í matvinnsluvél. Hellið síðan blöndunni yfir laxaflakið og nuddið vel inn í laxinn. Stráið kryddinu jafnt yfir flakið og saxið dillið mjög smátt og stráið yfir. Rífið börk af hálfri sítrónu yfir laxaflakið í lokin….

Dásamlega góð piparkökuskyrkaka

Piparkökuskyrkaka með saltaðri karamellusósu Botn 200 g piparkökur 150 g brætt smjör Aðferð: Setjið piparkökurnar í matvinnsluvél og maukið, hellið smjörinu saman við og maukið svolítið lengur. Skiptið piparkökubotninum í litlar skálar/glös eða þrýstið kexblöndunni í form. (gott að nota 20×20 cm lausbotna smelluform) Fylling 300 g vanilluskyr frá MS 250 ml rjómi 2 – 3 tsk flórsykur 1 tsk vanilludropar eða sykur Aðferð: Þeytið rjóma og blandið skyrinu saman við ásamt flórsykri og vanillu. Skiptið skyrblöndunni í glös eða í eitt stórt kökuform. Endurtakið leikinn með piparkökumulninginn og setjið svo aðeins meira af skyrblöndunni yfir. Best er að geyma kökuna í kæli í 2 – 3 klst eða yfir nótt. Berið kökuna fram með æðislegri saltkaramellusósu. Saltkaramellusósa 200 g sykur 2 msk smjör ½ …

Piparkökubollakökur með ómótstæðilegu karamellukremi

Það styttist í jólin og  eflaust margir í miklu bakstursstuði þessa dagana, þetta er nefnilega tíminn til að njóta. Ég elska að koma heim eftir vinnu, kveikja á kertum og baka eitthvað gott með Ingibjörgu Rósu minni. Við bökuðum þessar ljúffengu piparkökubollakökur um daginn og þær voru virkilega góðar og skemmtileg tilbreyting frá klassísku piparkökunum. Einföld, fljótleg og góð uppskrift sem ég mæli með að þið prófið fyrir jólin. Endilega fáið börnin ykkar til þess að taka þátt í bakstrinum, þau eru nefnilega svo miklir snillingar og hafa gaman af þessu. Piparkökubollakökur með karamellukremi ca. 18 – 20 bollakökur 250g sykur 140g smjör, við stofuhita 3egg við stofuhita 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft 2 dl rjómi 2 tsk vanilla extract eða vanillusykur (það er…

Sörur

Sörur eru ómissandi í desember og þær eru í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá mér og minni fjölskyldu. Ég byrja yfirleitt á því að baka þessar kökur fyrir jólin en það er svo gott að vera búin að því og geta fengið sér eina og eina í desember.  Það er einnig svo gott að eiga þær í frystinum og geymast þær mjög vel. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni sem ég geri alltaf fyrir jólin en uppskriftin er frá mömmu minni, þær eru aðeins grófari vegna þess að við notum heslihnetur í botninn en auðvitað má skipta þeim út fyrir möndlur. Sörur Botn: 4 egg (eggjahvítur) 230 g heslihnetur (eða möndlur) 230 g flórsykur Aðferð:  Hitið ofninn í 180°C. Hakkið heslihneturnar eða möndlurnar í matvinnsluvél. Stífþeytið…

Bomba ársins

Saltkaramella er gríðarlega vinsæl um þessa mundir og það má segja að árið 2015 hafi verið ár saltkaramellunar. Ég gjörsamlega elska þessa söltuðu karamellusósu og nota hana óspart. Mér fannst við hæfi að enda árið á alvöru súkkulaðibombu með saltkaramellusmjökremi, saltkaramellusósu og poppkorni með saltaðri karamellu. Sem sagt, saltkaramellu hinmaríki. Ég lofa ykkur að þið verðið ekki vonsvikin, hún er algjört sælgæti og passar fullkomnlega í áramótpartíið. Hún grípur augað strax og er svolítið mikil en það er nú þannig á áramótunum að allt er leyfilegt.   Sannkölluð karamellubomba Súkkulaðibotnar 3 bollar Kornax hveiti (1 bolli = 2,5 dl) 2 bollar sykur 3 egg 2 bollar AB mjólk 1 bolli bragðlítil olía (ekki nota ólífuolíu) 5-6 msk. kakó 2 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Matarsódi 2…

Súkkulaði panna cotta með heitri berjasósu

Ítalir eru ekki eingöngu þekktir fyrir gott pasta og góðar pizzur en eftirréttirnir þeirra eru guðdómlegir. Einn af mínum eftirlætis eftirréttum er súkkulaði Panna Cotta með berjasósu, þið getið auðveldlega skipt dökka súkkulaðinu út fyrir hvítt súkkulaði. Mér finnst mjög fínt að bera fram þennan eftirrétt í veislum, sér í lagi vegna þess að ég get gert hann kvöldinu áður og það minnkar stressið sem kemur stundum upp þegar von er á mörgum í mat. Það er nefnilega svo fínt að undirbúa nokkra rétti fyrirfram og þessi er einmitt þannig að hann er betri því lengur sem hann fær að vera í kælinum, upplagt að gera hann kvöldinu áður og leyfa honum að jafna sig í rólegheitum yfir nótt. Sannkölluð súkkulaðisæla sem allir elska.  …

Marengskaka með daimkremi og ferskum hindberjum

Ég deildi nokkrum uppskriftum í Nýju Lífi fyrir jólin þ.á m. uppskrift að marengsköku sem fær mig alltaf til að brosa. Já, brosa.. ég elska góðar marengskökur og þær eru svo einfaldar sem er alltaf plús. Ég geri yfirleitt botninn kvöldinu áður og leyfi botninum að kólna yfir nótt, svo skelli ég góðu rjómakremi yfir og skreyti fallega. Einfaldara verður það varla! Það er upplagt fyrir ykkur sem eruð að gera jólaísinn og notið eflaust bara rauðurnar að geyma eggjahvíturnar og búa til marengs til að eiga um jólin, það eru allir svo hrifnir af marengskökum og gott að eiga nokkra botna í frystinum.   Marengshreiður með súkkulaðirjóma og ferskum berjum Botn: 6 eggjahvítur 150 g sykur 150 g púðursykur 1 tsk mataredik 1 tsk…

Fyllt kalkúnabringa með öllu tilheyrandi

Ég var búin að deila með ykkur eftirréttinum sem ég gerði fyrir hátíðarblað Hagkaups fyrir jólin en það var dásamleg After Eight terta sem ég mæli með að þið prófið en nú er komið að því að deila aðalréttinum með ykkur. Fyllt kalkúnabringa með waldorf salati, rósakáli, sætri kartöflumús og villisveppasósu sem allir elska. Þessi máltíð verður á boðstólnum hjá mér þessi jólin og ég get varla beðið. Ég elska kalkún og er sérstaklega hrifin af kalkúnabringu, hún er einstaklega safarík og bragðmikil. Tala nú ekki um með góðu meðlæti…nokkrir dagar í þessa ljúffengu máltíð sem ég vona að flestir prófi. Njótið vel kæru lesendur.   Fyllt hátíðarkalkúnabringa með öllu tilheyrandi. Fylling 40 g smjör 200 g sveppir 2 meðalstórir skallottulaukar 1 sellerí stilkur 1 epli…

Ris a la Mande

Ris a la Mande er einn af mínum eftirlætis eftirréttum og nauðsynlegt að bera hann fram um jólin. Það kannast nú sennilega flestir við þennan eftirrétt og er hann mjög vinsæll á mörgum heimilum, enda er það enginn furða – hann er einstaklega góður. Rjómakenndur grautur með berjasósu og stökkum möndlubitum, þarf ég nokkuð að segja meira? Ég vona að þið njótið vel.   Ris a la Mande Grauturinn: 2 1/4 dl grautargrjón 1 L nýmjólk 1 -2 vanillustangir smá salt 50 g hvítt súkkulaði Aðferð: Penslið pott með smá smjöri en það kemur í veg fyrir að grjónin og mjólkin brenni við. Hellið mjólkinni í pottinn og leyfið suðunni að koma upp, bætið þá grjónunum út í pottinn og hrærið vel í. Kljúfið vanillustöngina…

1 2 3