Archives

Mars skyrkaka

Mars skyrkaka Botn: 400 g hafrakex 150 g brætt smjör Aðferð: Setjið kex í matvinnsluvél og bræðið smjör, hellið smjörinu saman við kexið. Þrýstið kexblöndunni í formið og kælið á meðan fyllingin er búin til. Fylling: 500 ml rjómi 500 g vanilluskyr 1 tsk vanillufræ 1 tsk vanilludropar 2 msk flórsykur Aðferð: Setjið rjóma, vanillufræ, vanilludropa og flórsykur í hrærivélaskál og þeytið. Blandið skyrinu saman við með sleikju. Setjið skyrblönduna yfir kexbotninn og dreifið vel úr. Hellið súkkulaðikreminu yfir og kælið kökuna í nokkrar klukkustundir (frábært yfir nótt). Súkkulaðikrem: 80 ml rjómi 150 g suðusúkkulaði 60 g mars súkkulaði Aðferð: Hitið rjóma að suðu Saxið súkkulaði og setjið í skál, hellið rjómanum saman við og leyfið blöndunni að standa í 5 mínútur. Hrærið upp í…

Ómótstæðileg skyrkaka með jarðarberjum

Jarðarberjaskyrkaka með ferskum berjum Kexbotn:  1 pakki LU Bastogne kex (eða annað gott kex) 100 g brætt smjör Aðferð: Setjið kex og brætt smjör í matvinnsluvél og maukið, þrýstið kexblöndunni á botninn og upp með börmunum á bökunarforminu (ég notaði nokkur lítil en yfirleitt nota ég form í stærð 24x25cm) Setjið botninn í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna. Skyrfylling:  500 g jarðarberjaskyr 350 ml rjómi, þeyttur 2 msk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða fræ Fersk blönduð ber til skrauts Aðferð: Þeytið rjóma og blandið skyrinu saman við ásamt flórsykri og vanillu. Hellið skyrfyllingunni í formið og skreytið með ferskum berjum. Kælið í 1-2 klst ef þið viljið að kakan sé svolítið stíf annars má auðvitað bera hana strax fram. Svo má auðvitað útbúa kökuna…

Piparkökuskyrkaka með saltaðri karamellusósu

Ég er svolítið að vinna með piparkökur og saltaða karamellusósu þessa dagana, einfaldlega vegna þess að mér þykir þessi tvenna svo óskaplega góð og hún virðist ganga með öllu! Fyrst voru það súkkulaðibollakökur og nú elsku skyrið… þessi skyrkaka er lygilega einföld og þið getið útbúið hana degi áður en þið ætlið að bera hana fram, með því móti getið þið losnað við allt auka stress 🙂  Þessi kaka er hrikalega góð og ég mæli með að þið prófið hana sem fyrst. Piparkökuskyrkaka með saltaðri karamellusósu Piparkökubotn: 400 g piparkökur 100 g smjör, brætt Aðferð: Bræðið smjör í potti og setjið piparkökurnar í matvinnsluvél og myljið fínt, þið getið líka notað kökukefli í verkið. Hellið smjörinu saman við piparkökublönduna og blandið vel saman. Hellið blöndunni…

Dásamlega góð piparkökuskyrkaka

Piparkökuskyrkaka með saltaðri karamellusósu Botn 200 g piparkökur 150 g brætt smjör Aðferð: Setjið piparkökurnar í matvinnsluvél og maukið, hellið smjörinu saman við og maukið svolítið lengur. Skiptið piparkökubotninum í litlar skálar/glös eða þrýstið kexblöndunni í form. (gott að nota 20×20 cm lausbotna smelluform) Fylling 300 g vanilluskyr frá MS 250 ml rjómi 2 – 3 tsk flórsykur 1 tsk vanilludropar eða sykur Aðferð: Þeytið rjóma og blandið skyrinu saman við ásamt flórsykri og vanillu. Skiptið skyrblöndunni í glös eða í eitt stórt kökuform. Endurtakið leikinn með piparkökumulninginn og setjið svo aðeins meira af skyrblöndunni yfir. Best er að geyma kökuna í kæli í 2 – 3 klst eða yfir nótt. Berið kökuna fram með æðislegri saltkaramellusósu. Saltkaramellusósa 200 g sykur 2 msk smjör ½ …

Besta skyrkakan

Í vikunni kom nýtt skyr á markað með súkkulaðibitum og það gladdi mig einstaklega mikið. Ég ákvað að útbúa ljúffenga súkkulaðiskyrköku sem er ótrúlega góð og ég þori að veðja að þið eigið eftir að gera hana aftur og aftur. Skyrkökur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér eins og ég hef svo oft komið að hér á blogginu og ég verð að segja að þessi hér er sú besta já sú besta. Skyr, rjómi og súkkulaði…. sannkölluð sæla. Súkkulaðiskyrkaka með stökkum botni Botn 200 g Digestive kexkökur 150 g brætt smjör   Aðferð: Bræðið smjör, myljið kexið og blandið því vel saman. Þrýstið kexblöndunni í form. (Ég notaði hringlaga smelluform 20×20) Mér finnst langbest að nota smelluform eða lausbotna form þegar ég er að gera…

Ómótstæðilegur skyr eftirréttur með súkkulaðiköku og hindberjum

Sumarið hefur flogið áfram og það er óhætt að segja að það hafi verið dásamlegt, ég hef notið þess að vera í sumarfríi með Hadda og Ingibjörgu Rósu. Að vísu gátum við Haddi ekki tekið mikið frí saman, þurfum auðvitað að púsla þessu eins og annað fjölskyldufólk. Engu að síður höfum við náð að bralla margt skemmtilegt saman og ég mætti endurnærð til vinnu í morgun full tilhlökkunar varðandi haustið. Ég bakaði mjög mikið í fríinu og fyrr í sumar útbjó ég þennan ómótstæðilega eftirrétt sem þið ættuð að prófa. Skyrkökur og súkkulaðikökur eru gómsætar, þið getið þess vegna ímyndað ykkur þegar þessar tvær koma saman… brjálæðislega gott og einfalt. Eftirréttur með súkkulaðiköku og berjaskyri.   100 smjör, brætt 2 Brúnegg 2,5 dl sykur 1,5…