Archives

Lúxus vinkonuferð á Hótel Grímsborgum

Á þessum rigningarmánudegi er ágætt að rifja upp uppáhalds helgi í maí mánuði. Við vinkonurnar fórum í kærkomið orlof. Við fórum þrjár í þetta skiptið en það vantaði tvo úr hópnum okkar góða en þau eru bæði búsett erlendis, við höfum nefnilega undanfarin tvö ár farið til útlanda saman en það var ekki möguleiki þetta árið svo við ákváðum að gera vel við okkur hér á Íslandi. Það er nefnilega líka hægt að gera eitthvað saman án þess að þurfa að fara endilega erlendis, það er alls ekki síðra að fara út á land og gista á stjörnuhóteli eins og á á Hótel Grímsborgum. Ég hef sjaldan haft það eins huggulegt og þessa helgi, við gerðum mjög vel við okkur í mat og drykk og…

Í París

Í byrjun nóvember heimsóttum við Haddi París í annað sinn. Borgin er ein sú fallegasta og nutum við okkur í botn í þessari heimsókn. Við leigðum til dæmis hjól og hjóluðum um alla borg, skoðuðum fallegar byggingar og borðuðum dýrindis mat og kökur í öll mál. Hugur okkar hefur að sjálfsögðu verið hjá frökkum undanfarna daga og það er óraunverulegt að voðaverk hafi verið framin í þessari rólegu og fallegu borg, ég fæ sting í hjartað að hugsa um allt fólkið sem lést og allt fólkið í heiminum sem þjáist af völdum öfgamanna. Þetta er ósanngjarnt og hreint út sagt ömurlegt, svona á heimurinn ekki að vera og það er óþægilegt að finna fyrir vanmætti sínum. Við megum þó ekki gleyma því fallega og góða…

Yndislegir dagar á Spáni

Við fjölskyldan áttum yndislega daga á Spáni í byrjun júlí. Þetta var besta skyndiákvörðunin sem við höfum tekið í langan tíma, við nutum þess að vera í algjöru fríi. Slöppuðum af og borðuðum ís í öll mál, vorum ekkert að vandræðast yfir einhverju bikiníformi. Allir voru sælir og glaðir og það er fyrir öllu.  Það var ekkert mál að ferðast með skottuna okkar sem fagnaði eins árs afmæli í fríinu.Hér eru nokkrar myndir af ljúfa lífinu… mig langar aftur þegar ég skoða þær.                           Þetta eru myndirnar sem ég tók á símann minn og deildi með Instagram fylgjendum mínum, ykkur er velkomið að fylgjast með mér þar en þið finnið mig undir nafnið…