Archives

Piparkökukaka

Hráefni 500 g sykur 280 g smjör, við stofuhita 6 egg við stofuhita 500 g hveiti 2 tsk lyftiduft 4 dl rjómi 4 tsk vanilludropar 2,5 tsk kanill 1 tsk malaður negull 1 tsk hvítur pipar 1 tsk engifer krydd Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið saman smjör og sykur í um það bil þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli. Sigtið saman hveiti og lyftiduft, bætið hveitiblöndunni, vanillu, rjómanum og kryddum saman við eggjablönduna og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður silkimjúk. Smyrjið þrjú jafn stór kökuform og skiptið deiginu jafnt á milli. Bakið kökubotnanna við 180°C í 35-37 mínútur. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið á þær krem. Karamellukrem 500 g…

Afmælisdekur á Hótel Rangá

**Ég fékk dvölina að gjöf frá hótelinu. Ég varð þrítug í maí og fékk boð um að dvelja á Hótel Rangá sem ég gat ómögulega staðist, við höfum farið þangað margoft að borða en aldrei gist því við dveljum mikið á Hvolsvelli svo það er alltaf stutt að fara þangað – en við elskum að fara þangað bæði í hádegis og kvöldmat. Það tekur enga stund að að keyra þangað eða tæpa klukkustund frá Reykjavík og við Haddi brunuðum þangað eftir vinnu einn föstudaginn og þetta var svo næs að þið trúið því bara ekki. Staðsetningin er auðvitað guðdómleg, útsýnið er æðislegt og það er bara svo mikil kyrrð sem fylgir þessu svæði sem ég kann vel að meta. Við gistum í nýjustu svítunni sem…

Ofnbakaður þorskur með pekanhnetukrönsi

Uppskrift fyrir fjóra 800 g þorskur, roðlaus og beinhreinsaður Salt og pipar 4 msk sýrður rjómi 150 g pekanhnetur 2 msk steinselja 1 tsk sítrónubörkur Safi úr hálfri sítrónu 30 g parmesan ostur Salt og pipar 2 tsk tímían 2 hvítlauksrif Ólífuolía, magn eftir smekk (krönsið á að vera þykkt) Parmesan Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn í eldfast mót, kryddið með salti og pipar. Smyrjið fiskinn með sýrða rjómanum. Setjið pekanhnetur, steinselju, sítrónubörk, sítrónusafa, parmesan, salt, pipar, tímían, hvítlauk og ólífuolíu eftir smekk í matvinnsluvél og maukið þar til krönsið verður að fínu mauki. Smyrjið maukinu yfir fiskinn ásamt því að rífa niður parmesan sem þið sáldrið yfir fiskinn í lokin. Inn í ofn við 25 mínútur við 180°C. Berið fram með ofnbökuðum…

Foreldrafrí í Berlín

Ég ætlaði að vera löngu búin að smella inn færslu um Berlín. Við Haddi fórum þangað í maí yfir helgi og kolféllum fyrir borginni, ég elska borgir sem bjóða upp á magnaða sögu, frábæran mat og skemmtilegt umhverfi. Hótelið skiptir miklu máli að mínu mati og við gistum á Adlon hótelinu sem er frábærlega vel staðsett og algjört æði að dvelja þar, mæli mikið með því hóteli. Það sem við gerum alltaf í borgarferðum er að hjóla um og skoða, það er ein besta leiðin til þess að skoða sig um að mínu mati, einnig er auðvitað snilld að reima á sig hlaupaskóna og skoðina borgina þannig en hjólið er líka frábært. Þá líður manni líka svolítið eins og maður eigi kökusneiðarnar betur skilið. Ég…

Lúxus vinkonuferð á Hótel Grímsborgum

Á þessum rigningarmánudegi er ágætt að rifja upp uppáhalds helgi í maí mánuði. Við vinkonurnar fórum í kærkomið orlof. Við fórum þrjár í þetta skiptið en það vantaði tvo úr hópnum okkar góða en þau eru bæði búsett erlendis, við höfum nefnilega undanfarin tvö ár farið til útlanda saman en það var ekki möguleiki þetta árið svo við ákváðum að gera vel við okkur hér á Íslandi. Það er nefnilega líka hægt að gera eitthvað saman án þess að þurfa að fara endilega erlendis, það er alls ekki síðra að fara út á land og gista á stjörnuhóteli eins og á á Hótel Grímsborgum. Ég hef sjaldan haft það eins huggulegt og þessa helgi, við gerðum mjög vel við okkur í mat og drykk og…

Í París

Í byrjun nóvember heimsóttum við Haddi París í annað sinn. Borgin er ein sú fallegasta og nutum við okkur í botn í þessari heimsókn. Við leigðum til dæmis hjól og hjóluðum um alla borg, skoðuðum fallegar byggingar og borðuðum dýrindis mat og kökur í öll mál. Hugur okkar hefur að sjálfsögðu verið hjá frökkum undanfarna daga og það er óraunverulegt að voðaverk hafi verið framin í þessari rólegu og fallegu borg, ég fæ sting í hjartað að hugsa um allt fólkið sem lést og allt fólkið í heiminum sem þjáist af völdum öfgamanna. Þetta er ósanngjarnt og hreint út sagt ömurlegt, svona á heimurinn ekki að vera og það er óþægilegt að finna fyrir vanmætti sínum. Við megum þó ekki gleyma því fallega og góða…

Yndislegir dagar á Spáni

Við fjölskyldan áttum yndislega daga á Spáni í byrjun júlí. Þetta var besta skyndiákvörðunin sem við höfum tekið í langan tíma, við nutum þess að vera í algjöru fríi. Slöppuðum af og borðuðum ís í öll mál, vorum ekkert að vandræðast yfir einhverju bikiníformi. Allir voru sælir og glaðir og það er fyrir öllu.  Það var ekkert mál að ferðast með skottuna okkar sem fagnaði eins árs afmæli í fríinu.Hér eru nokkrar myndir af ljúfa lífinu… mig langar aftur þegar ég skoða þær.                           Þetta eru myndirnar sem ég tók á símann minn og deildi með Instagram fylgjendum mínum, ykkur er velkomið að fylgjast með mér þar en þið finnið mig undir nafnið…