Piparkökukaka

Piparkökukakan góða

Ég var búin að deila með ykkur uppskrift að piparkökubollakökum fyrir nokkrum árum og nú er það piparkökukakan sem er eiginlega nákvæmlega eins, ég tvöfaldaði uppskriftina og þess vegna er hún fremur stór þar sem ég vildi ná þremur þykkum botnum.
 • Hráefni
 • 500 g sykur
 • 280 g smjör, við stofuhita
 • 6 egg við stofuhita
 • 500 g hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 4 dl rjómi
 • 4 tsk vanilludropar
 • 2,5 tsk kanill
 • 1 tsk malaður negull
 • 1 tsk hvítur pipar
 • 1 tsk engifer krydd

Aðferð:

 1. Forhitið ofninn í 180°C.
 2. Þeytið saman smjör og sykur í um það bil þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli.
 3. Sigtið saman hveiti og lyftiduft, bætið hveitiblöndunni, vanillu, rjómanum og kryddum saman við eggjablönduna og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður silkimjúk.
 4. Smyrjið þrjú jafn stór kökuform og skiptið deiginu jafnt á milli. Bakið kökubotnanna við 180°C í 35-37 mínútur.
 5. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið á þær krem.

Karamellukrem

 • 500 g smjör, við stofuhita
 • 800 – 900 g flórsykur
 • 1,5 – 2 dl söltuð karamellusósa
 • Piparkökumulningur
 • Rósmarín greinar
 • Piparkökur
 • Flórsykur (sem snjór)
 • Fersk ber að eigin vali til dæmis hindber.

Aðferð:

 1. Þeytið smjör og flórsykur saman í nokkrar mínútur, því lengur sem þið hrærið
  kremið því betri áferð verður á því.
 2. Bætið karamellusósu út í og þeytið áfram þar til kremið er silkimjúkt.
 3. Smyrjið smá karamellusósu á milli botnanna og svo fer karamellukremið. Fyrsta umferðin má vera svolítið gróf og svo er kakan kæld í klukkustund síðan fer næsta umferð af kremi yfir alla kökuna.
 4. Skreytið kökuna gjarnan með rósmarín greinum, piparkökumulningi, piparkökum og svolítið af flórsykri.

Söltuð karamellusósa

 • 150 g sykur
 • 4 msk smjör
 • 1 dl rjómi
 • Sjávarsalt á hnífsoddi

Aðferð:

 1. Bræðið sykur á pönnu við vægan hita, best að hafa alls ekki háan hita og fara hægt af stað.
 2. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við í nokkrum skömmtum.
 3. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er orðin þykk og fín.
 4. Í lokin bætið þið saltinu saman við.
 5. Leyfið sósunni að kólna alveg áður en þið bætið henni saman við kremið.

Þið finnið aðferðina á Instagram og þið finnið mig þar undir evalaufeykjaran.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *