Það er fátt sem jafnast á við kósí kvöld með fjölskyldunni. Dagskrá kvöldsins inniheldur sushi og sjónvarpsgláp. Ég hlakka alltaf til að horfa á Stelpurnar á Stöð 2 á laugardagskvöldum, mér finnst þær alveg frábærar. Svo er ég dottin inn í Homeland, ég er nýbyrjuð að horfa á þessa þætti…
Ég er með æði fyrir granóla þessa dagana og mér finnst fátt betra en grísk jógúrt með því í morgunmat eða sem millimál. Það er ferlega einfalt að útbúa það og líka miklu skemmtilegra en að kaupa það tilbúið út í búð. Ég er yfirleitt aldrei með það sama í…
Fyrir rúmlega ári deildi ég þremur uppskriftum í Nýju Lífi. Ég áttaði mig á því áðan að ég er ekki búin að setja inn þessar uppskriftir á bloggið sem er algjör hneisa því þessar uppskriftir eiga það sameiginlegt að vera ljúfengar. Í dag deili ég með ykkur uppskrift að uppáhalds…
Glútenlausar og gómsætar bláberjapönnukökur 5 dl Finax fínt mjöl 4 msk brætt smjör 1 tsk. Vínsteinslyftiduft Salt á hnífsoddi 2 tsk. Góð vanilla (vanilla extract eða vanillusykur) 2 dl mjólk 1 ½ dl AB mjólk (eða önnur hrein súrmjólk) 1 – 2 msk sykur 2 – 3 dl bláber…
Ég elska að fá fjölskyldu og vini í bröns um helgar, það er eitthvað svo notalegt að hefja daginn með girnilegum veitingum í góðum félagsskap. Ég útbjó þennan bröns fyrir þáttinn Meistaramánuð sem sýndur er á Stöð 2 á þriðjudögum. Sumir óttast að ekki sé hægt að skipta óhollari mat…
Það er ekki annað hægt en að vera glaður með þetta dásamlega haustveður, ég vona auðvitað eins og við öll að við fáum fleiri svona góða daga. Ég tók þessa mynd í gærkvöldi þegar ég var úti að hlaupa, ég varð að stoppa til að njóta fegurðarinnar. Ég hljóp fimm…
Mér finnst mjög gaman að dúllast í horninu hennar Ingibjargar Rósu. Ég var að vísu búin að hengja upp kjóla og skreyta hornið hennar þegar hún var enn í bumbunni. Þó hún hafi ekki vit á þessu blessunin þá er voða gaman að gera fínt í kringum hana. Hér eru…
Ég er dugleg að taka myndir og ég deili svolítið mörgum myndum á Instagram. Af öllum þessum ‘öppum’ þá er Instagram í uppáhaldi hjá mér. Það er ansi langt síðan að ég deildi nokkrum myndum af Instagram hér á blogginu, svo hér koma nokkrar. 1. Á myndinni er ég gengin…
Þetta veður kallar á góða og matarmikla súpu, við þurfum mat sem hlýjar okkur að innan á köldum rigningardögum. Það er eins og hellt sé úr fötu! Ég verð að viðurkenna að það er sérstaklega notalegt að vera heima við á svona dögum, ég þarf þó að koma mér út…